Hæstiréttur Spánar hefur skipað Carles Puigdemont, fyrrverandi héraðsforseta, og þrettán fyrrverandi ráðherrum hans að mæta fyrir réttinn síðar í víkunni.
Þeim hefur einnig verið skipað að reiða fram rúmar sex milljónir evra sem tryggingu fyrir mögulegum skaðabótum sem þeim gæti verið gert að greiða í framtíðinni en Puigdemont og félagar hans hafa verið sökuð um uppreisn gegn spænska ríkinu, undirróðurstarfsemi og fjárdrátt.
Puigdemont og nokkrir ráðherra hans eru nú staddir í Belgíu og um tíma var talið að hann myndi sækja um hæli þar en sjálfur segir slíkt ekki standa til.
Spánarstjórn hefur nú tekið yfir stjórn Katalóníu eftir að meirihluti þingmanna í héraðsþinginu samþykkti að lýsa yfir sjálfstæði héraðsins. Spánarstjórn hefur vikið héraðsstjóninni og lögreglustjóra Katalóníu frá og boðað til nýrra kosninga til héraðsþings þann 21. desember næstkomandi. Þá hefur stjórnlagadómstóll Spánar ógilt sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóna.
