Leiðtogar flokkanna ræða skattalækkanir Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. nóvember 2017 07:00 Katrín Jakobsdóttir mætti glaðbeitt til fundar í Ráðherrabústaðinn í gær. Vísir/eyþór Lækkun tekjuskatts er mjög til umræðu sem einn þáttur í aðkomu ríkisins að kjaraviðræðum, í stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er helst rætt um lækkun skatthlutfalls einstaklinga í lægra þrepi tekjuskatts, en hækkun persónuafsláttar hefur einnig verið haldið á lofti í viðræðunum sem vænlegri kosti. Til mótvægis við þessar aðgerðir er stefnt að því að auka skattheimtu af fjármagnstekjum annaðhvort með því að hækka skattprósentu fjármagnstekjuskatts, en skatturinn er 20 prósent, eða gera annars konar breytingar á innheimtu skattsins svo sem með útvíkkun skattstofnsins. Þá herma heimildir blaðsins að stefnt sé að því að ríkið hlaupi undir bagga með fyrirtækjum sem standa þurfa undir launahækkunum, með lækkun tryggingagjalds. Umbætur í velferðarmálum sem einnig tengjast kjaramálunum eru til umræðu; meðal annars útvíkkun fæðingarorlofs. Breytingar á tekjuskatti á fyrirtæki eru hins vegar ekki til umræðu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ekki liggur enn fyrir hvort baráttumál Vinstri grænna um kolefnishlutleysi skili sér að fullu í málefnasamning flokkanna en flokkurinn lagði mikla áherslu á loftslagsmálin í aðdraganda kosninga. Markmið VG í loftslagsmálum eru nokkuð djörf og ganga lengra en Parísarsamkomulagið, en samkvæmt heimildum blaðsins hefur Katrín lagt þunga áherslu á málið í viðræðum flokkanna. Réttarstaða þolenda í kynferðisbrotamálum og stuðningur við þá fær einnig sinn stað í stjórnarsáttmálanum, verði af samstarfi flokkanna, og verður lögð áhersla á að tryggja aðstoð fyrir þá um allt land. Ekki er einhugur í flokkunum um hve mörg ráðuneytin eigi að vera. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur komið til tals að skipta fjármálaráðuneytinu í tvö ráðuneyti, enda ráðuneytið mjög þungt með öll ríkisfjármál og málefni banka og fjármálafyrirtækja að auki. Viðmælendur Fréttablaðsins úr Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki segja verkefni ráðuneytisins á næstu misserum afar viðfangsmikil, bæði vegna kjaraviðræðna og nauðsynlegra breytinga á fjármálakerfinu sem ráðast þurfi í. Vinstri græn hafa hins vegar ekki tekið undir þessa breytingu á ráðuneytaskipan, nema síður sé. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að embættismenn í fjármálaráðuneytinu séu mótfallnir uppskiptingu þess. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Lækkun tekjuskatts er mjög til umræðu sem einn þáttur í aðkomu ríkisins að kjaraviðræðum, í stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er helst rætt um lækkun skatthlutfalls einstaklinga í lægra þrepi tekjuskatts, en hækkun persónuafsláttar hefur einnig verið haldið á lofti í viðræðunum sem vænlegri kosti. Til mótvægis við þessar aðgerðir er stefnt að því að auka skattheimtu af fjármagnstekjum annaðhvort með því að hækka skattprósentu fjármagnstekjuskatts, en skatturinn er 20 prósent, eða gera annars konar breytingar á innheimtu skattsins svo sem með útvíkkun skattstofnsins. Þá herma heimildir blaðsins að stefnt sé að því að ríkið hlaupi undir bagga með fyrirtækjum sem standa þurfa undir launahækkunum, með lækkun tryggingagjalds. Umbætur í velferðarmálum sem einnig tengjast kjaramálunum eru til umræðu; meðal annars útvíkkun fæðingarorlofs. Breytingar á tekjuskatti á fyrirtæki eru hins vegar ekki til umræðu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ekki liggur enn fyrir hvort baráttumál Vinstri grænna um kolefnishlutleysi skili sér að fullu í málefnasamning flokkanna en flokkurinn lagði mikla áherslu á loftslagsmálin í aðdraganda kosninga. Markmið VG í loftslagsmálum eru nokkuð djörf og ganga lengra en Parísarsamkomulagið, en samkvæmt heimildum blaðsins hefur Katrín lagt þunga áherslu á málið í viðræðum flokkanna. Réttarstaða þolenda í kynferðisbrotamálum og stuðningur við þá fær einnig sinn stað í stjórnarsáttmálanum, verði af samstarfi flokkanna, og verður lögð áhersla á að tryggja aðstoð fyrir þá um allt land. Ekki er einhugur í flokkunum um hve mörg ráðuneytin eigi að vera. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur komið til tals að skipta fjármálaráðuneytinu í tvö ráðuneyti, enda ráðuneytið mjög þungt með öll ríkisfjármál og málefni banka og fjármálafyrirtækja að auki. Viðmælendur Fréttablaðsins úr Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki segja verkefni ráðuneytisins á næstu misserum afar viðfangsmikil, bæði vegna kjaraviðræðna og nauðsynlegra breytinga á fjármálakerfinu sem ráðast þurfi í. Vinstri græn hafa hins vegar ekki tekið undir þessa breytingu á ráðuneytaskipan, nema síður sé. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að embættismenn í fjármálaráðuneytinu séu mótfallnir uppskiptingu þess.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira