Markaðsumhverfi erlendra markaða breytist þegar 2018 nálgast Birgir Haraldsson skrifar 1. nóvember 2017 07:00 Í kjölfarið á því að sýna eina kröftugustu efnahagslegu frammistöðu þróaðra landa á heimsvísu undanfarin ár þá opnaðist Ísland á nýjan leik á þessu ári gagnvart erlendum fjármálamörkuðum með afnámi fjármagnshafta. Á sama tíma og sú langþráða kerfisbreyting átti sér stað þá var alþjóðahagkerfið sjálft sem og fjármálamarkaðir víðsvegar um heiminn að sýna eina allra bestu frammistöðu síðari ára. Heimshlutabréfavísitalan hefur hækkað um 18 prósent á þessu ári og situr nú í sögulegum hæðum og hafa nýmarkaðsríki leitt þá þróun og hækkað um 30 prósent. Kröftugur heimshagvöxtur og viðráðanleg verðbólga hefur hjálpað til ásamt veikingu bandaríska dalsins, en fjármálamarkaðir nýmarkaðsríkja eru einkum viðkvæmir fyrir sveiflum þess mikilvæga gjaldmiðils. Nú þegar fyrsta (heila) „frjálsa“ árið er fram undan hjá íslenskum fjárfestum þegar kemur að erlendum fjármálamörkuðum í langan tíma, þá er vert að spyrja hvert sé útlitið fyrir komandi ár. Til að byrja með, þá þarf að hafa í huga að samhliða þessum hækkunum erlendra fjármálamarkaða þá hefur þátttaka fjárfesta aukist mikið þar sem fjármagnsflæði inn í bæði hlutabréf sem og skuldabréf fyrirtækja hefur verið mjög kröftugt síðustu 18 mánuði. Þetta sést með því að skoða vikulegar tölur um fjármagnsflæði ásamt niðurstöðum skoðanakannana á lausafjárstöðu fjárfesta, en margar slíkar kannanir sýna hana nú í sögulegu lágmarki. Með öðrum orðum, það er rýrt framboð á fúsum kaupendum þegar við nálgumst nýtt ár þar sem lítið er um lausafé innan alþjóðlegra eignasafna. Heimshagkerfið hefur að sönnu verið kraftmikið þetta árið en sú saga er að fullu verðlögð og hefur víða náð eyrum fjárfesta sem hafa stóraukið fjárfestingar sínar. Með þetta í huga, þá er vert að meðtaka tvo þætti sem gætu hið minnsta skapað mótvind fyrir erlenda markaði, þá sérstaklega innan nýmarkaðsríkja, og jafnvel talsverðan óróleika á komandi ári. Fyrir það fyrsta, þá er líklegt að verðbólga vaxi þó nokkuð í Bandaríkjunum á komandi ári og valdi brattari vaxtahækkunum en nú þegar er gert ráð fyrir og styrki þar með gengi bandaríska dalsins. Í ljósi þess hversu litla stöðu fjárfestar hafa í bandaríska gjaldmiðlinum í dag þá þarf ekki mikla breytingar á horfum um vexti og verðbólguvæntingar til að drífa áfram kröftuga styrkingu á dalnum eins og hefur byrjað að eiga sér stað síðustu vikur. Ef þetta reynist rétt þá eru fjármálamarkaðir nýmarkaðsríkja viðkvæmir fyrir komandi ári, bæði þar sem sterkari Bandaríkjadalur skapar sjálfkrafa pressu og í ljósi þeirra öflugu fjármagnsflutninga sem hafa átt sér stað til nýmarkaðsríkja þetta árið og aukið næmi þeirra fyrir slíkum gjaldeyrissveiflum. Ofan á þetta bætast við nýlegar hreyfingar á rauntíma hagvísum fyrir alþjóðahagkerfið sem eru farnir að gefa til kynna að hámark hagsveiflunnar sé ekki langt undan og gæti jafnvel fallið til á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Þessi þróun, sem sennilega má rekja til kínverska hagkerfisins, er enn á upphafsstigum, en þegar fjármálamarkaðir eru margir hverjir í hæstu hæðum á sama tíma og lausafé alþjóðafjárfesta er lítið þá þarf ekki miklar breytingar til hins verra á hagvaxtarvæntingum til að stöðva verðhækkanir og jafnvel drífa áfram verðlækkanir. Aftur eru það nýmarkaðsríkin sem eru viðkvæm fyrir þessum breytingum sem gætu átt sér stað á næsta ári þar sem næmi þeirra til alþjóðahagvaxtar er talsvert. Það er því útlit fyrir að á þessu fyrsta „frjálsa“ ári fyrir íslenska fjárfesta erlendis í langan tíma verði markaðsumhverfið nokkuð breytt frá því sem hefur verið þetta árið og enn meira krefjandi. Svigrúmið fyrir neikvæða hagþróun er ekki mikið í ljósi lítils lausafjár innan alþjóðlegra eignasafna og mun hitinn í kringum nýmarkaðsríkin á þessu ári líklegast kólna þó nokkuð: að reiða sig á sterka frammistöðu þessara markaða í dag sem leiðarvísi fyrir næsta ár gæti verið varasöm stefna. Höfundur rekur ráðgjafafyrirtækið Nightberg í New York.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskpiti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Haraldsson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Í kjölfarið á því að sýna eina kröftugustu efnahagslegu frammistöðu þróaðra landa á heimsvísu undanfarin ár þá opnaðist Ísland á nýjan leik á þessu ári gagnvart erlendum fjármálamörkuðum með afnámi fjármagnshafta. Á sama tíma og sú langþráða kerfisbreyting átti sér stað þá var alþjóðahagkerfið sjálft sem og fjármálamarkaðir víðsvegar um heiminn að sýna eina allra bestu frammistöðu síðari ára. Heimshlutabréfavísitalan hefur hækkað um 18 prósent á þessu ári og situr nú í sögulegum hæðum og hafa nýmarkaðsríki leitt þá þróun og hækkað um 30 prósent. Kröftugur heimshagvöxtur og viðráðanleg verðbólga hefur hjálpað til ásamt veikingu bandaríska dalsins, en fjármálamarkaðir nýmarkaðsríkja eru einkum viðkvæmir fyrir sveiflum þess mikilvæga gjaldmiðils. Nú þegar fyrsta (heila) „frjálsa“ árið er fram undan hjá íslenskum fjárfestum þegar kemur að erlendum fjármálamörkuðum í langan tíma, þá er vert að spyrja hvert sé útlitið fyrir komandi ár. Til að byrja með, þá þarf að hafa í huga að samhliða þessum hækkunum erlendra fjármálamarkaða þá hefur þátttaka fjárfesta aukist mikið þar sem fjármagnsflæði inn í bæði hlutabréf sem og skuldabréf fyrirtækja hefur verið mjög kröftugt síðustu 18 mánuði. Þetta sést með því að skoða vikulegar tölur um fjármagnsflæði ásamt niðurstöðum skoðanakannana á lausafjárstöðu fjárfesta, en margar slíkar kannanir sýna hana nú í sögulegu lágmarki. Með öðrum orðum, það er rýrt framboð á fúsum kaupendum þegar við nálgumst nýtt ár þar sem lítið er um lausafé innan alþjóðlegra eignasafna. Heimshagkerfið hefur að sönnu verið kraftmikið þetta árið en sú saga er að fullu verðlögð og hefur víða náð eyrum fjárfesta sem hafa stóraukið fjárfestingar sínar. Með þetta í huga, þá er vert að meðtaka tvo þætti sem gætu hið minnsta skapað mótvind fyrir erlenda markaði, þá sérstaklega innan nýmarkaðsríkja, og jafnvel talsverðan óróleika á komandi ári. Fyrir það fyrsta, þá er líklegt að verðbólga vaxi þó nokkuð í Bandaríkjunum á komandi ári og valdi brattari vaxtahækkunum en nú þegar er gert ráð fyrir og styrki þar með gengi bandaríska dalsins. Í ljósi þess hversu litla stöðu fjárfestar hafa í bandaríska gjaldmiðlinum í dag þá þarf ekki mikla breytingar á horfum um vexti og verðbólguvæntingar til að drífa áfram kröftuga styrkingu á dalnum eins og hefur byrjað að eiga sér stað síðustu vikur. Ef þetta reynist rétt þá eru fjármálamarkaðir nýmarkaðsríkja viðkvæmir fyrir komandi ári, bæði þar sem sterkari Bandaríkjadalur skapar sjálfkrafa pressu og í ljósi þeirra öflugu fjármagnsflutninga sem hafa átt sér stað til nýmarkaðsríkja þetta árið og aukið næmi þeirra fyrir slíkum gjaldeyrissveiflum. Ofan á þetta bætast við nýlegar hreyfingar á rauntíma hagvísum fyrir alþjóðahagkerfið sem eru farnir að gefa til kynna að hámark hagsveiflunnar sé ekki langt undan og gæti jafnvel fallið til á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Þessi þróun, sem sennilega má rekja til kínverska hagkerfisins, er enn á upphafsstigum, en þegar fjármálamarkaðir eru margir hverjir í hæstu hæðum á sama tíma og lausafé alþjóðafjárfesta er lítið þá þarf ekki miklar breytingar til hins verra á hagvaxtarvæntingum til að stöðva verðhækkanir og jafnvel drífa áfram verðlækkanir. Aftur eru það nýmarkaðsríkin sem eru viðkvæm fyrir þessum breytingum sem gætu átt sér stað á næsta ári þar sem næmi þeirra til alþjóðahagvaxtar er talsvert. Það er því útlit fyrir að á þessu fyrsta „frjálsa“ ári fyrir íslenska fjárfesta erlendis í langan tíma verði markaðsumhverfið nokkuð breytt frá því sem hefur verið þetta árið og enn meira krefjandi. Svigrúmið fyrir neikvæða hagþróun er ekki mikið í ljósi lítils lausafjár innan alþjóðlegra eignasafna og mun hitinn í kringum nýmarkaðsríkin á þessu ári líklegast kólna þó nokkuð: að reiða sig á sterka frammistöðu þessara markaða í dag sem leiðarvísi fyrir næsta ár gæti verið varasöm stefna. Höfundur rekur ráðgjafafyrirtækið Nightberg í New York.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskpiti og fjármál.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun