Faðir Sigmundar rýnir í stöðuna frá Flórída: Telur Framsókn þurfa á súpermanni að halda Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. nóvember 2017 06:00 Gunnlaugur Sigmundsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og faðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. „Við hjónin fórum glöð að sofa á laugardag,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, og faðir Sigmundar Davíðs, formanns Miðflokksins. Miðflokkurinn hlaut tæplega 11 prósent atkvæða og sjö þingmenn í nýafstöðnum alþingiskosningum, en flokkurinn hafði sléttan mánuð til þess að kynna kosningamál sín, áður en kjósendur gengu að kjörborðinu. „Við höfum verið á ferðalögum, langt í burtu og í takmörkuðu netsambandi í heilan mánuð núna, svo við höfum lítið getað fylgst með kosningabaráttunni sjálfri. Þannig að okkur þótti mest spennandi að komast á netið til þess að sjá skoðanakannanirnar. Fyrst um sinn hugsuðum við mikið um hvort flokkurinn næði öllum undirskriftum, á svo skömmum tíma, en þegar þær voru komnar vorum við viss um að hann næði allavega tíu prósenta fylgi,“ segir Gunnlaugur, sem var staddur á Flórída þegar Fréttablaðið náði tali af honum.Fagnað var á kosningavöku Miðflokksins.vísir/anton brink„Við náðum í Sigmund í fyrsta skipti í gær, af því að hann hringdi í mömmu sína, en þá var klukkan hálf tvö að nóttu að íslenskum tíma. Mamma hans þekkir hann svo vel og heyrði að hann var þreyttur, svo við sögðum honum bara að hvíla sig.“ Aðspurður um næstu skref segir Gunnlaugur að nú þurfi Miðflokkurinn að vinna að því að byggja sig upp um land allt. „Það er ærin vinna. Veikleiki nýrra flokka held ég að sé sá að þeir byggja sig ekki upp í kringum landið. Svo ég hugsa að það ætti að verða þeirra fyrsta verk.“ Þá segir hann erfitt að segja til um næstu ríkisstjórn, en telur farsælast, líkt og staðan sé nú, að Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur, Framsóknarflokkur og Flokkur fólksins myndi næstu stjórn. Jafnvel að Viðreisn verði tekin inn í stjórnarsamstarfið.Sigmundur Davíð á fundi forseta Íslands í fyrradag.Vísir/Anton Brink„Eru skoðanakannanir ekki að sýna að Miðflokkurinn hafi tekið fylgi sitt af Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki? Það er oft talað um að halda vinum sínum nálægt en óvinum sínum enn nær. Þannig að Sjálfstæðisflokkurinn þarf að passa að Miðflokkurinn narti ekki meira í hann frá miðjunni og Framsókn þarf auðvitað líka að passa upp á hann. Þannig að ég skýt á DMBF, hugsanlega með C líka. Þessir flokkar sem væru þarna fyrir utan eru ekki að keppa um sömu atkvæði og þeir sem eru þarna inni, og þó að það komi ekki öllum saman, þá er oft betra að halda óvininum nálægt heldur en að hafa hann hringspólandi einhvers staðar.“ Gunnlaugur tekur einnig fram að honum þyki sorglegt hvernig farið hafi fyrir hans gamla flokki, Framsókn „Annaðhvort verður hann að finna sinn súpermann eða súperkonu eða þetta fjarar út. Hann er ekki með það súperfólk núna sem getur bjargað flokknum.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Pabbi Sigmundar ósáttur: Einkavinir Jóhönnu og Steingríms kallaðir til sem sérfræðingar "Það kom ekkert fram í þessum þætti sem ekki er búið að svara milljón sinnum áður,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson. 4. apríl 2016 07:00 Faðir Sigmundar Davíðs: Guðni valdi tímasetningu sína til árása á formanninn vel Mikil ólga er innan Framsóknarflokksins vegna orða Guðna Ágústssonar. 13. september 2016 10:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
„Við hjónin fórum glöð að sofa á laugardag,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, og faðir Sigmundar Davíðs, formanns Miðflokksins. Miðflokkurinn hlaut tæplega 11 prósent atkvæða og sjö þingmenn í nýafstöðnum alþingiskosningum, en flokkurinn hafði sléttan mánuð til þess að kynna kosningamál sín, áður en kjósendur gengu að kjörborðinu. „Við höfum verið á ferðalögum, langt í burtu og í takmörkuðu netsambandi í heilan mánuð núna, svo við höfum lítið getað fylgst með kosningabaráttunni sjálfri. Þannig að okkur þótti mest spennandi að komast á netið til þess að sjá skoðanakannanirnar. Fyrst um sinn hugsuðum við mikið um hvort flokkurinn næði öllum undirskriftum, á svo skömmum tíma, en þegar þær voru komnar vorum við viss um að hann næði allavega tíu prósenta fylgi,“ segir Gunnlaugur, sem var staddur á Flórída þegar Fréttablaðið náði tali af honum.Fagnað var á kosningavöku Miðflokksins.vísir/anton brink„Við náðum í Sigmund í fyrsta skipti í gær, af því að hann hringdi í mömmu sína, en þá var klukkan hálf tvö að nóttu að íslenskum tíma. Mamma hans þekkir hann svo vel og heyrði að hann var þreyttur, svo við sögðum honum bara að hvíla sig.“ Aðspurður um næstu skref segir Gunnlaugur að nú þurfi Miðflokkurinn að vinna að því að byggja sig upp um land allt. „Það er ærin vinna. Veikleiki nýrra flokka held ég að sé sá að þeir byggja sig ekki upp í kringum landið. Svo ég hugsa að það ætti að verða þeirra fyrsta verk.“ Þá segir hann erfitt að segja til um næstu ríkisstjórn, en telur farsælast, líkt og staðan sé nú, að Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur, Framsóknarflokkur og Flokkur fólksins myndi næstu stjórn. Jafnvel að Viðreisn verði tekin inn í stjórnarsamstarfið.Sigmundur Davíð á fundi forseta Íslands í fyrradag.Vísir/Anton Brink„Eru skoðanakannanir ekki að sýna að Miðflokkurinn hafi tekið fylgi sitt af Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki? Það er oft talað um að halda vinum sínum nálægt en óvinum sínum enn nær. Þannig að Sjálfstæðisflokkurinn þarf að passa að Miðflokkurinn narti ekki meira í hann frá miðjunni og Framsókn þarf auðvitað líka að passa upp á hann. Þannig að ég skýt á DMBF, hugsanlega með C líka. Þessir flokkar sem væru þarna fyrir utan eru ekki að keppa um sömu atkvæði og þeir sem eru þarna inni, og þó að það komi ekki öllum saman, þá er oft betra að halda óvininum nálægt heldur en að hafa hann hringspólandi einhvers staðar.“ Gunnlaugur tekur einnig fram að honum þyki sorglegt hvernig farið hafi fyrir hans gamla flokki, Framsókn „Annaðhvort verður hann að finna sinn súpermann eða súperkonu eða þetta fjarar út. Hann er ekki með það súperfólk núna sem getur bjargað flokknum.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Pabbi Sigmundar ósáttur: Einkavinir Jóhönnu og Steingríms kallaðir til sem sérfræðingar "Það kom ekkert fram í þessum þætti sem ekki er búið að svara milljón sinnum áður,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson. 4. apríl 2016 07:00 Faðir Sigmundar Davíðs: Guðni valdi tímasetningu sína til árása á formanninn vel Mikil ólga er innan Framsóknarflokksins vegna orða Guðna Ágústssonar. 13. september 2016 10:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Pabbi Sigmundar ósáttur: Einkavinir Jóhönnu og Steingríms kallaðir til sem sérfræðingar "Það kom ekkert fram í þessum þætti sem ekki er búið að svara milljón sinnum áður,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson. 4. apríl 2016 07:00
Faðir Sigmundar Davíðs: Guðni valdi tímasetningu sína til árása á formanninn vel Mikil ólga er innan Framsóknarflokksins vegna orða Guðna Ágústssonar. 13. september 2016 10:30