Líkur á að börn hafi verið ættleidd ólöglega hingað til lands Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 7. nóvember 2017 19:00 Áttatíu og fjögur börn voru ættleidd hingað til lands frá Srí Lanka á níunda áratugnum, en líkur eru á að ættleiðingarnar hafi í einhverjum tilfellum verið ólöglegar og gögn þeirra fölsuð. Í ljós hefur komið að umfangsmikil ólögleg ættleiðingarstarfsemi átti sér stað á Srí Lanka á þessum tíma. Ættleiðingar á Srí Lanka komust í heimsfréttirnar í lok september þegar flett var ofan af því í hollenskum sjónvarpsþætti að þar hefðu um margra ára skeið verið starfrækt þar svokölluð barnabýli, eða baby farms. Ljóst er að ólöglega var staðið að ættleiðingu allt að ellefu þúsund barna frá Srí Lanka til Evrópulanda á níunda áratugnum þar sem þriðju aðili hagnaðist á að selja þau og skjöl voru fölsuð. Í sjónvarpsþáttunum Leitinni að upprunanum, sem sýndir eru á Stöð 2, var sögð saga ungrar konu, Ásu Magnúsdótur, sem ættleidd var hingað til lands frá Srí Lanka árið 1985. Þegar farið var ofan í saumana á hennar máli kom í ljós að ekki væri allt með felldu og líklega væru ættleiðingargögnin sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma fölsuð.Fóru til Srí Lanka í góðri trúKristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, segir fréttirnar af málinu hafa verið áfall. Bæði fyrir þá einstaklinga sem ættleiddir voru hingað til lands sem og foreldrana sem sóttu börnin til Srí Lanka í góðri trú. „Við grunum engan um græsku. Við teljum að þeir sem fóru út hafi gert það í góðri trú og það er eðlilegt að það séu gjöld tengd þessum málaflokki. Mæðurnar sem gáfu frá sér börnin, við trúum þær hafi gert það einnig í góðri trú en að það sé milliliðurinn sem hefur haft fé upp úr þessu,“ segir hann.Hafa leitað til dómsmálaráðuneytisins um aðstoðKristinn hefur óskað eftir aðstoð dómsmálaráðuneytisins um samskipti við yfirvöld á Srí Lanka. „Við höfum ákveðið að bjóða upp á þjónustu, sem sagt ráðgjöf til þessara einstaklinga sem voru ættleiddir og til fjölskyldu þeirra. Annars vegar hvað er hægt að gera við svona upplýsingar en svo erum við einnig að velta fyrir okkur rannsókninni á gögnum viðkomandi. Við höfum sett okkur í samband við dómsmálaráðuneytið og þau hafa sent út erindi til yfirvalda á Srí Lanka til að kanna hvernig verði staðið að rannsókn mála þar úti“.Takmarkaðar upplýsingar Vert er að taka fram að Íslensk ættleiðing hafði ekki formlega milligöngu um ættleiðingarnar á sínum tíma þar sem þá var um að ræða félagasamtök en ekki löggilt ættleiðingarfélag eins og raunin er í dag. Því eru takmarkaðar upplýsingar til um ættleiðingar frá þessum tíma og í sumum tilfellum erfitt að nálgast þá sem eiga hlut að máli.Hafa einhverjir haft samband við ykkur og verið brugðið við þessar fréttir? „Já. Við höfum fengið viðbrögð og erum byrjuð að taka fólk hér í ráðgjöf,“ segir Kristinn. Srí Lanka Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Áttatíu og fjögur börn voru ættleidd hingað til lands frá Srí Lanka á níunda áratugnum, en líkur eru á að ættleiðingarnar hafi í einhverjum tilfellum verið ólöglegar og gögn þeirra fölsuð. Í ljós hefur komið að umfangsmikil ólögleg ættleiðingarstarfsemi átti sér stað á Srí Lanka á þessum tíma. Ættleiðingar á Srí Lanka komust í heimsfréttirnar í lok september þegar flett var ofan af því í hollenskum sjónvarpsþætti að þar hefðu um margra ára skeið verið starfrækt þar svokölluð barnabýli, eða baby farms. Ljóst er að ólöglega var staðið að ættleiðingu allt að ellefu þúsund barna frá Srí Lanka til Evrópulanda á níunda áratugnum þar sem þriðju aðili hagnaðist á að selja þau og skjöl voru fölsuð. Í sjónvarpsþáttunum Leitinni að upprunanum, sem sýndir eru á Stöð 2, var sögð saga ungrar konu, Ásu Magnúsdótur, sem ættleidd var hingað til lands frá Srí Lanka árið 1985. Þegar farið var ofan í saumana á hennar máli kom í ljós að ekki væri allt með felldu og líklega væru ættleiðingargögnin sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma fölsuð.Fóru til Srí Lanka í góðri trúKristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, segir fréttirnar af málinu hafa verið áfall. Bæði fyrir þá einstaklinga sem ættleiddir voru hingað til lands sem og foreldrana sem sóttu börnin til Srí Lanka í góðri trú. „Við grunum engan um græsku. Við teljum að þeir sem fóru út hafi gert það í góðri trú og það er eðlilegt að það séu gjöld tengd þessum málaflokki. Mæðurnar sem gáfu frá sér börnin, við trúum þær hafi gert það einnig í góðri trú en að það sé milliliðurinn sem hefur haft fé upp úr þessu,“ segir hann.Hafa leitað til dómsmálaráðuneytisins um aðstoðKristinn hefur óskað eftir aðstoð dómsmálaráðuneytisins um samskipti við yfirvöld á Srí Lanka. „Við höfum ákveðið að bjóða upp á þjónustu, sem sagt ráðgjöf til þessara einstaklinga sem voru ættleiddir og til fjölskyldu þeirra. Annars vegar hvað er hægt að gera við svona upplýsingar en svo erum við einnig að velta fyrir okkur rannsókninni á gögnum viðkomandi. Við höfum sett okkur í samband við dómsmálaráðuneytið og þau hafa sent út erindi til yfirvalda á Srí Lanka til að kanna hvernig verði staðið að rannsókn mála þar úti“.Takmarkaðar upplýsingar Vert er að taka fram að Íslensk ættleiðing hafði ekki formlega milligöngu um ættleiðingarnar á sínum tíma þar sem þá var um að ræða félagasamtök en ekki löggilt ættleiðingarfélag eins og raunin er í dag. Því eru takmarkaðar upplýsingar til um ættleiðingar frá þessum tíma og í sumum tilfellum erfitt að nálgast þá sem eiga hlut að máli.Hafa einhverjir haft samband við ykkur og verið brugðið við þessar fréttir? „Já. Við höfum fengið viðbrögð og erum byrjuð að taka fólk hér í ráðgjöf,“ segir Kristinn.
Srí Lanka Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira