Alþjóðlegur dagur dánaraðstoðar Ingrid Kuhlman skrifar 2. nóvember 2017 07:00 Í dag 2. nóvember 2017 er í annað sinn haldið upp á dag dánaraðstoðar víða um heim. Tilgangurinn er að hvetja til umræðu um þau mikilvægu mannréttindi að fá að hafa yfirráð yfir líkama sínum, lífi og dauða og eftir atvikum að fá aðstoð lækna við að deyja með reisn. Síðastliðinn janúar var stofnað félag um dánaraðstoð á Íslandi en markmið þess eru þríþætt: (1) að stuðla að opinni, uppbyggilegri og víðtækri umræðu um dánaraðstoð; (2) að vinna að því að samþykkt verði löggjöf um það að í vissum, vel skilgreindum aðstæðum, og að uppfylltum ströngum skilyrðum verði dánaraðstoð mannúðlegur valkostur fyrir þá sem kjósa að yfirlögðu ráði að deyja með reisn; og (3) að standa fyrir upplýsingagjöf, fundum og ráðstefnum um dánaraðstoð og vera í góðum tengslum við sambærileg félög erlendis. Í umræðunni má oft og tíðum heyra ýmsar fullyrðingar um dánaraðstoð, eins og til dæmis þá að umræðan um dánaraðstoð hafi aldrei verið hávær hér á landi. Dauðsjúkir og þeir sem eru fangar í eigin líkama eru því miður ekki líklegir til að vera hávær hagsmunahópur og því er líklegra að hærra heyrist í andstæðingum dánaraðstoðar en fylgjendum. Annað sem hefur verið haldið fram er að þegar dánaraðstoð verði leyfð verði farið að beita henni á víðtækari forsendum en ætlað var í upphafi. Læknar muni fara offari við beitingu dánaraðstoðar. Reynsla annarra landa eins og t.d. í Hollandi sýnir ótvírætt að svo er ekki. Vissulega hefur hlutfall þeirra sem fá dánaraðstoð hækkað síðan lögin tóku gildi 1. apríl 2002 en hlutfall þeirra lækna sem binda enda á líf sjúklings án samþykkis hans hefur lækkað á móti. Sumir hafa viljað meina að líknandi meðferð sé mun lakari í þeim löndum þar sem dánaraðstoð hefur verið leyfð, eins og t.d. Hollandi, Belgíu og Lúxemborg, og því kjósi margir að enda líf sitt. Þessi staðhæfing er fjarri sannleikanum og staðfestist í skýrslu um gæði líknandi meðferðar frá 2015 (The 2015 Quality of Death Index: Ranking palliative care accross the world). Í skýrslunni kemur fram að Holland og Belgía standa sig vel í veitingu líknandi meðferðar en Belgía er í fimmta sæti á heimsvísu og Holland í því áttunda. Ef bara Evrópulöndin eru skoðuð er Belgía í þriðja sæti og Holland í því fjórða. Oft er fullyrt að það séu engin takmörk fyrir því að hægt sé að veita fullnægjandi líknandi meðferð. Það þurfi því enginn að óttast að líða þjáningar á dánarbeðinum og dánaraðstoð sé því óþörf. Því miður er óskhyggja að halda að líknandi meðferð geti afmáð alla þjáningu. Það hverfur ekki öll þjáning þótt hægt sé að stilla flesta líkamlega verki. Oft er þetta einnig spurning um tilvistarlega eða andlega þjáningu vegna skertra og óásættanlegra lífsgæða. Margir tala í þessu samhengi um að vilja halda reisn sinni. Að lokum er því oft fleygt fram að Ísland sé of lítið land og að það væri erfitt að vera þekktur sem læknirinn sem deyðir sjúklinga. Sennilega hafa margir sagt það sama um fóstureyðingar sem voru leyfðar hér á landi árið 1935 en það kom þó ekki í veg fyrir að lög voru sett. Í tilefni af degi dánaraðstoðar opnar Lífsvirðing fyrir gátt á heimasíðunni www.lifsvirding.is þar sem hægt verður að senda inn reynslusögur. Hefur þú þurft að horfa upp á óbærilegar kvalir ástvinar og sannfærst um að gott væri að leyfa dánaraðstoð sem mannúðlegan valkost? Eða ertu sjálf/ur á þeim stað að vilja fá að deyja með reisn? Sendu okkur þá sögu þína, nafnlaust ef þú óskar þess. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ingrid Kuhlman Mest lesið Halldór 02.08.2025 Halldór Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í dag 2. nóvember 2017 er í annað sinn haldið upp á dag dánaraðstoðar víða um heim. Tilgangurinn er að hvetja til umræðu um þau mikilvægu mannréttindi að fá að hafa yfirráð yfir líkama sínum, lífi og dauða og eftir atvikum að fá aðstoð lækna við að deyja með reisn. Síðastliðinn janúar var stofnað félag um dánaraðstoð á Íslandi en markmið þess eru þríþætt: (1) að stuðla að opinni, uppbyggilegri og víðtækri umræðu um dánaraðstoð; (2) að vinna að því að samþykkt verði löggjöf um það að í vissum, vel skilgreindum aðstæðum, og að uppfylltum ströngum skilyrðum verði dánaraðstoð mannúðlegur valkostur fyrir þá sem kjósa að yfirlögðu ráði að deyja með reisn; og (3) að standa fyrir upplýsingagjöf, fundum og ráðstefnum um dánaraðstoð og vera í góðum tengslum við sambærileg félög erlendis. Í umræðunni má oft og tíðum heyra ýmsar fullyrðingar um dánaraðstoð, eins og til dæmis þá að umræðan um dánaraðstoð hafi aldrei verið hávær hér á landi. Dauðsjúkir og þeir sem eru fangar í eigin líkama eru því miður ekki líklegir til að vera hávær hagsmunahópur og því er líklegra að hærra heyrist í andstæðingum dánaraðstoðar en fylgjendum. Annað sem hefur verið haldið fram er að þegar dánaraðstoð verði leyfð verði farið að beita henni á víðtækari forsendum en ætlað var í upphafi. Læknar muni fara offari við beitingu dánaraðstoðar. Reynsla annarra landa eins og t.d. í Hollandi sýnir ótvírætt að svo er ekki. Vissulega hefur hlutfall þeirra sem fá dánaraðstoð hækkað síðan lögin tóku gildi 1. apríl 2002 en hlutfall þeirra lækna sem binda enda á líf sjúklings án samþykkis hans hefur lækkað á móti. Sumir hafa viljað meina að líknandi meðferð sé mun lakari í þeim löndum þar sem dánaraðstoð hefur verið leyfð, eins og t.d. Hollandi, Belgíu og Lúxemborg, og því kjósi margir að enda líf sitt. Þessi staðhæfing er fjarri sannleikanum og staðfestist í skýrslu um gæði líknandi meðferðar frá 2015 (The 2015 Quality of Death Index: Ranking palliative care accross the world). Í skýrslunni kemur fram að Holland og Belgía standa sig vel í veitingu líknandi meðferðar en Belgía er í fimmta sæti á heimsvísu og Holland í því áttunda. Ef bara Evrópulöndin eru skoðuð er Belgía í þriðja sæti og Holland í því fjórða. Oft er fullyrt að það séu engin takmörk fyrir því að hægt sé að veita fullnægjandi líknandi meðferð. Það þurfi því enginn að óttast að líða þjáningar á dánarbeðinum og dánaraðstoð sé því óþörf. Því miður er óskhyggja að halda að líknandi meðferð geti afmáð alla þjáningu. Það hverfur ekki öll þjáning þótt hægt sé að stilla flesta líkamlega verki. Oft er þetta einnig spurning um tilvistarlega eða andlega þjáningu vegna skertra og óásættanlegra lífsgæða. Margir tala í þessu samhengi um að vilja halda reisn sinni. Að lokum er því oft fleygt fram að Ísland sé of lítið land og að það væri erfitt að vera þekktur sem læknirinn sem deyðir sjúklinga. Sennilega hafa margir sagt það sama um fóstureyðingar sem voru leyfðar hér á landi árið 1935 en það kom þó ekki í veg fyrir að lög voru sett. Í tilefni af degi dánaraðstoðar opnar Lífsvirðing fyrir gátt á heimasíðunni www.lifsvirding.is þar sem hægt verður að senda inn reynslusögur. Hefur þú þurft að horfa upp á óbærilegar kvalir ástvinar og sannfærst um að gott væri að leyfa dánaraðstoð sem mannúðlegan valkost? Eða ertu sjálf/ur á þeim stað að vilja fá að deyja með reisn? Sendu okkur þá sögu þína, nafnlaust ef þú óskar þess. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun