Höttur sló Þór út úr bikarnum | Auðvelt hjá Keflavík og Tindastól Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2017 21:24 Tindastóll, Keflavík, Höttur og Njarðvík tryggðu sér öll sæti í átta liða úrslitum Maltbikars karla í körfubolta í kvöld. Hér má sjá öll úrslit kvöldsins.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í Valshöllinni á Hlíðarenda og tók þessar myndir hér fyrir ofan.Keflavík vann öruggan 85-76 sigur á 1. deildarliði Fjölnis í Keflavík en Fjölnismenn löguðu stöðuna með því að vinna fjórða leikhlutann 30-17. Magnús Már Traustason skoraði 21 stig fyrir Keflavík og Cameron Forte var með 16 stig og 16 fráköst. Ragnar Örn Bragason skoraði 10 stig. Samuel Prescott Jr. var með 38 stig og 13 fráköst fyrir Fjölni en það dugði ekki til. Hinn ungi og stórefnilegi leikmaður Sigvaldi Eggertsson skoraði 21 stig.Hattarmönnum gengur ekkert að vinna í Domino´s deildinni en þeir eru búnir að vinna báða bikarleiki sína. Höttur fór á Akureyri í kvöld og vann 81-74 sigur á heimamönnum í Þór. Nýi bandaríski leikmaðurinn Kevin Michaud Lewis var með 24 stig, 7 fráköst, 7 stoðsendingar og 5 stolna bolta í sínum fyrsta leik og Mirko Stefan Virijevic skoraði 16 stig og tók 13 fráköst. Marques Oliver var með 19 stig og 19 fráköst fyrir Þór og þeir Ingvi Rafn Ingvarsson og Pálmi Geir Jónsson skoruðu báðir 16 stig.Njarðvíkingar unnu fjögurra stiga sigur á Grindavík, 79-75, í hörkuleik í Ljónagryfjunni í Njarðvík en leikurinn var æsispennandi allt til enda. Terrell Vinson skoraði 25 stig og Maciek Stanislav Baginski var með 17 stig. Logi Gunnarsson skoraði flest af stigunum sínum í lokaleikhlutanum en hann endaði með 16 stig og Ragnar Ágúst Nathanaelsson var með 11 stig og 10 fráköst. Ólafur Ólafsson skoraði 21 stig þar af 16 þeirra í fyrri hálfleiknum. Dagur Kár Jónsson var með 17 stig og 9 stoðsendingar og Sigurður Gunnar Þorsteinsson skoraði 16 stig.Valsmenn réðu ekkert við þá Sigtryggur Arnar Björnsson og Antonio Hester sem fóru á kostum þegar Tindastóll vann 34 stiga sigur á Val á Hlíðarenda, 104-70. Sigtryggur Arnar skorðai 35 stig og Antonio Hester var með 31 stig. Urald King skorðai 17 stig og tók 14 fráköst fyrir Val og Gunnar Ingi Harðarson var með 16 stig.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins í 16 liða úrslitum Maltbikarsins:Njarðvík-Grindavík 79-75 (26-24, 12-17, 22-13, 19-21)Njarðvík: Terrell Vinson 25/8 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 17/4 fráköst, Logi Gunnarsson 16/4 fráköst, Ragnar Agust Nathanaelsson 11/10 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 3/4 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 3/5 stoðsendingar, Ragnar Helgi Friðriksson 3, Snjólfur Marel Stefánsson 1.Grindavík: Ólafur Ólafsson 21/10 fráköst, Dagur Kár Jónsson 17/5 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 16/4 fráköst, Rashad Whack 11/4 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 4/5 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 4/4 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 2.Þór Ak.-Höttur 74-81 (26-20, 9-14, 26-20, 13-27)Þór Ak.: Marques Oliver 19/19 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 16/5 fráköst/8 stoðsendingar, Pálmi Geir Jónsson 16/10 fráköst, Sindri Davíðsson 9, Bjarni Rúnar Lárusson 7, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 7..Höttur: Kevin Michaud Lewis 24/7 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Mirko Stefan Virijevic 16/13 fráköst, Ragnar Gerald Albertsson 10, Sigmar Hákonarson 9/4 fráköst, Bergþór Ægir Ríkharðsson 9, Andrée Fares Michelsson 7/6 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 4/5 fráköst, Gísli Þórarinn Hallsson 2. Keflavík-Fjölnir 85-76 (24-9, 25-22, 19-15, 17-30)Keflavík: Magnús Már Traustason 21/8 fráköst, Cameron Forte 16/16 fráköst, Ragnar Örn Bragason 10/5 fráköst, Guðmundur Jónsson 9, Davíð Páll Hermannsson 8, Reggie Dupree 6/7 fráköst, Daði Lár Jónsson 6/6 fráköst/5 stoðsendingar, Hilmar Pétursson 6, Ágúst Orrason 3.Fjölnir: Samuel Prescott Jr. 38/13 fráköst, Sigvaldi Eggertsson 21/7 fráköst, Davíð Alexander H. Magnússon 7/4 fráköst, Rafn Kristján Kristjánsson 3, Arnar Geir Líndal 3, Alexander Þór Hafþórsson 2/4 fráköst, Hlynur Logi Ingólfsson 2.Valur-Tindastóll 70-104 (11-20, 23-26, 19-24, 17-34)Valur: Urald King 17/14 fráköst, Gunnar Ingi Harðarson 16, Oddur Birnir Pétursson 11, Sigurður Páll Stefánsson 8, Benedikt Blöndal 6, Sigurður Dagur Sturluson 4, Birgir Björn Pétursson 3/8 fráköst, Elías Kristjánsson 3, Illugi Steingrímsson 2.Tindastóll: Sigtryggur Arnar Björnsson 35, Antonio Hester 31/7 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 8/7 fráköst/5 stoðsendingar, Axel Kárason 7, Helgi Rafn Viggósson 7/7 fráköst/8 stoðsendingar, Helgi Freyr Margeirsson 6, Viðar Ágústsson 4, Hannes Ingi Másson 3, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 3.Valsmenn réðu ekkert við Sigtrygg Arnar Björnsson í kvöld.Vísir/Antonvísir/anton Dominos-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Bruno til bjargar Fótbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Fleiri fréttir „Erum í þessu til þess að vinna“ Leik lokið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Toppleikur á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Sjá meira
Tindastóll, Keflavík, Höttur og Njarðvík tryggðu sér öll sæti í átta liða úrslitum Maltbikars karla í körfubolta í kvöld. Hér má sjá öll úrslit kvöldsins.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í Valshöllinni á Hlíðarenda og tók þessar myndir hér fyrir ofan.Keflavík vann öruggan 85-76 sigur á 1. deildarliði Fjölnis í Keflavík en Fjölnismenn löguðu stöðuna með því að vinna fjórða leikhlutann 30-17. Magnús Már Traustason skoraði 21 stig fyrir Keflavík og Cameron Forte var með 16 stig og 16 fráköst. Ragnar Örn Bragason skoraði 10 stig. Samuel Prescott Jr. var með 38 stig og 13 fráköst fyrir Fjölni en það dugði ekki til. Hinn ungi og stórefnilegi leikmaður Sigvaldi Eggertsson skoraði 21 stig.Hattarmönnum gengur ekkert að vinna í Domino´s deildinni en þeir eru búnir að vinna báða bikarleiki sína. Höttur fór á Akureyri í kvöld og vann 81-74 sigur á heimamönnum í Þór. Nýi bandaríski leikmaðurinn Kevin Michaud Lewis var með 24 stig, 7 fráköst, 7 stoðsendingar og 5 stolna bolta í sínum fyrsta leik og Mirko Stefan Virijevic skoraði 16 stig og tók 13 fráköst. Marques Oliver var með 19 stig og 19 fráköst fyrir Þór og þeir Ingvi Rafn Ingvarsson og Pálmi Geir Jónsson skoruðu báðir 16 stig.Njarðvíkingar unnu fjögurra stiga sigur á Grindavík, 79-75, í hörkuleik í Ljónagryfjunni í Njarðvík en leikurinn var æsispennandi allt til enda. Terrell Vinson skoraði 25 stig og Maciek Stanislav Baginski var með 17 stig. Logi Gunnarsson skoraði flest af stigunum sínum í lokaleikhlutanum en hann endaði með 16 stig og Ragnar Ágúst Nathanaelsson var með 11 stig og 10 fráköst. Ólafur Ólafsson skoraði 21 stig þar af 16 þeirra í fyrri hálfleiknum. Dagur Kár Jónsson var með 17 stig og 9 stoðsendingar og Sigurður Gunnar Þorsteinsson skoraði 16 stig.Valsmenn réðu ekkert við þá Sigtryggur Arnar Björnsson og Antonio Hester sem fóru á kostum þegar Tindastóll vann 34 stiga sigur á Val á Hlíðarenda, 104-70. Sigtryggur Arnar skorðai 35 stig og Antonio Hester var með 31 stig. Urald King skorðai 17 stig og tók 14 fráköst fyrir Val og Gunnar Ingi Harðarson var með 16 stig.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins í 16 liða úrslitum Maltbikarsins:Njarðvík-Grindavík 79-75 (26-24, 12-17, 22-13, 19-21)Njarðvík: Terrell Vinson 25/8 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 17/4 fráköst, Logi Gunnarsson 16/4 fráköst, Ragnar Agust Nathanaelsson 11/10 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 3/4 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 3/5 stoðsendingar, Ragnar Helgi Friðriksson 3, Snjólfur Marel Stefánsson 1.Grindavík: Ólafur Ólafsson 21/10 fráköst, Dagur Kár Jónsson 17/5 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 16/4 fráköst, Rashad Whack 11/4 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 4/5 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 4/4 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 2.Þór Ak.-Höttur 74-81 (26-20, 9-14, 26-20, 13-27)Þór Ak.: Marques Oliver 19/19 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 16/5 fráköst/8 stoðsendingar, Pálmi Geir Jónsson 16/10 fráköst, Sindri Davíðsson 9, Bjarni Rúnar Lárusson 7, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 7..Höttur: Kevin Michaud Lewis 24/7 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Mirko Stefan Virijevic 16/13 fráköst, Ragnar Gerald Albertsson 10, Sigmar Hákonarson 9/4 fráköst, Bergþór Ægir Ríkharðsson 9, Andrée Fares Michelsson 7/6 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 4/5 fráköst, Gísli Þórarinn Hallsson 2. Keflavík-Fjölnir 85-76 (24-9, 25-22, 19-15, 17-30)Keflavík: Magnús Már Traustason 21/8 fráköst, Cameron Forte 16/16 fráköst, Ragnar Örn Bragason 10/5 fráköst, Guðmundur Jónsson 9, Davíð Páll Hermannsson 8, Reggie Dupree 6/7 fráköst, Daði Lár Jónsson 6/6 fráköst/5 stoðsendingar, Hilmar Pétursson 6, Ágúst Orrason 3.Fjölnir: Samuel Prescott Jr. 38/13 fráköst, Sigvaldi Eggertsson 21/7 fráköst, Davíð Alexander H. Magnússon 7/4 fráköst, Rafn Kristján Kristjánsson 3, Arnar Geir Líndal 3, Alexander Þór Hafþórsson 2/4 fráköst, Hlynur Logi Ingólfsson 2.Valur-Tindastóll 70-104 (11-20, 23-26, 19-24, 17-34)Valur: Urald King 17/14 fráköst, Gunnar Ingi Harðarson 16, Oddur Birnir Pétursson 11, Sigurður Páll Stefánsson 8, Benedikt Blöndal 6, Sigurður Dagur Sturluson 4, Birgir Björn Pétursson 3/8 fráköst, Elías Kristjánsson 3, Illugi Steingrímsson 2.Tindastóll: Sigtryggur Arnar Björnsson 35, Antonio Hester 31/7 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 8/7 fráköst/5 stoðsendingar, Axel Kárason 7, Helgi Rafn Viggósson 7/7 fráköst/8 stoðsendingar, Helgi Freyr Margeirsson 6, Viðar Ágústsson 4, Hannes Ingi Másson 3, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 3.Valsmenn réðu ekkert við Sigtrygg Arnar Björnsson í kvöld.Vísir/Antonvísir/anton
Dominos-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Bruno til bjargar Fótbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Fleiri fréttir „Erum í þessu til þess að vinna“ Leik lokið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Toppleikur á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Sjá meira