Gæði, þægindi, kostnaður og aðgengi 1. nóvember 2017 07:00 Ég starfaði á vídeóleigu þegar kvikmyndir voru fyrst gefnar út á DVD diskum. Eigandinn hafði takmarkaða trú á þessari nýju tækni fyrst um sinn en það skipti litlu þegar upp var staðið, viðskiptavinirnir vildu DVD og fengu þá að lokum. Hver spóla eða diskur kostaði leigurnar umtalsverðar fjárhæðir, enda þurfti að texta þær á íslensku og merkja með tilheyrandi hætti þar sem óheimilt var að leigja út erlendar vörur. Einhverjir keyptu sér spólur erlendis og einstaka krakki fjölfaldaði myndir og þætti til sölu á Ircinu en umfangið var óverulegt. Að teknu tilliti til gæða, þæginda, kostnaðar og aðgengi var best að versla við vídeóleigurnar. Á svipuðum tíma og Íslendingar voru að venjast DVD diskum hóf lítið fyrirtæki, Netflix, að bjóða upp á áskriftarþjónustu vestanhafs þar sem diskar voru sendir heim með pósti og skilað sömu leið. Forsvarsmenn fyrirtækisins stungu upp á samstarfi við helsta samkeppnisaðilann, myndbandaleigurisann Blockbuster. Netflix myndi dreifa myndum í pósti í nafni Blockbuster og hinir síðarnefndu auglýstu Netflix fyrir viðskiptavinum sínum. Ekkert varð úr samstarfinu en um áratug síðar var Blockbuster gjaldþrota og Netflix farið að bjóða upp á streymi sjónvarpsefnis og kvikmynda á vefnum. Í dag eru vídeóleigur ekki til og tekjur Netflix orðnar helmingi hærri en þær voru mestar hjá Blockbuster. Þegar neytendur meta fyrrnefnd gæði, þægindi, kostnað og fyrirhöfn hefur Netflix haft vinninginn, rétt eins og Spotify á tónlistarsviðinu og Steam á tölvuleikjamarkaðnum. Raunar var því haldið fram í skýrslu bresku hugverkastofunnar (Intellectual property office) í fyrra að sterk tengsl væru á milli uppgangs streymisþjónusta á borð við Netflix og Spotify og mikils samdráttar í ólöglegu niðurhali. Svo virðist því sem neytendur hafi ekki endilega viljað nálgast efni með ólöglegum hætti, án alls kostnaðar, heldur hafi einfaldlega vantað þjónustu sem bauð upp á rétta blöndu gæða, þæginda, kostnaðar og aðgengis. Í áhugaverðri umfjöllun Fréttablaðsins nú í vikunni var þess getið að ólögleg dreifing íslensks sjónvarpsefnis á vefnum jafngilti yfir milljarði króna í töpuðum tekjum. Á svo litlum markaði er auðvitað ómögulegt að keppa við risa á borð við Netflix og Amazon Prime en þróunin virðist þó vera í rétta átt og vonandi verður áhugasömum brátt boðið upp á að kaupa einstaka seríur eða þætti á hagstæðu verði. Hinn mjög svo misgóði leikari Edward Norton kom með áhugaverðan punkt í nýlegu viðtali við bandaríska bankann Goldman Sachs. Hann sagði ástæðu þess að hugbúnaðarfyrirtæki hafi tekið yfir dreifingu tónlistar þá að tónlistargeirinn reyndi að berjast á móti niðurhalsforritum á borð við Napster í stað þess að tileinka sér tæknina. Sú þróun hafi vissulega komið nokkuð á óvart en Hollywood hafi í áratug séð í hvað stefndi. Netflix væri ekki til í dag hefðu kvikmyndaframleiðendur tileinkað sér og sótt fram í nýrri tækni í stað þess að leggja áherslu á að verja hefðbundna dreifingu í formi DVD diska. Það er ekki hægt að stöðva tæknilega framþróun. Við getum haft okkar skoðun á því hvort okkur þyki þróunin góð eða slæm en hún þeysist áfram hvort sem er. Netflix, Amazon og fleiri dreifingaraðilar hafa komið sér í yfirburðarstöðu og bera ábyrgð á að halda gæðunum í lagi. Við ættum því öll að hafa áhyggjur af 8 mynda samningi Netflix við Adam Sandler en hver veit nema Billy Madison 2 sé í vinnslu, þá sleppur þetta. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Ég starfaði á vídeóleigu þegar kvikmyndir voru fyrst gefnar út á DVD diskum. Eigandinn hafði takmarkaða trú á þessari nýju tækni fyrst um sinn en það skipti litlu þegar upp var staðið, viðskiptavinirnir vildu DVD og fengu þá að lokum. Hver spóla eða diskur kostaði leigurnar umtalsverðar fjárhæðir, enda þurfti að texta þær á íslensku og merkja með tilheyrandi hætti þar sem óheimilt var að leigja út erlendar vörur. Einhverjir keyptu sér spólur erlendis og einstaka krakki fjölfaldaði myndir og þætti til sölu á Ircinu en umfangið var óverulegt. Að teknu tilliti til gæða, þæginda, kostnaðar og aðgengi var best að versla við vídeóleigurnar. Á svipuðum tíma og Íslendingar voru að venjast DVD diskum hóf lítið fyrirtæki, Netflix, að bjóða upp á áskriftarþjónustu vestanhafs þar sem diskar voru sendir heim með pósti og skilað sömu leið. Forsvarsmenn fyrirtækisins stungu upp á samstarfi við helsta samkeppnisaðilann, myndbandaleigurisann Blockbuster. Netflix myndi dreifa myndum í pósti í nafni Blockbuster og hinir síðarnefndu auglýstu Netflix fyrir viðskiptavinum sínum. Ekkert varð úr samstarfinu en um áratug síðar var Blockbuster gjaldþrota og Netflix farið að bjóða upp á streymi sjónvarpsefnis og kvikmynda á vefnum. Í dag eru vídeóleigur ekki til og tekjur Netflix orðnar helmingi hærri en þær voru mestar hjá Blockbuster. Þegar neytendur meta fyrrnefnd gæði, þægindi, kostnað og fyrirhöfn hefur Netflix haft vinninginn, rétt eins og Spotify á tónlistarsviðinu og Steam á tölvuleikjamarkaðnum. Raunar var því haldið fram í skýrslu bresku hugverkastofunnar (Intellectual property office) í fyrra að sterk tengsl væru á milli uppgangs streymisþjónusta á borð við Netflix og Spotify og mikils samdráttar í ólöglegu niðurhali. Svo virðist því sem neytendur hafi ekki endilega viljað nálgast efni með ólöglegum hætti, án alls kostnaðar, heldur hafi einfaldlega vantað þjónustu sem bauð upp á rétta blöndu gæða, þæginda, kostnaðar og aðgengis. Í áhugaverðri umfjöllun Fréttablaðsins nú í vikunni var þess getið að ólögleg dreifing íslensks sjónvarpsefnis á vefnum jafngilti yfir milljarði króna í töpuðum tekjum. Á svo litlum markaði er auðvitað ómögulegt að keppa við risa á borð við Netflix og Amazon Prime en þróunin virðist þó vera í rétta átt og vonandi verður áhugasömum brátt boðið upp á að kaupa einstaka seríur eða þætti á hagstæðu verði. Hinn mjög svo misgóði leikari Edward Norton kom með áhugaverðan punkt í nýlegu viðtali við bandaríska bankann Goldman Sachs. Hann sagði ástæðu þess að hugbúnaðarfyrirtæki hafi tekið yfir dreifingu tónlistar þá að tónlistargeirinn reyndi að berjast á móti niðurhalsforritum á borð við Napster í stað þess að tileinka sér tæknina. Sú þróun hafi vissulega komið nokkuð á óvart en Hollywood hafi í áratug séð í hvað stefndi. Netflix væri ekki til í dag hefðu kvikmyndaframleiðendur tileinkað sér og sótt fram í nýrri tækni í stað þess að leggja áherslu á að verja hefðbundna dreifingu í formi DVD diska. Það er ekki hægt að stöðva tæknilega framþróun. Við getum haft okkar skoðun á því hvort okkur þyki þróunin góð eða slæm en hún þeysist áfram hvort sem er. Netflix, Amazon og fleiri dreifingaraðilar hafa komið sér í yfirburðarstöðu og bera ábyrgð á að halda gæðunum í lagi. Við ættum því öll að hafa áhyggjur af 8 mynda samningi Netflix við Adam Sandler en hver veit nema Billy Madison 2 sé í vinnslu, þá sleppur þetta. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun