Alþjóðlegur dagur dánaraðstoðar Ingrid Kuhlman skrifar 2. nóvember 2017 07:00 Í dag 2. nóvember 2017 er í annað sinn haldið upp á dag dánaraðstoðar víða um heim. Tilgangurinn er að hvetja til umræðu um þau mikilvægu mannréttindi að fá að hafa yfirráð yfir líkama sínum, lífi og dauða og eftir atvikum að fá aðstoð lækna við að deyja með reisn. Síðastliðinn janúar var stofnað félag um dánaraðstoð á Íslandi en markmið þess eru þríþætt: (1) að stuðla að opinni, uppbyggilegri og víðtækri umræðu um dánaraðstoð; (2) að vinna að því að samþykkt verði löggjöf um það að í vissum, vel skilgreindum aðstæðum, og að uppfylltum ströngum skilyrðum verði dánaraðstoð mannúðlegur valkostur fyrir þá sem kjósa að yfirlögðu ráði að deyja með reisn; og (3) að standa fyrir upplýsingagjöf, fundum og ráðstefnum um dánaraðstoð og vera í góðum tengslum við sambærileg félög erlendis. Í umræðunni má oft og tíðum heyra ýmsar fullyrðingar um dánaraðstoð, eins og til dæmis þá að umræðan um dánaraðstoð hafi aldrei verið hávær hér á landi. Dauðsjúkir og þeir sem eru fangar í eigin líkama eru því miður ekki líklegir til að vera hávær hagsmunahópur og því er líklegra að hærra heyrist í andstæðingum dánaraðstoðar en fylgjendum. Annað sem hefur verið haldið fram er að þegar dánaraðstoð verði leyfð verði farið að beita henni á víðtækari forsendum en ætlað var í upphafi. Læknar muni fara offari við beitingu dánaraðstoðar. Reynsla annarra landa eins og t.d. í Hollandi sýnir ótvírætt að svo er ekki. Vissulega hefur hlutfall þeirra sem fá dánaraðstoð hækkað síðan lögin tóku gildi 1. apríl 2002 en hlutfall þeirra lækna sem binda enda á líf sjúklings án samþykkis hans hefur lækkað á móti. Sumir hafa viljað meina að líknandi meðferð sé mun lakari í þeim löndum þar sem dánaraðstoð hefur verið leyfð, eins og t.d. Hollandi, Belgíu og Lúxemborg, og því kjósi margir að enda líf sitt. Þessi staðhæfing er fjarri sannleikanum og staðfestist í skýrslu um gæði líknandi meðferðar frá 2015 (The 2015 Quality of Death Index: Ranking palliative care accross the world). Í skýrslunni kemur fram að Holland og Belgía standa sig vel í veitingu líknandi meðferðar en Belgía er í fimmta sæti á heimsvísu og Holland í því áttunda. Ef bara Evrópulöndin eru skoðuð er Belgía í þriðja sæti og Holland í því fjórða. Oft er fullyrt að það séu engin takmörk fyrir því að hægt sé að veita fullnægjandi líknandi meðferð. Það þurfi því enginn að óttast að líða þjáningar á dánarbeðinum og dánaraðstoð sé því óþörf. Því miður er óskhyggja að halda að líknandi meðferð geti afmáð alla þjáningu. Það hverfur ekki öll þjáning þótt hægt sé að stilla flesta líkamlega verki. Oft er þetta einnig spurning um tilvistarlega eða andlega þjáningu vegna skertra og óásættanlegra lífsgæða. Margir tala í þessu samhengi um að vilja halda reisn sinni. Að lokum er því oft fleygt fram að Ísland sé of lítið land og að það væri erfitt að vera þekktur sem læknirinn sem deyðir sjúklinga. Sennilega hafa margir sagt það sama um fóstureyðingar sem voru leyfðar hér á landi árið 1935 en það kom þó ekki í veg fyrir að lög voru sett. Í tilefni af degi dánaraðstoðar opnar Lífsvirðing fyrir gátt á heimasíðunni www.lifsvirding.is þar sem hægt verður að senda inn reynslusögur. Hefur þú þurft að horfa upp á óbærilegar kvalir ástvinar og sannfærst um að gott væri að leyfa dánaraðstoð sem mannúðlegan valkost? Eða ertu sjálf/ur á þeim stað að vilja fá að deyja með reisn? Sendu okkur þá sögu þína, nafnlaust ef þú óskar þess. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ingrid Kuhlman Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í dag 2. nóvember 2017 er í annað sinn haldið upp á dag dánaraðstoðar víða um heim. Tilgangurinn er að hvetja til umræðu um þau mikilvægu mannréttindi að fá að hafa yfirráð yfir líkama sínum, lífi og dauða og eftir atvikum að fá aðstoð lækna við að deyja með reisn. Síðastliðinn janúar var stofnað félag um dánaraðstoð á Íslandi en markmið þess eru þríþætt: (1) að stuðla að opinni, uppbyggilegri og víðtækri umræðu um dánaraðstoð; (2) að vinna að því að samþykkt verði löggjöf um það að í vissum, vel skilgreindum aðstæðum, og að uppfylltum ströngum skilyrðum verði dánaraðstoð mannúðlegur valkostur fyrir þá sem kjósa að yfirlögðu ráði að deyja með reisn; og (3) að standa fyrir upplýsingagjöf, fundum og ráðstefnum um dánaraðstoð og vera í góðum tengslum við sambærileg félög erlendis. Í umræðunni má oft og tíðum heyra ýmsar fullyrðingar um dánaraðstoð, eins og til dæmis þá að umræðan um dánaraðstoð hafi aldrei verið hávær hér á landi. Dauðsjúkir og þeir sem eru fangar í eigin líkama eru því miður ekki líklegir til að vera hávær hagsmunahópur og því er líklegra að hærra heyrist í andstæðingum dánaraðstoðar en fylgjendum. Annað sem hefur verið haldið fram er að þegar dánaraðstoð verði leyfð verði farið að beita henni á víðtækari forsendum en ætlað var í upphafi. Læknar muni fara offari við beitingu dánaraðstoðar. Reynsla annarra landa eins og t.d. í Hollandi sýnir ótvírætt að svo er ekki. Vissulega hefur hlutfall þeirra sem fá dánaraðstoð hækkað síðan lögin tóku gildi 1. apríl 2002 en hlutfall þeirra lækna sem binda enda á líf sjúklings án samþykkis hans hefur lækkað á móti. Sumir hafa viljað meina að líknandi meðferð sé mun lakari í þeim löndum þar sem dánaraðstoð hefur verið leyfð, eins og t.d. Hollandi, Belgíu og Lúxemborg, og því kjósi margir að enda líf sitt. Þessi staðhæfing er fjarri sannleikanum og staðfestist í skýrslu um gæði líknandi meðferðar frá 2015 (The 2015 Quality of Death Index: Ranking palliative care accross the world). Í skýrslunni kemur fram að Holland og Belgía standa sig vel í veitingu líknandi meðferðar en Belgía er í fimmta sæti á heimsvísu og Holland í því áttunda. Ef bara Evrópulöndin eru skoðuð er Belgía í þriðja sæti og Holland í því fjórða. Oft er fullyrt að það séu engin takmörk fyrir því að hægt sé að veita fullnægjandi líknandi meðferð. Það þurfi því enginn að óttast að líða þjáningar á dánarbeðinum og dánaraðstoð sé því óþörf. Því miður er óskhyggja að halda að líknandi meðferð geti afmáð alla þjáningu. Það hverfur ekki öll þjáning þótt hægt sé að stilla flesta líkamlega verki. Oft er þetta einnig spurning um tilvistarlega eða andlega þjáningu vegna skertra og óásættanlegra lífsgæða. Margir tala í þessu samhengi um að vilja halda reisn sinni. Að lokum er því oft fleygt fram að Ísland sé of lítið land og að það væri erfitt að vera þekktur sem læknirinn sem deyðir sjúklinga. Sennilega hafa margir sagt það sama um fóstureyðingar sem voru leyfðar hér á landi árið 1935 en það kom þó ekki í veg fyrir að lög voru sett. Í tilefni af degi dánaraðstoðar opnar Lífsvirðing fyrir gátt á heimasíðunni www.lifsvirding.is þar sem hægt verður að senda inn reynslusögur. Hefur þú þurft að horfa upp á óbærilegar kvalir ástvinar og sannfærst um að gott væri að leyfa dánaraðstoð sem mannúðlegan valkost? Eða ertu sjálf/ur á þeim stað að vilja fá að deyja með reisn? Sendu okkur þá sögu þína, nafnlaust ef þú óskar þess. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun