Önnur kona sakar Hoffman um kynferðislega áreitni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. nóvember 2017 12:41 Þetta er í annað skiptið í þessari viku sem Dustin Hoffman er sakaður um kynferðislega áreitni. Vísir/Getty Önnur kona hefur stigið fram og sakað bandaríska leikarann Dustin Hoffman um kynferðislega áreitni. Handritshöfunduruinn og framleiðandinn Wendy Riss Gatsiounis segir að Hoffman hafi áreitt hana á vinnufundi árið 1991 og segist hún hafa verið gráti næst eftir fundinn. Murray Schisgal, handritshöfundur Tootsie, hafði komið fundinum í kring til að ræða mögulega kvikmyndun á leikriti Riss Gatsiounis, A Darker Purpose. Í viðtali við Variety segir Riss Gatsiounis að í byrjun fundar hafi Hoffman spurt hana hvort hún hafi stundað kynlíf með manni yfir fertugu, en á þessum tíma var hún sjálf á þrítugsaldri og Hoffman 54 ára gamall. „Ég mun aldrei gleyma þessu, hann hallar sér aftur [...] og segir „það væri alveg nýr líkami að kanna,““ sagði Riss Gatsounis. Hún segir að seinna hafi Hoffman beðið hana að fara að versla föt á hóteli í grendinni en henni hafi ekki liðið vel og hafnað boðinu. Seinna var henni tjáð að Hoffman hefði ekki áhuga á að starfa með henni. „Þetta olli mér mikilli þjáningu. Ég var bara handritshöfundur og hann hafði verið hetjan mín. Þetta hafði áhrif á mig í langan tíma,“ sagði Riss Gatsiounis. Önnur ásökunin á þremur dögum Þetta er í annað skiptið í þessari viku sem Dustin Hoffman er sakaður um kynferðislega áreitni. Áður hefur Anna Graham Hunter sagt að Hoffman hafi áreitt sig þegar hún var 17 ára gömul. Þá var Dustin Hoffman 48 ára gamall og á hátindi frægðar sinnar. Hoffman hefur svarað Hunter með afsökunarbeiðni. „Ég ber mikla virðingu fyrir konum og mér líður hræðilega ef eitthvað sem ég hef gert hefur látið henni líða illa. Mér þykir þetta miður. Þetta endurspeglar ekki minn innri mann.“ Hoffman er ekki sá fyrsti í Hollywood sem hefur þurft að svara fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni og/eða kynferðislegt ofbeldi síðustu vikur. Allt byrjaði þetta með því þegar fjöldi kvenna steig fram og sagði frá óviðeigandi hegðun og brotum kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Þá hafa í þessari viku komið fram ásakanir á hendur leikaranum Kevin Spacey en tveir karlmenn hafa sagt að Spacey hafi brotið á þeim þegar þeir voru unglingar. Spacey notaði tækifærið þegar þessar ásakanir komu fram og kom út úr skápnum sem samkynhneigður maður og baðst afsökunar á hegðun sinni. Meðal annars hafa átta starfsmenn á tökustað sjónvarpsþáttanna House of Cards sakað Spacey um áreitni. MeToo Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Átta starfsmenn House of Cards saka Spacey um kynferðislega áreitni Segja leikarann hafa gert ungum mönnum erfitt fyrir að vinna við þættina með hegðun sinni. 3. nóvember 2017 00:50 Spacey sagður vera að leita sér hjálpar Talsmaður bandaríska leikarans Kevin Spacey segir að Spacey leiti sér nú hjálpar eftir að ásakanir um að hann hafi áreitt dreng fyrir um þrjátíu árum. 2. nóvember 2017 14:34 Dustin Hoffman sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku Bandaríski leikarinn Dustin Hoffman hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku árið 1985. 1. nóvember 2017 16:08 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Önnur kona hefur stigið fram og sakað bandaríska leikarann Dustin Hoffman um kynferðislega áreitni. Handritshöfunduruinn og framleiðandinn Wendy Riss Gatsiounis segir að Hoffman hafi áreitt hana á vinnufundi árið 1991 og segist hún hafa verið gráti næst eftir fundinn. Murray Schisgal, handritshöfundur Tootsie, hafði komið fundinum í kring til að ræða mögulega kvikmyndun á leikriti Riss Gatsiounis, A Darker Purpose. Í viðtali við Variety segir Riss Gatsiounis að í byrjun fundar hafi Hoffman spurt hana hvort hún hafi stundað kynlíf með manni yfir fertugu, en á þessum tíma var hún sjálf á þrítugsaldri og Hoffman 54 ára gamall. „Ég mun aldrei gleyma þessu, hann hallar sér aftur [...] og segir „það væri alveg nýr líkami að kanna,““ sagði Riss Gatsounis. Hún segir að seinna hafi Hoffman beðið hana að fara að versla föt á hóteli í grendinni en henni hafi ekki liðið vel og hafnað boðinu. Seinna var henni tjáð að Hoffman hefði ekki áhuga á að starfa með henni. „Þetta olli mér mikilli þjáningu. Ég var bara handritshöfundur og hann hafði verið hetjan mín. Þetta hafði áhrif á mig í langan tíma,“ sagði Riss Gatsiounis. Önnur ásökunin á þremur dögum Þetta er í annað skiptið í þessari viku sem Dustin Hoffman er sakaður um kynferðislega áreitni. Áður hefur Anna Graham Hunter sagt að Hoffman hafi áreitt sig þegar hún var 17 ára gömul. Þá var Dustin Hoffman 48 ára gamall og á hátindi frægðar sinnar. Hoffman hefur svarað Hunter með afsökunarbeiðni. „Ég ber mikla virðingu fyrir konum og mér líður hræðilega ef eitthvað sem ég hef gert hefur látið henni líða illa. Mér þykir þetta miður. Þetta endurspeglar ekki minn innri mann.“ Hoffman er ekki sá fyrsti í Hollywood sem hefur þurft að svara fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni og/eða kynferðislegt ofbeldi síðustu vikur. Allt byrjaði þetta með því þegar fjöldi kvenna steig fram og sagði frá óviðeigandi hegðun og brotum kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Þá hafa í þessari viku komið fram ásakanir á hendur leikaranum Kevin Spacey en tveir karlmenn hafa sagt að Spacey hafi brotið á þeim þegar þeir voru unglingar. Spacey notaði tækifærið þegar þessar ásakanir komu fram og kom út úr skápnum sem samkynhneigður maður og baðst afsökunar á hegðun sinni. Meðal annars hafa átta starfsmenn á tökustað sjónvarpsþáttanna House of Cards sakað Spacey um áreitni.
MeToo Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Átta starfsmenn House of Cards saka Spacey um kynferðislega áreitni Segja leikarann hafa gert ungum mönnum erfitt fyrir að vinna við þættina með hegðun sinni. 3. nóvember 2017 00:50 Spacey sagður vera að leita sér hjálpar Talsmaður bandaríska leikarans Kevin Spacey segir að Spacey leiti sér nú hjálpar eftir að ásakanir um að hann hafi áreitt dreng fyrir um þrjátíu árum. 2. nóvember 2017 14:34 Dustin Hoffman sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku Bandaríski leikarinn Dustin Hoffman hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku árið 1985. 1. nóvember 2017 16:08 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Átta starfsmenn House of Cards saka Spacey um kynferðislega áreitni Segja leikarann hafa gert ungum mönnum erfitt fyrir að vinna við þættina með hegðun sinni. 3. nóvember 2017 00:50
Spacey sagður vera að leita sér hjálpar Talsmaður bandaríska leikarans Kevin Spacey segir að Spacey leiti sér nú hjálpar eftir að ásakanir um að hann hafi áreitt dreng fyrir um þrjátíu árum. 2. nóvember 2017 14:34
Dustin Hoffman sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku Bandaríski leikarinn Dustin Hoffman hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku árið 1985. 1. nóvember 2017 16:08