Menntamál í forgang Steinn Jóhannsson skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Umræða um menntamál var ekki í forgangi í liðinni kosningabaráttu þó fullyrða megi að málefnið sé vissulega forgangsmál í samfélaginu. Allir flokkar voru þó sammála um að efla þyrfti menntakerfið og því verður áhugavert sjá hvað tilvonandi ríkisstjórn muni setja í forgang í þeim málaflokki. Skólar gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu en í Aðalnámskrá framhaldsskóla segir: „Skólarnir skulu leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við stöður og þarfir barna og unglinga. Skólastarfið miðar að virkri þátttöku þeirra í lýðræðissamfélagi innan skólans sem utan.“ Þetta er göfugt hlutverk sem framhaldsskólunum ber að uppfylla. Undanfarin ár hafa fjölmargir skólar þurft að skera niður í stoðþjónustu og tækjakaupum og glíma samhliða við viðvarandi hallarekstur. Nú hefur tilvonandi ríkisstjórn tækifæri til að snúa þessari þróun við og auka fjárframlög til framhaldsskólanna þannig að þeir geti rækt hlutverk sitt með sóma. Einnig er mikilvægt að stjórnvöld haldi því fjármagni inn í framhaldsskólunum sem átti að sparast vegna styttingar námstíma til stúdentsprófs. Fjármagnið þarf að nota í þágu nemenda, sér í lagi að auka við stoðþjónustu og vinna gegn brotthvarfi. Því miður hefur brotthvarf framhaldsskólanemenda á Íslandi verið hátt í samanburði við önnur OECD-lönd. Til þess að styðja betur við nemendur í framhaldsskólum og vinna gegn brotthvarfi þarf nauðsynlega að greiða fyrir aðgengi að sálfræðiþjónustu inni í skólunum og efla samstarf á milli heilsugæslustöðva og skóla. Einnig þarf að fjölga náms- og starfsráðgjöfum en víða hefur álag verið mikið á þeim síðustu ár. Einnig mætti athuga að koma á námsstyrkjum sem þekkjast annars staðar á Norðurlöndunum og geta haft jákvæð áhrif á skólastarfið og um leið minnkað vinnu nemenda með námi. Það er ljóst að tækifærin eru til staðar fyrir tilvonandi ríkisstjórn og forvitnilegt að fylgjast með hvort staðið verði við stóru orðin, þ.e. að bæta menntakerfið og búa þannig nemendum betri framtíð í skólum landsins. Höfundur er konrektor MH. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Steinn Jóhannsson Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umræða um menntamál var ekki í forgangi í liðinni kosningabaráttu þó fullyrða megi að málefnið sé vissulega forgangsmál í samfélaginu. Allir flokkar voru þó sammála um að efla þyrfti menntakerfið og því verður áhugavert sjá hvað tilvonandi ríkisstjórn muni setja í forgang í þeim málaflokki. Skólar gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu en í Aðalnámskrá framhaldsskóla segir: „Skólarnir skulu leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við stöður og þarfir barna og unglinga. Skólastarfið miðar að virkri þátttöku þeirra í lýðræðissamfélagi innan skólans sem utan.“ Þetta er göfugt hlutverk sem framhaldsskólunum ber að uppfylla. Undanfarin ár hafa fjölmargir skólar þurft að skera niður í stoðþjónustu og tækjakaupum og glíma samhliða við viðvarandi hallarekstur. Nú hefur tilvonandi ríkisstjórn tækifæri til að snúa þessari þróun við og auka fjárframlög til framhaldsskólanna þannig að þeir geti rækt hlutverk sitt með sóma. Einnig er mikilvægt að stjórnvöld haldi því fjármagni inn í framhaldsskólunum sem átti að sparast vegna styttingar námstíma til stúdentsprófs. Fjármagnið þarf að nota í þágu nemenda, sér í lagi að auka við stoðþjónustu og vinna gegn brotthvarfi. Því miður hefur brotthvarf framhaldsskólanemenda á Íslandi verið hátt í samanburði við önnur OECD-lönd. Til þess að styðja betur við nemendur í framhaldsskólum og vinna gegn brotthvarfi þarf nauðsynlega að greiða fyrir aðgengi að sálfræðiþjónustu inni í skólunum og efla samstarf á milli heilsugæslustöðva og skóla. Einnig þarf að fjölga náms- og starfsráðgjöfum en víða hefur álag verið mikið á þeim síðustu ár. Einnig mætti athuga að koma á námsstyrkjum sem þekkjast annars staðar á Norðurlöndunum og geta haft jákvæð áhrif á skólastarfið og um leið minnkað vinnu nemenda með námi. Það er ljóst að tækifærin eru til staðar fyrir tilvonandi ríkisstjórn og forvitnilegt að fylgjast með hvort staðið verði við stóru orðin, þ.e. að bæta menntakerfið og búa þannig nemendum betri framtíð í skólum landsins. Höfundur er konrektor MH.
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar