Á leið til Frakklands með lopapeysur á jólamarkað Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. nóvember 2017 11:15 Þuríður hefur prjónað frá því hún var krakki og er ein af stofnendum Handprjónasambandsins. Vísir/Eyþór Árnason Handprjónasambandið tekur nú í fyrsta sinn þátt í jólamarkaði í Strassborg í Frakklandi. „Ísland er vinsælt í Frakklandi eftir fótboltann í fyrrasumar og er heiðursgestur á stórum jólamarkaði sem verður opnaður 24. nóvember. Við erum búin að senda tvö bretti af lopapeysum og öðrum vörum og ég vona að við þurfum ekki að koma með allt heim aftur!“ segir Þuríður Einarsdóttir, formaður sambandsins og starfsmaður. Fyrr í þessum mánuði fagnaði Handprjónasambandið fertugsafmæli sínu í nýrri verslun að Borgartúni 31. Þá var gluggað í fundargerðir og blaðaúrklippur frá fyrstu árunum. Meðal þess sem þar kom fram var að um þúsund manns mættu á stofnfundinn sem haldinn var í Glæsibæ og mörg hundruð manns, aðallega konur gerðust félagar. „Það var stórt skref að sameina prjónafólk landsins en þótt samtökin ættu miklu fylgi að fagna í byrjun átti, held ég, enginn von á því að þau lifðu svona lengi,“ segir Þuríður. Hún kveðst hafa prjónað frá því hún var krakki og vera ein af stofnendum sambandsins. Segir áherslur þess frá byrjun hafa verið að félagar þess ættu vísan sölustað fyrir prjónavörur og fengju betur greitt fyrir þær en áður hefði tíðkast.Lifir enginn á því að prjóna lopapeysur „Ég ætla ekki fullyrða að draumurinn um góð vinnulaun hafi ræst, það lifir enginn af því að prjóna lopapeysur en hér eiga félagar víst að tekið er við vörum þeirra, ef þær standast gæðakröfur. Áður var ég kannski að prjóna fyrir einhvern aðila sem hafði beðið um svo og svo margar peysur í tilteknum útgáfum. Ég er fljót að prjóna og þegar ég skilaði af mér þá gat ég átt von á að heyra: „Við þurfum ekki peysur núna, það er fullt hjá okkur,“ og ég mátti sitja uppi með þessar flíkur í einhverja mánuði þar til aftur var þörf fyrir þær. Það er mun betri tilfinning að vinna fyrir eigið félag.“ Þuríður telur Handprjónasambandið eiga framtíð fyrir sér, svo lengi sem ferðamannastraumurinn varir. „Handprjónavaran í okkar verslunum er unnin af félagsfólki hér á landi. En við erum að keppa við peysur sem eru framleiddar í Kína og skreyta sig með íslenskum merkjum. Þær eru seldar í búðum hér og stjórnvöld á hverjum tíma hafa heykst á því að gera kröfu um upprunavottorð. Því höfum við ekkert opinbert merki sem sannar það að okkar peysur séu prjónaðar hér. Þar gildir annað um kjötvöru. Í kæliborðunum eigum við kröfu á að vita hvaðan kjötbitinn kemur sem við kaupum. Það er annað með fataframleiðsluna, hún er að stærstum hluta komin til landa þar sem fólk býr við ömurleg kjör.“Margir leggja upp úr að kaupa íslenskt Í Handprjónasambandinu eru líka vélprjónaðar vörur frá prjónastofum hér á landi eins og Glófa í Ármúlanum og Kitku sem er á Hvammstanga. En heldur Þuríður að ferðamenn og aðrir viðskiptavinir kunni að meta uppruna varanna sem vert er? „Já, margir leggja upp úr því að kaupa íslenskt og láta það oft ráða úrslitum. Leiðsögumenn eru líka meðvitaðir um gæði vörunnar hér og þeir vísa á okkur.“ Oft berast líka pantanir erlendis frá, að sögn Þuríðar. „Við erum með söluaðila í Japan og tvo í Þýskalandi sem panta reglulega.“ Þuríður er stödd í Borgartúninu þegar viðtalið fer fram. „Við vorum með verslun á Laugavegi 53 en bæði hækkaði leigan þar árlega, umfram alla samninga, og svo vantaði okkur betri vinnuaðstöðu og lagerpláss. Þegar þetta húsnæði kom upp í hendurnar á okkur stukkum við á það. Verslunin á Skólavörðustígnum er samt vinsælli enn þá hjá ferðamönnum, þrátt fyrir þrengslin.“ Föndur Jól Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira
Handprjónasambandið tekur nú í fyrsta sinn þátt í jólamarkaði í Strassborg í Frakklandi. „Ísland er vinsælt í Frakklandi eftir fótboltann í fyrrasumar og er heiðursgestur á stórum jólamarkaði sem verður opnaður 24. nóvember. Við erum búin að senda tvö bretti af lopapeysum og öðrum vörum og ég vona að við þurfum ekki að koma með allt heim aftur!“ segir Þuríður Einarsdóttir, formaður sambandsins og starfsmaður. Fyrr í þessum mánuði fagnaði Handprjónasambandið fertugsafmæli sínu í nýrri verslun að Borgartúni 31. Þá var gluggað í fundargerðir og blaðaúrklippur frá fyrstu árunum. Meðal þess sem þar kom fram var að um þúsund manns mættu á stofnfundinn sem haldinn var í Glæsibæ og mörg hundruð manns, aðallega konur gerðust félagar. „Það var stórt skref að sameina prjónafólk landsins en þótt samtökin ættu miklu fylgi að fagna í byrjun átti, held ég, enginn von á því að þau lifðu svona lengi,“ segir Þuríður. Hún kveðst hafa prjónað frá því hún var krakki og vera ein af stofnendum sambandsins. Segir áherslur þess frá byrjun hafa verið að félagar þess ættu vísan sölustað fyrir prjónavörur og fengju betur greitt fyrir þær en áður hefði tíðkast.Lifir enginn á því að prjóna lopapeysur „Ég ætla ekki fullyrða að draumurinn um góð vinnulaun hafi ræst, það lifir enginn af því að prjóna lopapeysur en hér eiga félagar víst að tekið er við vörum þeirra, ef þær standast gæðakröfur. Áður var ég kannski að prjóna fyrir einhvern aðila sem hafði beðið um svo og svo margar peysur í tilteknum útgáfum. Ég er fljót að prjóna og þegar ég skilaði af mér þá gat ég átt von á að heyra: „Við þurfum ekki peysur núna, það er fullt hjá okkur,“ og ég mátti sitja uppi með þessar flíkur í einhverja mánuði þar til aftur var þörf fyrir þær. Það er mun betri tilfinning að vinna fyrir eigið félag.“ Þuríður telur Handprjónasambandið eiga framtíð fyrir sér, svo lengi sem ferðamannastraumurinn varir. „Handprjónavaran í okkar verslunum er unnin af félagsfólki hér á landi. En við erum að keppa við peysur sem eru framleiddar í Kína og skreyta sig með íslenskum merkjum. Þær eru seldar í búðum hér og stjórnvöld á hverjum tíma hafa heykst á því að gera kröfu um upprunavottorð. Því höfum við ekkert opinbert merki sem sannar það að okkar peysur séu prjónaðar hér. Þar gildir annað um kjötvöru. Í kæliborðunum eigum við kröfu á að vita hvaðan kjötbitinn kemur sem við kaupum. Það er annað með fataframleiðsluna, hún er að stærstum hluta komin til landa þar sem fólk býr við ömurleg kjör.“Margir leggja upp úr að kaupa íslenskt Í Handprjónasambandinu eru líka vélprjónaðar vörur frá prjónastofum hér á landi eins og Glófa í Ármúlanum og Kitku sem er á Hvammstanga. En heldur Þuríður að ferðamenn og aðrir viðskiptavinir kunni að meta uppruna varanna sem vert er? „Já, margir leggja upp úr því að kaupa íslenskt og láta það oft ráða úrslitum. Leiðsögumenn eru líka meðvitaðir um gæði vörunnar hér og þeir vísa á okkur.“ Oft berast líka pantanir erlendis frá, að sögn Þuríðar. „Við erum með söluaðila í Japan og tvo í Þýskalandi sem panta reglulega.“ Þuríður er stödd í Borgartúninu þegar viðtalið fer fram. „Við vorum með verslun á Laugavegi 53 en bæði hækkaði leigan þar árlega, umfram alla samninga, og svo vantaði okkur betri vinnuaðstöðu og lagerpláss. Þegar þetta húsnæði kom upp í hendurnar á okkur stukkum við á það. Verslunin á Skólavörðustígnum er samt vinsælli enn þá hjá ferðamönnum, þrátt fyrir þrengslin.“
Föndur Jól Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira