Viðar: Leikmenn halda að þeir séu svaka kóngar með flotta hárgreiðslu Gunnar Gunnarsson skrifar 16. nóvember 2017 22:00 Viðar er reiður við sína menn. vísir/eyþór Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var æfur eftir 66-92 ósigur liðsins gegn Keflavík í Domino‘s deild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Nýliðarnir gerðu sig aldrei líklega til að eiga möguleika í gestina. „Það er gjörsamlega óþolandi þegar við förum út úr því sem við ætlum að gera og í eitthvert einstaklingsrugl. Það er sama hvað við æfum, tölum um að spila skipulegan leik og vinna eftir okkar reglum, menn finna alltaf leiðir til að fara að gera eitthvað sem einstaklingar. Þar skiptir engu hvort þeir byrja eða koma inn af bekknum og það er það sem skaðar okkur duglega.“ Liðið nær sem sagt ekki saman? „Menn reyna ekki einu sinni. Þeir ætla bara að fara að sigra heiminn. Þeir halda að þeir séu flottir með flotta hárgreiðslu og einhverjir svaka kóngar. Þannig virkar þetta ekki. Ég kalla eftir því hjá mínum mönnum að vinna eftir því sem við vinnum með dags daglega en koma ekki í leiki og fara að hugsa um rassgatið á sjálfum sér. Það er gjörsamlega óþolandi.“ Hvað sagðirðu við liðið inni í klefa eftir leik? „Þetta“ Hvernig brást það við? „Ég vona að þetta kveiki aðeins í mönnum, að þeir hugsi sinn gang. Við munum spila leikmönnum sem geta farið eftir því sem við vinnum með. Þetta tengist ekki allt einhverjum hæfileikum í körfubolta. Þetta snýst um aga og skipulag og vilja vinna fyrir Hött Egilsstöðum, ekki bara hugsa um sjálfa sig og hvað þeir eru flottir – eða ekki flottir eins og hér í kvöld!“ Hvernig lögðuð þið leikinn upp? „Við ætluðum að vera agaðir og skipulagðir, hreyfa boltann vel í sókninni, tengja þar saman möguleika og fara djúpt í skotklukkuna ef þess þyrfti. Oft hnoðuðum við loftið úr boltanum með drippli og förum síðan í einhverjar einstaklingsaðgerðir. Þegar Keflavík kemst á flug erum við fljótir að missa einbeitinguna. Ef við gerum ein mistök ætlum við að bæta svo svakalega fyrir þau í stað þess að vera agaðir og vinna eftir því sem við ætlum að gera. Við erum snöggir að fara út úr skipulaginu og reyna að sigra heiminn. Ég er mest ósáttur við þessa „glory hutning“ takta sem ansi margir sýna. Liðið er búið að tapa sjö deildarleikjum í röð, er það farið að leggjast á sálina? „Það lítur þannig út meðan menn hitta ekki af vítalínunni og hika á skotum. Það kemur því hins vegar ekkert við að við spiluðum óagaðan leik og förum ekki eftir því sem lagt er upp með. Ef menn vilja vera einhvers staðar annars staðar og gera eitthvað annað er þeim það guðvelkomið. Við þurfum gæja sem eru tilbúnir að standa saman og vinna okkur upp úr holunni.“ Hvað næst, hvernig komist þið upp úr holunni? „Með því að vinna áfram með þessi grunnatriði sem við höfum gert, lengja góðu kaflana og stytta þá slæmu. Við þurfum að hætta þessu einstaklingsbulli og sýna meira skipulag og aga. Ég veit að ef það kemur þá kemur sigurleikurinn. Við getum ekki leyft okkur að þykjast til helminga vera liðsspilarar og vera svo að hugsa bara um rassgatið á sjálfum okkur. Það er ekki boðlegt!“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Keflavík 66-92 | Höttur enn stigalaus Bið Hattarmanna eftir fyrsta sigrinum í Dominos-deild karla lengist enn þar sem liðið steinlá á heimavelli gegn Keflavík í kvöld. 16. nóvember 2017 21:30 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var æfur eftir 66-92 ósigur liðsins gegn Keflavík í Domino‘s deild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Nýliðarnir gerðu sig aldrei líklega til að eiga möguleika í gestina. „Það er gjörsamlega óþolandi þegar við förum út úr því sem við ætlum að gera og í eitthvert einstaklingsrugl. Það er sama hvað við æfum, tölum um að spila skipulegan leik og vinna eftir okkar reglum, menn finna alltaf leiðir til að fara að gera eitthvað sem einstaklingar. Þar skiptir engu hvort þeir byrja eða koma inn af bekknum og það er það sem skaðar okkur duglega.“ Liðið nær sem sagt ekki saman? „Menn reyna ekki einu sinni. Þeir ætla bara að fara að sigra heiminn. Þeir halda að þeir séu flottir með flotta hárgreiðslu og einhverjir svaka kóngar. Þannig virkar þetta ekki. Ég kalla eftir því hjá mínum mönnum að vinna eftir því sem við vinnum með dags daglega en koma ekki í leiki og fara að hugsa um rassgatið á sjálfum sér. Það er gjörsamlega óþolandi.“ Hvað sagðirðu við liðið inni í klefa eftir leik? „Þetta“ Hvernig brást það við? „Ég vona að þetta kveiki aðeins í mönnum, að þeir hugsi sinn gang. Við munum spila leikmönnum sem geta farið eftir því sem við vinnum með. Þetta tengist ekki allt einhverjum hæfileikum í körfubolta. Þetta snýst um aga og skipulag og vilja vinna fyrir Hött Egilsstöðum, ekki bara hugsa um sjálfa sig og hvað þeir eru flottir – eða ekki flottir eins og hér í kvöld!“ Hvernig lögðuð þið leikinn upp? „Við ætluðum að vera agaðir og skipulagðir, hreyfa boltann vel í sókninni, tengja þar saman möguleika og fara djúpt í skotklukkuna ef þess þyrfti. Oft hnoðuðum við loftið úr boltanum með drippli og förum síðan í einhverjar einstaklingsaðgerðir. Þegar Keflavík kemst á flug erum við fljótir að missa einbeitinguna. Ef við gerum ein mistök ætlum við að bæta svo svakalega fyrir þau í stað þess að vera agaðir og vinna eftir því sem við ætlum að gera. Við erum snöggir að fara út úr skipulaginu og reyna að sigra heiminn. Ég er mest ósáttur við þessa „glory hutning“ takta sem ansi margir sýna. Liðið er búið að tapa sjö deildarleikjum í röð, er það farið að leggjast á sálina? „Það lítur þannig út meðan menn hitta ekki af vítalínunni og hika á skotum. Það kemur því hins vegar ekkert við að við spiluðum óagaðan leik og förum ekki eftir því sem lagt er upp með. Ef menn vilja vera einhvers staðar annars staðar og gera eitthvað annað er þeim það guðvelkomið. Við þurfum gæja sem eru tilbúnir að standa saman og vinna okkur upp úr holunni.“ Hvað næst, hvernig komist þið upp úr holunni? „Með því að vinna áfram með þessi grunnatriði sem við höfum gert, lengja góðu kaflana og stytta þá slæmu. Við þurfum að hætta þessu einstaklingsbulli og sýna meira skipulag og aga. Ég veit að ef það kemur þá kemur sigurleikurinn. Við getum ekki leyft okkur að þykjast til helminga vera liðsspilarar og vera svo að hugsa bara um rassgatið á sjálfum okkur. Það er ekki boðlegt!“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Keflavík 66-92 | Höttur enn stigalaus Bið Hattarmanna eftir fyrsta sigrinum í Dominos-deild karla lengist enn þar sem liðið steinlá á heimavelli gegn Keflavík í kvöld. 16. nóvember 2017 21:30 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Keflavík 66-92 | Höttur enn stigalaus Bið Hattarmanna eftir fyrsta sigrinum í Dominos-deild karla lengist enn þar sem liðið steinlá á heimavelli gegn Keflavík í kvöld. 16. nóvember 2017 21:30
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn