Glamour

Dragdrottningin Hungry farðaði Björk fyrir nýjustu plötuna

Ritstjórn skrifar
Skjáskot/Instagram
Okkar allra besta Björk gaf það út í gær að ný plata er væntanleg seinna í mánuðinum og birti nýja mynd af sér á Instagram. Platan ber nafni Utopia.

Myndina fyrir plötuumslagið tók Tim Walker en það var ótrúleg förðun söngkonunnar sem vakti athygli okkar og eftir smá eftirgrennslan þá kemur í ljós að heiðurinn af því á dragdrottningin Hungry frá Berlín.  Förðunin sem hún gerir er hreinleika með ólíkindum og við erum ennþá að reyna að átta okkur á henni. 

Þetta eru svo sannarlega listaverk en þessi förðun minnir okkur á verk listakvennana Georgiu O´Keeffe og Judy Chicago. Hægt er sjá myndir af því hér fyrir neðan. 

Látum nokkrar myndir frá hennar Instagram reikningi fylgja með. Eitthvað fyrir förðunarspekinga að skoða nánar. 





Af sýningu Georgiu O´Keeffe.
Frá sýningu Judy Chicago, The Dinner Party, í The Brooklyn Museum.

milanomoment. #isshehungry

A post shared by Hungry (@isshehungry) on



×