Að hlusta af athygli Ingrid Kuhlman skrifar 8. nóvember 2017 07:00 Hraði nútímans gerir það að verkum að samskipti verða stundum að formsatriði, svona eins og þegar einhver býður okkur „góðan dag“ úti í búð. Við höldum að við séum að hlusta en heyrum samt ekki hvað viðmælandi okkar er að segja í raun og veru. Stundum heyrum við bara það sem við viljum heyra. Í samskiptum skiptir miklu máli að hlusta af athygli og endurtaka eða umorða hvað við höldum að viðmælandinn sé að meina til að athuga hvort við höfum skilið hann rétt. Einnig er mikilvægt að spyrja skilmerkilegra spurninga ef eitthvað er óskýrt. Eftirfarandi atriði geta gert samskiptin skilvirkari: 1. Hreinsa hugann Mikilvægt er að hreinsa hugann af hvers kyns hugsunum og (for)dómum. Fyrirfram mótaðar skoðanir geta komið í veg fyrir að við heyrum hvað fólk er að meina í raun og veru. Góður hlustandi hefur taumhald á þörf sinni fyrir að komast að sjálfur og dæma, gagnrýna eða útskýra. 2. Halda augnsambandi Augnsamband er merki um athygli og umhyggju auk þess sem það gerir okkur auðveldara fyrir að fylgjast með líkamstjáningu og svipbrigðum. 3. Setja sig í spor viðmælandans Við bregðumst við heiminum eins og við sjáum hann. Því er mikilvægt að setja sig í spor annarra og reyna að sjá heiminn eins og þeir sjá hann. Virk hlustun felur ekki í sér að við séum sammála öllu því sem viðmælandi okkar segir, aðeins að við leggjum okkur fram um að skilja sjónarhorn hans eða skoðanir. 4. Ekki gefa sér neitt fyrirfram Oft gefum við okkur að við vitum hvað viðmælandi okkar er að meina. Betra er að biðja hann um útskýringar frekar en að draga ályktanir. 5. Vera óhræddur við þagnir Góður hlustandi er óhræddur við þagnir og leyfir fólki að tala. Hann sýnir áhuga með líkamsbeitingu (kinkar kolli, hallar sér fram, sýnir lófana og hallar höfðinu) svo að viðmælandinn fái á tilfinninguna að hann leggi sig fram við að skilja orð hans. Að hlusta af athygli á aðra er merki um mikilvægi, virðingu, skilning og umhyggju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Nýtt upphaf! Guðmundur Árni Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Hraði nútímans gerir það að verkum að samskipti verða stundum að formsatriði, svona eins og þegar einhver býður okkur „góðan dag“ úti í búð. Við höldum að við séum að hlusta en heyrum samt ekki hvað viðmælandi okkar er að segja í raun og veru. Stundum heyrum við bara það sem við viljum heyra. Í samskiptum skiptir miklu máli að hlusta af athygli og endurtaka eða umorða hvað við höldum að viðmælandinn sé að meina til að athuga hvort við höfum skilið hann rétt. Einnig er mikilvægt að spyrja skilmerkilegra spurninga ef eitthvað er óskýrt. Eftirfarandi atriði geta gert samskiptin skilvirkari: 1. Hreinsa hugann Mikilvægt er að hreinsa hugann af hvers kyns hugsunum og (for)dómum. Fyrirfram mótaðar skoðanir geta komið í veg fyrir að við heyrum hvað fólk er að meina í raun og veru. Góður hlustandi hefur taumhald á þörf sinni fyrir að komast að sjálfur og dæma, gagnrýna eða útskýra. 2. Halda augnsambandi Augnsamband er merki um athygli og umhyggju auk þess sem það gerir okkur auðveldara fyrir að fylgjast með líkamstjáningu og svipbrigðum. 3. Setja sig í spor viðmælandans Við bregðumst við heiminum eins og við sjáum hann. Því er mikilvægt að setja sig í spor annarra og reyna að sjá heiminn eins og þeir sjá hann. Virk hlustun felur ekki í sér að við séum sammála öllu því sem viðmælandi okkar segir, aðeins að við leggjum okkur fram um að skilja sjónarhorn hans eða skoðanir. 4. Ekki gefa sér neitt fyrirfram Oft gefum við okkur að við vitum hvað viðmælandi okkar er að meina. Betra er að biðja hann um útskýringar frekar en að draga ályktanir. 5. Vera óhræddur við þagnir Góður hlustandi er óhræddur við þagnir og leyfir fólki að tala. Hann sýnir áhuga með líkamsbeitingu (kinkar kolli, hallar sér fram, sýnir lófana og hallar höfðinu) svo að viðmælandinn fái á tilfinninguna að hann leggi sig fram við að skilja orð hans. Að hlusta af athygli á aðra er merki um mikilvægi, virðingu, skilning og umhyggju.
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar