Starfsmenn stöðvarinnar komust af svæðinu í gegnum aðra byggingu.
Búið er að binda enda á árásina og eru útsendingar sjónvarpsstöðvarinnar hafnar að nýju.
Samkvæmt frétt BBC eru árásir á fjölmiðla og blaðamenn tíðar í Afganistan og þeim hafi fjölgað verulega á þessu ári. Árið 2016 dóu þrettán blaðamenn í Afganistan.
„Þetta er árás á frjálsa fjölmiðlun en þeir geta ekki þaggaði niður í okkur,“ sagði Abid Ehsas, fréttastjóri Shamshad samkvæmt Guardian.
Afghan resilience: This anchor got injured on the Islamic State attack on Shamshad TV, now he is back on his show, discussing the attack. pic.twitter.com/Sb5h0nb5yW
— Habib Khan Totakhil (@HabibKhanT) November 7, 2017
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði blaðamönnum í dag að hermennirnir ættu ekki að taka þátt í bardögum, heldur yrði verkefni þeirra að þjálfa og aðstoða afganska hermenn. Til stendur að fjölga hermönnum NATO í landinu um þrjú þúsund og verða þeir því alls 16 þúsund eftir breytinguna.