Segir málið snúast um Demókrata Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. nóvember 2017 06:00 Donald Trump elskar hástafi. vísir/afp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að stærstu fréttir undanfarinna daga séu ekki þær að áhrifamenn úr framboði hans hafi verið ákærðir. Merkilegra sé að Tony Podesta, áhrifamaður innan Demókrataflokksins, sé að hætta hjá þrýstifyrirtæki sínu vegna rannsóknar Roberts Mueller, sérstaks saksóknara sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum og meintum tengslum Trump-liða við Rússa. Greint var frá því á mánudag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trumps, og viðskiptafélagi hans, Robert Gates, yrðu ákærðir meðal annars fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum. Þá var George Papadopoulos, ráðgjafi framboðsins, ákærður fyrir að hafa sagt alríkislögreglunni ósatt. Trump-liðar voru snöggir að sverja Papadopoulos af sér. „Fáir þekktu þennan unga, lágt setta sjálfboðaliða sem kallast George. Það hefur nú þegar komið í ljós að hann er lygari. Skoðið DEMÓKRATA,“ tísti forsetinn til að mynda. Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi forseta, sagði á mánudag að Papadopoulos hefði ekki verið neitt meira en sjálfboðaliði. CNN greinir frá því að sjálfboðaliðastaða hans sé ekki óvenjuleg og að margir áhrifamenn innan framboðsins hafi ekki fengið greitt fyrir vinnu sína. Þá skipti það engu máli fyrir rannsókn Muellers. Rannsóknin á Rússatengslunum og afskiptunum er umfangsmikil. Fulltrúar Facebook koma senn fyrir upplýsingamálanefnd öldungadeildar þingsins til að ræða notkun Rússa á Facebook í aðdraganda kosninganna. Í gögnum sem samfélagsmiðillinn birti í gær sést að 126 milljónir Bandaríkjamanna hafi séð færslur rússneskra málafylgjumanna á tímalínum sínum. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að stærstu fréttir undanfarinna daga séu ekki þær að áhrifamenn úr framboði hans hafi verið ákærðir. Merkilegra sé að Tony Podesta, áhrifamaður innan Demókrataflokksins, sé að hætta hjá þrýstifyrirtæki sínu vegna rannsóknar Roberts Mueller, sérstaks saksóknara sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum og meintum tengslum Trump-liða við Rússa. Greint var frá því á mánudag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trumps, og viðskiptafélagi hans, Robert Gates, yrðu ákærðir meðal annars fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum. Þá var George Papadopoulos, ráðgjafi framboðsins, ákærður fyrir að hafa sagt alríkislögreglunni ósatt. Trump-liðar voru snöggir að sverja Papadopoulos af sér. „Fáir þekktu þennan unga, lágt setta sjálfboðaliða sem kallast George. Það hefur nú þegar komið í ljós að hann er lygari. Skoðið DEMÓKRATA,“ tísti forsetinn til að mynda. Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi forseta, sagði á mánudag að Papadopoulos hefði ekki verið neitt meira en sjálfboðaliði. CNN greinir frá því að sjálfboðaliðastaða hans sé ekki óvenjuleg og að margir áhrifamenn innan framboðsins hafi ekki fengið greitt fyrir vinnu sína. Þá skipti það engu máli fyrir rannsókn Muellers. Rannsóknin á Rússatengslunum og afskiptunum er umfangsmikil. Fulltrúar Facebook koma senn fyrir upplýsingamálanefnd öldungadeildar þingsins til að ræða notkun Rússa á Facebook í aðdraganda kosninganna. Í gögnum sem samfélagsmiðillinn birti í gær sést að 126 milljónir Bandaríkjamanna hafi séð færslur rússneskra málafylgjumanna á tímalínum sínum.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45
Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00