Gerði aðventukrans í stíl við bílinn Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir skrifar 18. nóvember 2017 11:00 Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri í Blómavali að kanna hráefni í næsta aðventukrans. Visir/Antonbrink Aðventan er í huga margra rómantískur tími en jafnframt tími hefða. Fyrsta sunnudag í aðventu ber upp á sunnudaginn 3. desember, aðventan hefst því nokkuð seint í ár. Aðventukransagerð er að margra mati ómissandi hluti af tilverunni á þessum tíma og sumir hafa sterkar skoðanir á því hvernig kransinn eigi að líta út. Útlit þeirra er ekki óháð tískusveiflum frekar en annað. Á tímabili var í tísku að vera með könglakransa eða einungis kerti á bakka með einhverju skrautlegu í stíl en í huga margra er hinn hefðbundni grenikrans sá eini rétti – helst heimagerður.„Ég er enn að melta það hvernig krans ég geri í ár,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, en hann er einn þeirra sem halda fast í þá hefð að gera sinn eigin krans á aðventu. „Ég hef gert minn eigin krans frá því að ég flutti úr foreldrahúsum. Ég vil gera þetta eins og mamma gerði, ég vef hann sjálfur og nota þrjár gerðir af greinum og fjóra klasa af kúlum. Einfaldleikinn er ríkjandi hjá mér, sjaldnast eitthvert dúllerí, mamma var bara með greni en ég skreyti minn aðeins. Fyrir tveimur árum var ég með krans sem ég föndraði inni í bílskúr og svo áttaði ég mig á því þegar ég var búinn með hann að hann var í litasjetteringu við fjölskyldubílinn. Það var skemmtileg tilviljun en ég fór hefðbundnari leið í fyrra. Var með há hvít kerti og rauð ber en plaststjaka og það endaði ekki vel því á aðfangadag kviknaði í kransinum.“ Á hverju ári er varað við eldhættu þegar kertaskreytingar fylla stofur landsmanna, það er greinilega aldrei of varlega farið. „Ég fer praktísku leiðina í þetta sinn, held mig við eldhelda kramarhúsastjaka sem ég hef oft verið með áður og skipti út sprittkertum eftir þörfum.“ Margir eiga ljúfar æskuminningar um notalega fjölskyldustund þegar kveikt var á aðventukertunum. „Eftir að börnin mín urðu eldri er viðhöfnin minni, en þegar þau voru yngri var oft lesin einhver viðeigandi saga þegar kveikt var á kertinu.“ Föndur Jól Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Aðventan er í huga margra rómantískur tími en jafnframt tími hefða. Fyrsta sunnudag í aðventu ber upp á sunnudaginn 3. desember, aðventan hefst því nokkuð seint í ár. Aðventukransagerð er að margra mati ómissandi hluti af tilverunni á þessum tíma og sumir hafa sterkar skoðanir á því hvernig kransinn eigi að líta út. Útlit þeirra er ekki óháð tískusveiflum frekar en annað. Á tímabili var í tísku að vera með könglakransa eða einungis kerti á bakka með einhverju skrautlegu í stíl en í huga margra er hinn hefðbundni grenikrans sá eini rétti – helst heimagerður.„Ég er enn að melta það hvernig krans ég geri í ár,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, en hann er einn þeirra sem halda fast í þá hefð að gera sinn eigin krans á aðventu. „Ég hef gert minn eigin krans frá því að ég flutti úr foreldrahúsum. Ég vil gera þetta eins og mamma gerði, ég vef hann sjálfur og nota þrjár gerðir af greinum og fjóra klasa af kúlum. Einfaldleikinn er ríkjandi hjá mér, sjaldnast eitthvert dúllerí, mamma var bara með greni en ég skreyti minn aðeins. Fyrir tveimur árum var ég með krans sem ég föndraði inni í bílskúr og svo áttaði ég mig á því þegar ég var búinn með hann að hann var í litasjetteringu við fjölskyldubílinn. Það var skemmtileg tilviljun en ég fór hefðbundnari leið í fyrra. Var með há hvít kerti og rauð ber en plaststjaka og það endaði ekki vel því á aðfangadag kviknaði í kransinum.“ Á hverju ári er varað við eldhættu þegar kertaskreytingar fylla stofur landsmanna, það er greinilega aldrei of varlega farið. „Ég fer praktísku leiðina í þetta sinn, held mig við eldhelda kramarhúsastjaka sem ég hef oft verið með áður og skipti út sprittkertum eftir þörfum.“ Margir eiga ljúfar æskuminningar um notalega fjölskyldustund þegar kveikt var á aðventukertunum. „Eftir að börnin mín urðu eldri er viðhöfnin minni, en þegar þau voru yngri var oft lesin einhver viðeigandi saga þegar kveikt var á kertinu.“
Föndur Jól Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira