Sigmundur Davíð segir VG veita Sjálfstæðisflokknum uppreist æru Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. nóvember 2017 10:45 Formaður Miðflokksins segir mögulega ríkisstjórn VG, D og B vera viðbrögð við tapi flokkanna þriggja í kosningum. Vísir/Anton Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að með myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna sé síðastnefndi flokkurinn að veita fyrstnefnda flokknum uppreist æru. Hann segir hegðun Sjálfstæðisflokksins í viðræðunum óvenjulegaÞetta skrifar Sigmundur Davíð í pistli á vefsíðu Miðflokksins. Þar segir hann að honum finnist margt sérkennilegt við yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður sem staðið hafa yfir þessa vikuna. Segir hann að sumir flokksmenn flokkanna þriggja hafi róið að því öllum árum að koma á sambærilegri stjórn í stjórnarmyndunarviðræðum fyrir ári síðan, án árangurs. Þá blasi það við að „starfandi formenn flokkanna þriggja þurfa allir á því að halda að komast í ríkisstjórn til að halda velli, þ.e. komast hjá því að verða settir af eða deyja (pólitískt) úr leiðindum.“ Þá þykir honum undarlegt að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sé svo áhugasamur um að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum. „Formaður flokksins þráir nú að komast í ríkisstjórn með fólki sem hefur um langt skeið kallað hann glæpamann og öðrum verri nöfnum. Hann leitast við að koma til valda fólki sem gekk hart fram við að reyna að koma fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra í fangelsi, ásamt fjármálaráðherra flokksins,“ skrifar Sigmundur Davíð og vitnar þar til Landsdómsmálsins. Þá segir Sigmundur Davíð að full ástæða sé til þess að óska Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, til hamingju takist henni að mynda slíka ríkisstjórn, enda hafi hún þá beygt grasrót eigin flokks sem og Sjálfstæðisflokkinn á sama tíma. „Eftir allar hástemmdu yfirlýsingarnar um hið óstjórntæka íhald hefur Vg nú ákveðið að veita Sjálfstæðisflokknum uppreist æru. Af fréttum að dæma virðist Vg auk þess ætla að leyfa formanni Sjálfstæðisflokksins að verða ráðherra í ríkisstjórninni þrátt fyrir fyrri efasemdir þar um,“ skrifar Sigmundur Davíð og bætir við að raunar virðist Bjarni vera farþegi í stjórnarmyndunarviðræðunum. Telur Sigmundur að stjórnarmyndunarviðræður flokkanna þriggja séu afleiðing „grundvallarbreytinga í stjórnmálum hér á landi og víðar“. „Ríkisstjórn mynduð á grundvelli ímyndarstjórnmála verður alltaf ríkisstjórn byggð á hégóma frekar en stefnu, ríkisstjórn um stólana sem menn sitja í en ekki verkefnin sem þeir ætla að vinna að. Slík stjórn er byggð á nálægð við völd en ekki málefnum, hvort sem menn reyna að skýra það með frösum á borð við „breiða skírskotun” eða hreinskilni Bjarna Benediktssonar um „sterka stjórn óháða einstaka málefnum flokkanna“,“ skrifar Sigmundur Davíð sem telur þó líklegt að flokkarnir nái saman og muni mynda ríkisstjórn. Kosningar 2017 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að ofbeldisbrot gegn eldri borgurum séu yfir þúsund á ári Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að með myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna sé síðastnefndi flokkurinn að veita fyrstnefnda flokknum uppreist æru. Hann segir hegðun Sjálfstæðisflokksins í viðræðunum óvenjulegaÞetta skrifar Sigmundur Davíð í pistli á vefsíðu Miðflokksins. Þar segir hann að honum finnist margt sérkennilegt við yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður sem staðið hafa yfir þessa vikuna. Segir hann að sumir flokksmenn flokkanna þriggja hafi róið að því öllum árum að koma á sambærilegri stjórn í stjórnarmyndunarviðræðum fyrir ári síðan, án árangurs. Þá blasi það við að „starfandi formenn flokkanna þriggja þurfa allir á því að halda að komast í ríkisstjórn til að halda velli, þ.e. komast hjá því að verða settir af eða deyja (pólitískt) úr leiðindum.“ Þá þykir honum undarlegt að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sé svo áhugasamur um að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum. „Formaður flokksins þráir nú að komast í ríkisstjórn með fólki sem hefur um langt skeið kallað hann glæpamann og öðrum verri nöfnum. Hann leitast við að koma til valda fólki sem gekk hart fram við að reyna að koma fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra í fangelsi, ásamt fjármálaráðherra flokksins,“ skrifar Sigmundur Davíð og vitnar þar til Landsdómsmálsins. Þá segir Sigmundur Davíð að full ástæða sé til þess að óska Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, til hamingju takist henni að mynda slíka ríkisstjórn, enda hafi hún þá beygt grasrót eigin flokks sem og Sjálfstæðisflokkinn á sama tíma. „Eftir allar hástemmdu yfirlýsingarnar um hið óstjórntæka íhald hefur Vg nú ákveðið að veita Sjálfstæðisflokknum uppreist æru. Af fréttum að dæma virðist Vg auk þess ætla að leyfa formanni Sjálfstæðisflokksins að verða ráðherra í ríkisstjórninni þrátt fyrir fyrri efasemdir þar um,“ skrifar Sigmundur Davíð og bætir við að raunar virðist Bjarni vera farþegi í stjórnarmyndunarviðræðunum. Telur Sigmundur að stjórnarmyndunarviðræður flokkanna þriggja séu afleiðing „grundvallarbreytinga í stjórnmálum hér á landi og víðar“. „Ríkisstjórn mynduð á grundvelli ímyndarstjórnmála verður alltaf ríkisstjórn byggð á hégóma frekar en stefnu, ríkisstjórn um stólana sem menn sitja í en ekki verkefnin sem þeir ætla að vinna að. Slík stjórn er byggð á nálægð við völd en ekki málefnum, hvort sem menn reyna að skýra það með frösum á borð við „breiða skírskotun” eða hreinskilni Bjarna Benediktssonar um „sterka stjórn óháða einstaka málefnum flokkanna“,“ skrifar Sigmundur Davíð sem telur þó líklegt að flokkarnir nái saman og muni mynda ríkisstjórn.
Kosningar 2017 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að ofbeldisbrot gegn eldri borgurum séu yfir þúsund á ári Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Sjá meira