Leiðtogar flokkanna ræða skattalækkanir Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. nóvember 2017 07:00 Katrín Jakobsdóttir mætti glaðbeitt til fundar í Ráðherrabústaðinn í gær. Vísir/eyþór Lækkun tekjuskatts er mjög til umræðu sem einn þáttur í aðkomu ríkisins að kjaraviðræðum, í stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er helst rætt um lækkun skatthlutfalls einstaklinga í lægra þrepi tekjuskatts, en hækkun persónuafsláttar hefur einnig verið haldið á lofti í viðræðunum sem vænlegri kosti. Til mótvægis við þessar aðgerðir er stefnt að því að auka skattheimtu af fjármagnstekjum annaðhvort með því að hækka skattprósentu fjármagnstekjuskatts, en skatturinn er 20 prósent, eða gera annars konar breytingar á innheimtu skattsins svo sem með útvíkkun skattstofnsins. Þá herma heimildir blaðsins að stefnt sé að því að ríkið hlaupi undir bagga með fyrirtækjum sem standa þurfa undir launahækkunum, með lækkun tryggingagjalds. Umbætur í velferðarmálum sem einnig tengjast kjaramálunum eru til umræðu; meðal annars útvíkkun fæðingarorlofs. Breytingar á tekjuskatti á fyrirtæki eru hins vegar ekki til umræðu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ekki liggur enn fyrir hvort baráttumál Vinstri grænna um kolefnishlutleysi skili sér að fullu í málefnasamning flokkanna en flokkurinn lagði mikla áherslu á loftslagsmálin í aðdraganda kosninga. Markmið VG í loftslagsmálum eru nokkuð djörf og ganga lengra en Parísarsamkomulagið, en samkvæmt heimildum blaðsins hefur Katrín lagt þunga áherslu á málið í viðræðum flokkanna. Réttarstaða þolenda í kynferðisbrotamálum og stuðningur við þá fær einnig sinn stað í stjórnarsáttmálanum, verði af samstarfi flokkanna, og verður lögð áhersla á að tryggja aðstoð fyrir þá um allt land. Ekki er einhugur í flokkunum um hve mörg ráðuneytin eigi að vera. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur komið til tals að skipta fjármálaráðuneytinu í tvö ráðuneyti, enda ráðuneytið mjög þungt með öll ríkisfjármál og málefni banka og fjármálafyrirtækja að auki. Viðmælendur Fréttablaðsins úr Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki segja verkefni ráðuneytisins á næstu misserum afar viðfangsmikil, bæði vegna kjaraviðræðna og nauðsynlegra breytinga á fjármálakerfinu sem ráðast þurfi í. Vinstri græn hafa hins vegar ekki tekið undir þessa breytingu á ráðuneytaskipan, nema síður sé. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að embættismenn í fjármálaráðuneytinu séu mótfallnir uppskiptingu þess. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Lækkun tekjuskatts er mjög til umræðu sem einn þáttur í aðkomu ríkisins að kjaraviðræðum, í stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er helst rætt um lækkun skatthlutfalls einstaklinga í lægra þrepi tekjuskatts, en hækkun persónuafsláttar hefur einnig verið haldið á lofti í viðræðunum sem vænlegri kosti. Til mótvægis við þessar aðgerðir er stefnt að því að auka skattheimtu af fjármagnstekjum annaðhvort með því að hækka skattprósentu fjármagnstekjuskatts, en skatturinn er 20 prósent, eða gera annars konar breytingar á innheimtu skattsins svo sem með útvíkkun skattstofnsins. Þá herma heimildir blaðsins að stefnt sé að því að ríkið hlaupi undir bagga með fyrirtækjum sem standa þurfa undir launahækkunum, með lækkun tryggingagjalds. Umbætur í velferðarmálum sem einnig tengjast kjaramálunum eru til umræðu; meðal annars útvíkkun fæðingarorlofs. Breytingar á tekjuskatti á fyrirtæki eru hins vegar ekki til umræðu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ekki liggur enn fyrir hvort baráttumál Vinstri grænna um kolefnishlutleysi skili sér að fullu í málefnasamning flokkanna en flokkurinn lagði mikla áherslu á loftslagsmálin í aðdraganda kosninga. Markmið VG í loftslagsmálum eru nokkuð djörf og ganga lengra en Parísarsamkomulagið, en samkvæmt heimildum blaðsins hefur Katrín lagt þunga áherslu á málið í viðræðum flokkanna. Réttarstaða þolenda í kynferðisbrotamálum og stuðningur við þá fær einnig sinn stað í stjórnarsáttmálanum, verði af samstarfi flokkanna, og verður lögð áhersla á að tryggja aðstoð fyrir þá um allt land. Ekki er einhugur í flokkunum um hve mörg ráðuneytin eigi að vera. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur komið til tals að skipta fjármálaráðuneytinu í tvö ráðuneyti, enda ráðuneytið mjög þungt með öll ríkisfjármál og málefni banka og fjármálafyrirtækja að auki. Viðmælendur Fréttablaðsins úr Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki segja verkefni ráðuneytisins á næstu misserum afar viðfangsmikil, bæði vegna kjaraviðræðna og nauðsynlegra breytinga á fjármálakerfinu sem ráðast þurfi í. Vinstri græn hafa hins vegar ekki tekið undir þessa breytingu á ráðuneytaskipan, nema síður sé. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að embættismenn í fjármálaráðuneytinu séu mótfallnir uppskiptingu þess.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira