Senda Trump skýr skilaboð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Trans konan Danica Roem hirti þingsæti í fulltrúadeild Virginíuþings af sjálftitlaða hommahataranum Bob Marshall. Nordicphotos/AFP Demókratar sópuðu að sér kosningasigrum í Bandaríkjunum þegar úrslit fjölmargra kosninga fóru að skýrast í fyrrinótt. Unnu frambjóðendur flokksins meðal annars tvo ríkisstjóraslagi og allnokkra borgarstjórastóla. Þá sneri flokkurinn einni öldungadeild ríkisþings á sitt band og bætti við sig einu ríki þar sem flokkurinn er með ríkisstjóra og meirihluta í báðum deildum þingsins. Einna helst hefur vakið athygli hversu fjölbreyttur hópur Demókrata náði kjöri í hin ýmsu embætti vestanhafs. Til að mynda stefnir í að fyrsta trans konan sem Bandaríkjamenn kusu meðvitandi taki sæti á þingi, fyrsta svarta konan var kjörin borgarstjóri Charlotte og fyrsti síkinn varð borgarstjóri Hoboken. Kjörsókn Demókrata jókst mikið að meðaltali frá síðustu kosningum í sömu embætti og unnu Demókratar sigra sem þeir höfðu varla gert sér vonir um. Í útgönguspám kemur fram að einna helst hafi kjósendur viljað senda Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Repúblikana, skýr skilaboð. Miðað við úrslitin stefnir í stórsigur Demókrata þegar kosið verður til þings á næsta ári en kosið verður um öll sæti fulltrúadeildarinnar, þriðjung sæta öldungadeildarinnar og tugi ríkisstjórastóla. Ólíklegt þykir að Repúblikanar missi meirihluta sinn í öldungadeildinni en af þeim 33 sætum sem kosið er um verma Repúblikanar átta í ríkjum sem þykja afar ólíkleg til að kjósa Demókrata. Kosningasigur Demókratans Danicu Roem í Virginíu þykir einna merkilegastur og var kosningabaráttan hörð. Roem barðist um sæti í fulltrúadeild Virginíuþings við sitjandi þingmann, Repúblikanann Bob Marshall. Roem verður að öllum líkindum fyrsta trans konan, sem vinnur kosningar vestanhafs eftir að hafa komið út úr skápnum sem trans, til að taka sæti á þingi. Áður hafði Althea Garrison náð kjöri í fulltrúadeild þingsins í Massachusetts. Þá vissu kjósendur hins vegar ekki að frambjóðandinn væri trans kona. Einnig náði trans konan Stacie Laughton kjöri í New Hampshire árið 2012 en þáði ekki sætið. Fyrrnefndur Marshall lýsti sér eitt sinn sem „aðalhommahatara“ Virginíu og reyndi, án árangurs, að koma frumvarpi í gegnum Virginíuþing sem hefði sett strangar reglur um notkun trans fólks á almenningssalernum í ríkinu. Eins og gefur að skilja var kosningabaráttan á milli Roem og Marshalls því hörð. Sendi framboð Marshall meðal annars frá sér bæklinga þar sem karlkyns fornöfn voru ítrekað notuð í stað kvenkyns fornafna þegar fjallað var um Roem og var Roem sögð gera kyn sitt að helsta kosningamálinu. „Hræsni þingmannsins á sér engin takmörk. Hann segir að ég hafi gert kyn mitt að kosningamáli þegar hann hefur í tvígang sent frá sér efni þar sem hann ræðst á mig fyrir að vera trans, fyrir að berjast fyrir réttindum hinsegin fólks og notar vitlaus fornöfn,“ sagði í yfirlýsingu sem Roem sendi frá sér í kjölfarið. Því svaraði Marshall með yfirlýsingu sem í sagði að innihald bæklingsins snerist ekki um að Roem væri trans. Í yfirlýsingunni hélt hann áfram að nota vitlaus fornöfn um Roem. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Demókratar sópuðu að sér kosningasigrum í Bandaríkjunum þegar úrslit fjölmargra kosninga fóru að skýrast í fyrrinótt. Unnu frambjóðendur flokksins meðal annars tvo ríkisstjóraslagi og allnokkra borgarstjórastóla. Þá sneri flokkurinn einni öldungadeild ríkisþings á sitt band og bætti við sig einu ríki þar sem flokkurinn er með ríkisstjóra og meirihluta í báðum deildum þingsins. Einna helst hefur vakið athygli hversu fjölbreyttur hópur Demókrata náði kjöri í hin ýmsu embætti vestanhafs. Til að mynda stefnir í að fyrsta trans konan sem Bandaríkjamenn kusu meðvitandi taki sæti á þingi, fyrsta svarta konan var kjörin borgarstjóri Charlotte og fyrsti síkinn varð borgarstjóri Hoboken. Kjörsókn Demókrata jókst mikið að meðaltali frá síðustu kosningum í sömu embætti og unnu Demókratar sigra sem þeir höfðu varla gert sér vonir um. Í útgönguspám kemur fram að einna helst hafi kjósendur viljað senda Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Repúblikana, skýr skilaboð. Miðað við úrslitin stefnir í stórsigur Demókrata þegar kosið verður til þings á næsta ári en kosið verður um öll sæti fulltrúadeildarinnar, þriðjung sæta öldungadeildarinnar og tugi ríkisstjórastóla. Ólíklegt þykir að Repúblikanar missi meirihluta sinn í öldungadeildinni en af þeim 33 sætum sem kosið er um verma Repúblikanar átta í ríkjum sem þykja afar ólíkleg til að kjósa Demókrata. Kosningasigur Demókratans Danicu Roem í Virginíu þykir einna merkilegastur og var kosningabaráttan hörð. Roem barðist um sæti í fulltrúadeild Virginíuþings við sitjandi þingmann, Repúblikanann Bob Marshall. Roem verður að öllum líkindum fyrsta trans konan, sem vinnur kosningar vestanhafs eftir að hafa komið út úr skápnum sem trans, til að taka sæti á þingi. Áður hafði Althea Garrison náð kjöri í fulltrúadeild þingsins í Massachusetts. Þá vissu kjósendur hins vegar ekki að frambjóðandinn væri trans kona. Einnig náði trans konan Stacie Laughton kjöri í New Hampshire árið 2012 en þáði ekki sætið. Fyrrnefndur Marshall lýsti sér eitt sinn sem „aðalhommahatara“ Virginíu og reyndi, án árangurs, að koma frumvarpi í gegnum Virginíuþing sem hefði sett strangar reglur um notkun trans fólks á almenningssalernum í ríkinu. Eins og gefur að skilja var kosningabaráttan á milli Roem og Marshalls því hörð. Sendi framboð Marshall meðal annars frá sér bæklinga þar sem karlkyns fornöfn voru ítrekað notuð í stað kvenkyns fornafna þegar fjallað var um Roem og var Roem sögð gera kyn sitt að helsta kosningamálinu. „Hræsni þingmannsins á sér engin takmörk. Hann segir að ég hafi gert kyn mitt að kosningamáli þegar hann hefur í tvígang sent frá sér efni þar sem hann ræðst á mig fyrir að vera trans, fyrir að berjast fyrir réttindum hinsegin fólks og notar vitlaus fornöfn,“ sagði í yfirlýsingu sem Roem sendi frá sér í kjölfarið. Því svaraði Marshall með yfirlýsingu sem í sagði að innihald bæklingsins snerist ekki um að Roem væri trans. Í yfirlýsingunni hélt hann áfram að nota vitlaus fornöfn um Roem.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira