Þorsteinn segir mögulegt stjórnarmynstur hafa verið í bígerð frá því löngu fyrir kjördag Þórdís Valsdóttir skrifar 18. nóvember 2017 16:20 Þorsteinn Víglundsson segir að ríkisstjórn D, F og V verði "kyrrstöðustjórn“. Vísir/GVA „Ég held raunar þegar maður horfir á það hversu hratt þessar viðræður hafa gengið fram, hversu fljótt var skilið við hinar, að þetta stjórnarmynstur hafi verið miklu lengur í bígerð en raun ber vitni,“ sagði Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Þorsteinn segist telja að það stjórnarmynstur sem unnið er að núna hafi verið í bígerð frá því löngu fyrir kjördag. „Ég held það hafi í raun verið langt komið í tilraun við að mynda stjórn af þessu tagi þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var mynduð og ég held að það sé alveg ljóst að undirbúningur að þessu stjórnarsamstarfi hafi staðið miklu lengur en undanfarna viku eða tvær.“ Hann segir að bandalag Viðreisnar, Pírata og Samfylkingarinnar hafi viljað setja fram skýra valkosti fyrir Vinstri græna og Framsóknarflokkinn. „Helsta ástæðan fyrir því að uppúr slitnaði í fjórflokkaviðræðunum voru sagðar vera naumur meirihluti og við ákváðum þá að það væri skynsamlegt að sýna að það væri málefnaleg samstaða þessara þriggja flokka til viðræðna við Vinstri græn og Framsókn um myndun ríkisstjórnar sem væri þá með mjög traustan þingmeirihluta. Ef rétt var með farið að ekki hefði málefnalega mikið borið á milli þessara flokka.“ Flokkarnir þrír lýstu í síðustu viku yfir vilja til að mynda stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokki ef ekkert verður úr viðræðum Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins sem nú standa yfir.Kyrrstöðustjórn Þorsteinn er ekki bjartsýnn á velgengni þeirrar ríkisstjórnar sem mögulega verður. „Ég held að þetta verði kyrrstöðustjórn, það hljómar á einfaldan þátt þannig að það hafi strax verið tekin afstaða til þess að það yrðu engar skattabreytingar, þetta væri fyrst og fremst spurning um forgangsröðun útgjalda og í raun og veru öll meiriháttar ágreiningsefni sett til hliðar,“ segir Þorsteinn og bætir við að hann telji þetta ekki vera gott upplegg í ríkisstjórnarsamstarf. Hann segir stjórnmálin snúast um eitthvað annað og meira heldur en útgjaldastjórn ríkissjóðs. „Það er einhver hugmyndafræðilegur ágreiningur sem þarna ríkir á milli og það sem að vekur athygli í væntanlegu stjórnarsamstarfi þessara þriggja flokka er að það er ekki í raun og veru þessi sameining á hægri vinstri ás eða brúun sem er að eiga sér stað heldur miklu frekar mjög mikil hugmyndafræðileg samstaða ákveðinna þátta allra flokka sem snýr að mikilli íhaldssemi, í raun og veru afturhaldi ef það mætti orða það þannig.“ Þá segir hann að þetta sé varðstaða um óbreytt fyrirkomulag, ákveðna einangrunarhyggju. Hann segir að gagnvart ákveðnum þáttum flokkanna þriggja verði auðveldlega hægt að sameinast um ákveðna hugmyndafræði en stjórnin verði gríðarlega íhaldssöm. „Þarna erum við að sjá gríðarlega íhaldssama stjórn sem mun gera afskaplega lítið og verður sennilega sæmilegur friður um á meðan að vel árar í efnahagslífinu. En það eru æði mörg merki um það að sé að kólna hraðar en búist var við.“ Kosningar 2017 Víglínan Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Sjá meira
„Ég held raunar þegar maður horfir á það hversu hratt þessar viðræður hafa gengið fram, hversu fljótt var skilið við hinar, að þetta stjórnarmynstur hafi verið miklu lengur í bígerð en raun ber vitni,“ sagði Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Þorsteinn segist telja að það stjórnarmynstur sem unnið er að núna hafi verið í bígerð frá því löngu fyrir kjördag. „Ég held það hafi í raun verið langt komið í tilraun við að mynda stjórn af þessu tagi þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var mynduð og ég held að það sé alveg ljóst að undirbúningur að þessu stjórnarsamstarfi hafi staðið miklu lengur en undanfarna viku eða tvær.“ Hann segir að bandalag Viðreisnar, Pírata og Samfylkingarinnar hafi viljað setja fram skýra valkosti fyrir Vinstri græna og Framsóknarflokkinn. „Helsta ástæðan fyrir því að uppúr slitnaði í fjórflokkaviðræðunum voru sagðar vera naumur meirihluti og við ákváðum þá að það væri skynsamlegt að sýna að það væri málefnaleg samstaða þessara þriggja flokka til viðræðna við Vinstri græn og Framsókn um myndun ríkisstjórnar sem væri þá með mjög traustan þingmeirihluta. Ef rétt var með farið að ekki hefði málefnalega mikið borið á milli þessara flokka.“ Flokkarnir þrír lýstu í síðustu viku yfir vilja til að mynda stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokki ef ekkert verður úr viðræðum Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins sem nú standa yfir.Kyrrstöðustjórn Þorsteinn er ekki bjartsýnn á velgengni þeirrar ríkisstjórnar sem mögulega verður. „Ég held að þetta verði kyrrstöðustjórn, það hljómar á einfaldan þátt þannig að það hafi strax verið tekin afstaða til þess að það yrðu engar skattabreytingar, þetta væri fyrst og fremst spurning um forgangsröðun útgjalda og í raun og veru öll meiriháttar ágreiningsefni sett til hliðar,“ segir Þorsteinn og bætir við að hann telji þetta ekki vera gott upplegg í ríkisstjórnarsamstarf. Hann segir stjórnmálin snúast um eitthvað annað og meira heldur en útgjaldastjórn ríkissjóðs. „Það er einhver hugmyndafræðilegur ágreiningur sem þarna ríkir á milli og það sem að vekur athygli í væntanlegu stjórnarsamstarfi þessara þriggja flokka er að það er ekki í raun og veru þessi sameining á hægri vinstri ás eða brúun sem er að eiga sér stað heldur miklu frekar mjög mikil hugmyndafræðileg samstaða ákveðinna þátta allra flokka sem snýr að mikilli íhaldssemi, í raun og veru afturhaldi ef það mætti orða það þannig.“ Þá segir hann að þetta sé varðstaða um óbreytt fyrirkomulag, ákveðna einangrunarhyggju. Hann segir að gagnvart ákveðnum þáttum flokkanna þriggja verði auðveldlega hægt að sameinast um ákveðna hugmyndafræði en stjórnin verði gríðarlega íhaldssöm. „Þarna erum við að sjá gríðarlega íhaldssama stjórn sem mun gera afskaplega lítið og verður sennilega sæmilegur friður um á meðan að vel árar í efnahagslífinu. En það eru æði mörg merki um það að sé að kólna hraðar en búist var við.“
Kosningar 2017 Víglínan Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Sjá meira