Togstreita innan Framsóknarflokksins sem er í lykilstöðu Birgir Olgeirsson skrifar 1. nóvember 2017 20:56 Sigurður Ingi á Bessastöðum. Vísir/Ernir Örlög mögulegrar vinstri stjórnar munu ráðast á morgun og mun afstaða Framsóknarflokksins ráða þar mestu. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir það blasa við að Framsóknarflokkurinn sé tregastur í taumi þegar kemur að viðræðum stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður. „Framsóknarmenn líta svo á að þeir séu í einhverskonar lykilstöðu,“ segir Eiríkur Bergmann. Flokkarnir sem um ræðir eru Vinstri græn, Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Píratar sem skipuðu stjórnarandstöðu á síðasta þingi.Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur.Mynd/EyþórForsætisráðherrastóll á miðjunni Eiríkur Bergmann segir að það líti út fyrir að hugur Framsóknarflokksins standi til að mynda ríkisstjórn sem nær yfir hægri og vinstri væng stjórnmálanna. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru þar helstu kostir Framsóknarflokksins, eða jafnvel Samfylkingin. „Þá yrði Framsókn miðjan í þeirri ríkisstjórn og gæti mögulega þannig farið fram á forsætisráðherrastólinn. Vandinn við þetta er að maður sér ekki alveg fyrir sér að Vinstri græn eða Samfylkingin vilji fara í þessa stjórn,“ segir Eiríkur Bergmann. Hann segir íhaldsstjórn einnig koma til greina hjá Framsóknarflokknum þar sem flokkurinn myndi skipa ríkisstjórn ásamt Sjálfstæðisflokknum, Miðflokknum og Flokki fólksins. „Ætli þetta sé ekki það sem helst stendur í vegi fyrir vinstri stjórn, að Framsóknarflokknum hugnist aðrir kostir betur,“ segir Eiríkur.Lilja Alfreðsdóttir á kosningavöku Framsóknarflokksins.VísirSigurður Ingi og Lilja ekki alveg sammála Hann segir að nú leiki flokkarnir póker og refskák á sama tíma. „Og menn vilja ekki sýna of mikið á spilin sín svona snemma.“ Eiríkur segir að vinstri flokkarnir geti einnig farið fram hjá Framsóknarflokknum og leitað til Viðreisnar og Flokks fólksins. „Ég held líka að það sé togstreita innan Framsóknarflokksins þar sem menn eru ekki nákvæmlega samstíga í hvaða átt þeir vilja halla sér, til hægri eða vinstri. Formaðurinn og varaformaðurinn hafa ekki alveg verið sammála í hvora áttina á að fara,“ segir Eiríkur Bergmann og á þar við Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, og varaformanninn Lilju Dögg Alfreðsdóttur.Reynir að sætta Sigurð og Sigmund Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að staða Framsóknarflokksins gagnvart Miðflokknum virðist trufla stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fjögurra. Lilja Alfreðsdóttir var þar sögð vinna að því að flokkarnir vinni saman í næstu ríkisstjórn með því að reyna að sætta þá Sigurð Inga og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins. Það gæti orðið lykillinn að samstarfi flokkanna við Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sögðu bæði í fréttum Stöðvar 2 að það muni liggja fyrir á morgun hvort eitthvað verði úr stjórnarmyndunarviðræðum stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ræðst fyrir hádegi á morgun hvort gamla stjórnarandstaðan fer í meirihlutaviðræður Formaður Samfylkingarinnar telur að það liggi fyrir seinnipartinn á morgun hvort stjórnarandstöðuflokkarnir frá síðasta kjörtímabili nái nægjanlega vel saman til að hefja formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar. 1. nóvember 2017 19:30 „Menn geta ekki látið persónulegan ágreining koma í veg fyrir að hægt sé að vinna að góðum málum“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður og þingmaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn ekki útiloka neinn í stjórnarmyndunarviðræðum. 1. nóvember 2017 10:15 Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Örlög mögulegrar vinstri stjórnar munu ráðast á morgun og mun afstaða Framsóknarflokksins ráða þar mestu. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir það blasa við að Framsóknarflokkurinn sé tregastur í taumi þegar kemur að viðræðum stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður. „Framsóknarmenn líta svo á að þeir séu í einhverskonar lykilstöðu,“ segir Eiríkur Bergmann. Flokkarnir sem um ræðir eru Vinstri græn, Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Píratar sem skipuðu stjórnarandstöðu á síðasta þingi.Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur.Mynd/EyþórForsætisráðherrastóll á miðjunni Eiríkur Bergmann segir að það líti út fyrir að hugur Framsóknarflokksins standi til að mynda ríkisstjórn sem nær yfir hægri og vinstri væng stjórnmálanna. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru þar helstu kostir Framsóknarflokksins, eða jafnvel Samfylkingin. „Þá yrði Framsókn miðjan í þeirri ríkisstjórn og gæti mögulega þannig farið fram á forsætisráðherrastólinn. Vandinn við þetta er að maður sér ekki alveg fyrir sér að Vinstri græn eða Samfylkingin vilji fara í þessa stjórn,“ segir Eiríkur Bergmann. Hann segir íhaldsstjórn einnig koma til greina hjá Framsóknarflokknum þar sem flokkurinn myndi skipa ríkisstjórn ásamt Sjálfstæðisflokknum, Miðflokknum og Flokki fólksins. „Ætli þetta sé ekki það sem helst stendur í vegi fyrir vinstri stjórn, að Framsóknarflokknum hugnist aðrir kostir betur,“ segir Eiríkur.Lilja Alfreðsdóttir á kosningavöku Framsóknarflokksins.VísirSigurður Ingi og Lilja ekki alveg sammála Hann segir að nú leiki flokkarnir póker og refskák á sama tíma. „Og menn vilja ekki sýna of mikið á spilin sín svona snemma.“ Eiríkur segir að vinstri flokkarnir geti einnig farið fram hjá Framsóknarflokknum og leitað til Viðreisnar og Flokks fólksins. „Ég held líka að það sé togstreita innan Framsóknarflokksins þar sem menn eru ekki nákvæmlega samstíga í hvaða átt þeir vilja halla sér, til hægri eða vinstri. Formaðurinn og varaformaðurinn hafa ekki alveg verið sammála í hvora áttina á að fara,“ segir Eiríkur Bergmann og á þar við Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, og varaformanninn Lilju Dögg Alfreðsdóttur.Reynir að sætta Sigurð og Sigmund Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að staða Framsóknarflokksins gagnvart Miðflokknum virðist trufla stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fjögurra. Lilja Alfreðsdóttir var þar sögð vinna að því að flokkarnir vinni saman í næstu ríkisstjórn með því að reyna að sætta þá Sigurð Inga og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins. Það gæti orðið lykillinn að samstarfi flokkanna við Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sögðu bæði í fréttum Stöðvar 2 að það muni liggja fyrir á morgun hvort eitthvað verði úr stjórnarmyndunarviðræðum stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ræðst fyrir hádegi á morgun hvort gamla stjórnarandstaðan fer í meirihlutaviðræður Formaður Samfylkingarinnar telur að það liggi fyrir seinnipartinn á morgun hvort stjórnarandstöðuflokkarnir frá síðasta kjörtímabili nái nægjanlega vel saman til að hefja formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar. 1. nóvember 2017 19:30 „Menn geta ekki látið persónulegan ágreining koma í veg fyrir að hægt sé að vinna að góðum málum“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður og þingmaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn ekki útiloka neinn í stjórnarmyndunarviðræðum. 1. nóvember 2017 10:15 Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Ræðst fyrir hádegi á morgun hvort gamla stjórnarandstaðan fer í meirihlutaviðræður Formaður Samfylkingarinnar telur að það liggi fyrir seinnipartinn á morgun hvort stjórnarandstöðuflokkarnir frá síðasta kjörtímabili nái nægjanlega vel saman til að hefja formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar. 1. nóvember 2017 19:30
„Menn geta ekki látið persónulegan ágreining koma í veg fyrir að hægt sé að vinna að góðum málum“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður og þingmaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn ekki útiloka neinn í stjórnarmyndunarviðræðum. 1. nóvember 2017 10:15
Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45