Mannréttindadómstóll Evrópu kveður upp dóm í máli Geirs Haarde í næstu viku Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. nóvember 2017 18:13 Geir höfðaði mál gegn íslenska ríkinu eftir að Landsdómur kvað upp dóm sinn. Fréttablaðið/Vilhelm Mannréttindadómstóll Evrópu mun kveða upp dóm í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, gegn Íslenska ríkinu á fimmtudaginn í næstu viku. Geir var fundinn sekur um að brjóta 17. grein stjórnarskrárinnar fyrir að hafa ekki sett „mikilvæg stjórnarmálefni" með formlegum hætti á dagskrá ríkisstjórnarfunda eða „tekið þau upp" á þeim vettvangi. Hann var hins vegar ákærður í sex ákæruliðum og var ýmist sýknaður fyrir hina fimm eða þeim vísað frá dómi. Dómurinn var klofinn í afstöðu sinni, en sex dómarar skiluðu sératkvæði og töldu að sýkna ætti hann í öllum ákæruliðum. Níu voru hinsvegar á því að sakfella fyrir einn lið eins og áður sagði. Honum er ekki gerð refsing fyrir ákæruliðinn sem hann var sakfelldur fyrir Geir telur að íslenska ríkið hafi í málinu brotið gegn ákvæðum í Mannréttindasáttmála Evrópu er lúta að réttlátri málsmeðferð fyrir dómi. Í tilkynningu frá Mannréttindadómstólnum segir að dómur verði kveðinn upp í málinu þann 23. nóvember næstkomandi. Þar segir að kvörtun Geirs til dómstólsins hafi meðal annars snúið að því að ákvörðun Alþingis um að ákæra hann hafi verið á pólitískum grundvelli, að gallar hafi verið á undirbúningi málsins og að Landsdómur hafi ekki verið sjálfstæður og óháður. Hann segir einnig að sakfelling hans hafi verið byggð á óljósum lagaheimildum og að hann hafi með gjörðum sínum ekki getað fyrirséð að hann væri sekur um brot gegn 17. grein stjórnarskrárinnar. Landsdómur Tengdar fréttir Mannréttindadómstóll Evrópu tekur fyrir mál Geirs H. Haarde Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka fyrir mál Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, gegn íslenska ríkinu vegna Landsdómsmálsins. 26. nóvember 2013 13:43 Geir leitar til Mannréttindadómstólsins Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra hefur kært málsmeðferð í Landsdómsmálinu til Mannréttindómstóls Evrópu. Hann telur að íslenska ríkið hafi í málinu brotið gegn ákvæðum í Mannréttindasáttmála Evrópu er lúta að réttlátri málsmeðferð fyrir dómi. 21. október 2012 12:06 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu mun kveða upp dóm í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, gegn Íslenska ríkinu á fimmtudaginn í næstu viku. Geir var fundinn sekur um að brjóta 17. grein stjórnarskrárinnar fyrir að hafa ekki sett „mikilvæg stjórnarmálefni" með formlegum hætti á dagskrá ríkisstjórnarfunda eða „tekið þau upp" á þeim vettvangi. Hann var hins vegar ákærður í sex ákæruliðum og var ýmist sýknaður fyrir hina fimm eða þeim vísað frá dómi. Dómurinn var klofinn í afstöðu sinni, en sex dómarar skiluðu sératkvæði og töldu að sýkna ætti hann í öllum ákæruliðum. Níu voru hinsvegar á því að sakfella fyrir einn lið eins og áður sagði. Honum er ekki gerð refsing fyrir ákæruliðinn sem hann var sakfelldur fyrir Geir telur að íslenska ríkið hafi í málinu brotið gegn ákvæðum í Mannréttindasáttmála Evrópu er lúta að réttlátri málsmeðferð fyrir dómi. Í tilkynningu frá Mannréttindadómstólnum segir að dómur verði kveðinn upp í málinu þann 23. nóvember næstkomandi. Þar segir að kvörtun Geirs til dómstólsins hafi meðal annars snúið að því að ákvörðun Alþingis um að ákæra hann hafi verið á pólitískum grundvelli, að gallar hafi verið á undirbúningi málsins og að Landsdómur hafi ekki verið sjálfstæður og óháður. Hann segir einnig að sakfelling hans hafi verið byggð á óljósum lagaheimildum og að hann hafi með gjörðum sínum ekki getað fyrirséð að hann væri sekur um brot gegn 17. grein stjórnarskrárinnar.
Landsdómur Tengdar fréttir Mannréttindadómstóll Evrópu tekur fyrir mál Geirs H. Haarde Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka fyrir mál Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, gegn íslenska ríkinu vegna Landsdómsmálsins. 26. nóvember 2013 13:43 Geir leitar til Mannréttindadómstólsins Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra hefur kært málsmeðferð í Landsdómsmálinu til Mannréttindómstóls Evrópu. Hann telur að íslenska ríkið hafi í málinu brotið gegn ákvæðum í Mannréttindasáttmála Evrópu er lúta að réttlátri málsmeðferð fyrir dómi. 21. október 2012 12:06 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu tekur fyrir mál Geirs H. Haarde Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka fyrir mál Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, gegn íslenska ríkinu vegna Landsdómsmálsins. 26. nóvember 2013 13:43
Geir leitar til Mannréttindadómstólsins Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra hefur kært málsmeðferð í Landsdómsmálinu til Mannréttindómstóls Evrópu. Hann telur að íslenska ríkið hafi í málinu brotið gegn ákvæðum í Mannréttindasáttmála Evrópu er lúta að réttlátri málsmeðferð fyrir dómi. 21. október 2012 12:06