Enginn Alfreð í jafntefli hjá Augsburg

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason. Vísir/Getty
Alfreð Finnbogason fékk ekkert að spila fyrir Augsburg þegar liðið tók á móti Bayer Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum um miðja deild, og breyttist sú staða ekkert þar sem leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Það var hart barist í leiknum og lyfti Christian Dingert, dómari leiksins, gula spjaldinu fimm sinnum í fyrri hálfleik. Engin mörk voru þó skoruð og því var markalaust í hálfleik.

Liðin voru hins vegar ekki lengi að keyra seinni hálfleikinn í gang. Kevin Volland kom Bayer yfir á 47. mínútu, en nafni hans Kevin Danso jafnaði fyrir Augsburg aðeins tveimur mínútum seinna.

Þar við sat og eru liðin eins og áður segir um miðja deild eftir 11 leiki.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira