Búin að fá nóg af þessu hatri og öllum stælunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2017 13:45 Rose fór á kostum á blaðamannafundinum eftir bardaginn og kvað heldur betur við nýjan tón í hennar orðum. vísir/getty Nýi heimsmeistarinn í strávigt kvenna hjá UFC, Rose Namajunas, hefur fengið nóg af bardagafólki sem rífur bara kjaft og vill að þeir sem eru í UFC setji betra fordæmi með hegðun sinni. Hin 25 ára gamla Namajunas kom heiminum á óvart er hún kláraði Joanna Jedrzejczyk í fyrstu lotu og tók af henni beltið. Þetta var fyrsta tapið á ferli Jedrzejczyk. Í aðdraganda bardagans var Joanna með alls konar stæla við Namajunas. Sagðist ætla að stela sálu hennar og meiða hana. Rose hélt ró sinni allan tímann og var ekki með neinn kjaft. Jedrzejczyk gekk síðan nokkuð langt er hún sagði Namajunas vera andlega óstöðuga. Andleg veikindi eru í fjölskyldu Namajunas. Hún hefur glímt við ýmislegt og faðir hennar er með geðklofa.Rose lét Joönnu ekki koma sér úr jafnvægi.vísir/gettyNamajunas segist hafa unnið mikið í sínum málum og sé á betri stað andlega en áður í hennar lífi. „Ég tók þessum móðgunum ekkert persónulega. Öll þessi neikvæðni frá henni minnti mig bara á hvað ég hef þurft að leggja á mig. Ég hef glímt við margt erfiðara en móðganir hennar,“ sagði Namajunas. „Hér áður fyrr var það hatur sem keyrði mig áfram. Ég átti í miklum vandræðum með skapið á mér því mér leið illa. Ég hef lært að ást er miklu sterkari kraftur en hatur.“ Öll þessi rifrildi og stælar í aðdraganda UFC-bardaga fara í taugarnar á Namajunas. „Þeir sem taka ekki þátt í þessum skrípalátum eru heiðarlegir við sjálfan sig. Kannski finnst sumum að þeir verði að láta svona til þess að skemmta öðrum. Ég hef fengið nóg af því. Ég er búinn að fá nóg af þessu hatri og öllu í kringum það. Mér finnst eins og okkur beri skylda til þess að setja betra fordæmi. Bardagaíþróttir snúast um heiður og virðingu,“ sagði Namajunas sem gæti verið að stíga skref í að breyta leiknum. „Ég er að reyna að vera jákvætt ljós. Ég er ekki fullkomin heldur en kannski finnum við leið til þess að gera þetta að betri stað. Mér finnst vera kominn tími á nýja strauma í þessari íþrótt. Nú er frábært tækifæri til þess og við bardagakapparnir stöndum frammi fyrir frábæru tækifæri til þess að vera betri fyrirmyndir.“ MMA Tengdar fréttir Sögulegt kvöld í Madison Square Garden á UFC 217 UFC 217 fór fram í nótt og var bardagakvöldið sögulegt. Nokkuð var um óvænt úrslit og nýja meistara. 5. nóvember 2017 06:19 Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Sport Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Sjá meira
Nýi heimsmeistarinn í strávigt kvenna hjá UFC, Rose Namajunas, hefur fengið nóg af bardagafólki sem rífur bara kjaft og vill að þeir sem eru í UFC setji betra fordæmi með hegðun sinni. Hin 25 ára gamla Namajunas kom heiminum á óvart er hún kláraði Joanna Jedrzejczyk í fyrstu lotu og tók af henni beltið. Þetta var fyrsta tapið á ferli Jedrzejczyk. Í aðdraganda bardagans var Joanna með alls konar stæla við Namajunas. Sagðist ætla að stela sálu hennar og meiða hana. Rose hélt ró sinni allan tímann og var ekki með neinn kjaft. Jedrzejczyk gekk síðan nokkuð langt er hún sagði Namajunas vera andlega óstöðuga. Andleg veikindi eru í fjölskyldu Namajunas. Hún hefur glímt við ýmislegt og faðir hennar er með geðklofa.Rose lét Joönnu ekki koma sér úr jafnvægi.vísir/gettyNamajunas segist hafa unnið mikið í sínum málum og sé á betri stað andlega en áður í hennar lífi. „Ég tók þessum móðgunum ekkert persónulega. Öll þessi neikvæðni frá henni minnti mig bara á hvað ég hef þurft að leggja á mig. Ég hef glímt við margt erfiðara en móðganir hennar,“ sagði Namajunas. „Hér áður fyrr var það hatur sem keyrði mig áfram. Ég átti í miklum vandræðum með skapið á mér því mér leið illa. Ég hef lært að ást er miklu sterkari kraftur en hatur.“ Öll þessi rifrildi og stælar í aðdraganda UFC-bardaga fara í taugarnar á Namajunas. „Þeir sem taka ekki þátt í þessum skrípalátum eru heiðarlegir við sjálfan sig. Kannski finnst sumum að þeir verði að láta svona til þess að skemmta öðrum. Ég hef fengið nóg af því. Ég er búinn að fá nóg af þessu hatri og öllu í kringum það. Mér finnst eins og okkur beri skylda til þess að setja betra fordæmi. Bardagaíþróttir snúast um heiður og virðingu,“ sagði Namajunas sem gæti verið að stíga skref í að breyta leiknum. „Ég er að reyna að vera jákvætt ljós. Ég er ekki fullkomin heldur en kannski finnum við leið til þess að gera þetta að betri stað. Mér finnst vera kominn tími á nýja strauma í þessari íþrótt. Nú er frábært tækifæri til þess og við bardagakapparnir stöndum frammi fyrir frábæru tækifæri til þess að vera betri fyrirmyndir.“
MMA Tengdar fréttir Sögulegt kvöld í Madison Square Garden á UFC 217 UFC 217 fór fram í nótt og var bardagakvöldið sögulegt. Nokkuð var um óvænt úrslit og nýja meistara. 5. nóvember 2017 06:19 Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Sport Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Sjá meira
Sögulegt kvöld í Madison Square Garden á UFC 217 UFC 217 fór fram í nótt og var bardagakvöldið sögulegt. Nokkuð var um óvænt úrslit og nýja meistara. 5. nóvember 2017 06:19