Simmons skoraði 19 stig, tók 13 fráköst og gaf 9 stoðsendingar í þriðja sigri 76ers í röð. Fórnarlamb næturinnar var Altanta Hawks.
„Þetta lið getur mikið betur og eftir nokkur ár verður þetta virkilega gaman,“ sagði hinn 21 árs gamli Simmons.
Cleveland er búið að tapa fjórum leikjum í röð en að þessu sinni tapaði liðið gegn Indiana. Það er eitthvað mikið að í herbúðum liðsins sem tók liðsfund á dögunum og ræddi um að létta á stemningunni. Það gekk augljóslega ekki upp.
LeBron James skoraði 33 stig og gaf 11 stoðsendingar í nótt en það dugði ekki til.
Úrslit:
Charlotte-Milwaukee 126-121
Cleveland-Indiana 107-124
Philadelphia-Atlanta 119-109
Washington-Phoenix 116-122
Boston-Sacramento 113-86
Miami-Chicago 97-91
NY Knicks-Houston 97-119
Memphis-Orlando 99-101
New Orleans-Minnesota 98-104
Denver-Toronto 129-111
Utah-Portland 112-103
LA Clippers-Dallas 119-98
Staðan í NBA-deildinni.