Búin að fá nóg af þessu hatri og öllum stælunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2017 13:45 Rose fór á kostum á blaðamannafundinum eftir bardaginn og kvað heldur betur við nýjan tón í hennar orðum. vísir/getty Nýi heimsmeistarinn í strávigt kvenna hjá UFC, Rose Namajunas, hefur fengið nóg af bardagafólki sem rífur bara kjaft og vill að þeir sem eru í UFC setji betra fordæmi með hegðun sinni. Hin 25 ára gamla Namajunas kom heiminum á óvart er hún kláraði Joanna Jedrzejczyk í fyrstu lotu og tók af henni beltið. Þetta var fyrsta tapið á ferli Jedrzejczyk. Í aðdraganda bardagans var Joanna með alls konar stæla við Namajunas. Sagðist ætla að stela sálu hennar og meiða hana. Rose hélt ró sinni allan tímann og var ekki með neinn kjaft. Jedrzejczyk gekk síðan nokkuð langt er hún sagði Namajunas vera andlega óstöðuga. Andleg veikindi eru í fjölskyldu Namajunas. Hún hefur glímt við ýmislegt og faðir hennar er með geðklofa.Rose lét Joönnu ekki koma sér úr jafnvægi.vísir/gettyNamajunas segist hafa unnið mikið í sínum málum og sé á betri stað andlega en áður í hennar lífi. „Ég tók þessum móðgunum ekkert persónulega. Öll þessi neikvæðni frá henni minnti mig bara á hvað ég hef þurft að leggja á mig. Ég hef glímt við margt erfiðara en móðganir hennar,“ sagði Namajunas. „Hér áður fyrr var það hatur sem keyrði mig áfram. Ég átti í miklum vandræðum með skapið á mér því mér leið illa. Ég hef lært að ást er miklu sterkari kraftur en hatur.“ Öll þessi rifrildi og stælar í aðdraganda UFC-bardaga fara í taugarnar á Namajunas. „Þeir sem taka ekki þátt í þessum skrípalátum eru heiðarlegir við sjálfan sig. Kannski finnst sumum að þeir verði að láta svona til þess að skemmta öðrum. Ég hef fengið nóg af því. Ég er búinn að fá nóg af þessu hatri og öllu í kringum það. Mér finnst eins og okkur beri skylda til þess að setja betra fordæmi. Bardagaíþróttir snúast um heiður og virðingu,“ sagði Namajunas sem gæti verið að stíga skref í að breyta leiknum. „Ég er að reyna að vera jákvætt ljós. Ég er ekki fullkomin heldur en kannski finnum við leið til þess að gera þetta að betri stað. Mér finnst vera kominn tími á nýja strauma í þessari íþrótt. Nú er frábært tækifæri til þess og við bardagakapparnir stöndum frammi fyrir frábæru tækifæri til þess að vera betri fyrirmyndir.“ MMA Tengdar fréttir Sögulegt kvöld í Madison Square Garden á UFC 217 UFC 217 fór fram í nótt og var bardagakvöldið sögulegt. Nokkuð var um óvænt úrslit og nýja meistara. 5. nóvember 2017 06:19 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sjá meira
Nýi heimsmeistarinn í strávigt kvenna hjá UFC, Rose Namajunas, hefur fengið nóg af bardagafólki sem rífur bara kjaft og vill að þeir sem eru í UFC setji betra fordæmi með hegðun sinni. Hin 25 ára gamla Namajunas kom heiminum á óvart er hún kláraði Joanna Jedrzejczyk í fyrstu lotu og tók af henni beltið. Þetta var fyrsta tapið á ferli Jedrzejczyk. Í aðdraganda bardagans var Joanna með alls konar stæla við Namajunas. Sagðist ætla að stela sálu hennar og meiða hana. Rose hélt ró sinni allan tímann og var ekki með neinn kjaft. Jedrzejczyk gekk síðan nokkuð langt er hún sagði Namajunas vera andlega óstöðuga. Andleg veikindi eru í fjölskyldu Namajunas. Hún hefur glímt við ýmislegt og faðir hennar er með geðklofa.Rose lét Joönnu ekki koma sér úr jafnvægi.vísir/gettyNamajunas segist hafa unnið mikið í sínum málum og sé á betri stað andlega en áður í hennar lífi. „Ég tók þessum móðgunum ekkert persónulega. Öll þessi neikvæðni frá henni minnti mig bara á hvað ég hef þurft að leggja á mig. Ég hef glímt við margt erfiðara en móðganir hennar,“ sagði Namajunas. „Hér áður fyrr var það hatur sem keyrði mig áfram. Ég átti í miklum vandræðum með skapið á mér því mér leið illa. Ég hef lært að ást er miklu sterkari kraftur en hatur.“ Öll þessi rifrildi og stælar í aðdraganda UFC-bardaga fara í taugarnar á Namajunas. „Þeir sem taka ekki þátt í þessum skrípalátum eru heiðarlegir við sjálfan sig. Kannski finnst sumum að þeir verði að láta svona til þess að skemmta öðrum. Ég hef fengið nóg af því. Ég er búinn að fá nóg af þessu hatri og öllu í kringum það. Mér finnst eins og okkur beri skylda til þess að setja betra fordæmi. Bardagaíþróttir snúast um heiður og virðingu,“ sagði Namajunas sem gæti verið að stíga skref í að breyta leiknum. „Ég er að reyna að vera jákvætt ljós. Ég er ekki fullkomin heldur en kannski finnum við leið til þess að gera þetta að betri stað. Mér finnst vera kominn tími á nýja strauma í þessari íþrótt. Nú er frábært tækifæri til þess og við bardagakapparnir stöndum frammi fyrir frábæru tækifæri til þess að vera betri fyrirmyndir.“
MMA Tengdar fréttir Sögulegt kvöld í Madison Square Garden á UFC 217 UFC 217 fór fram í nótt og var bardagakvöldið sögulegt. Nokkuð var um óvænt úrslit og nýja meistara. 5. nóvember 2017 06:19 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sjá meira
Sögulegt kvöld í Madison Square Garden á UFC 217 UFC 217 fór fram í nótt og var bardagakvöldið sögulegt. Nokkuð var um óvænt úrslit og nýja meistara. 5. nóvember 2017 06:19