Þurfum að horfa til framtíðar Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. nóvember 2017 06:30 Viðar Örn Hafsteinsson. vísir/anton „Þetta mun gera landsbyggðarliðunum betur kleift að vera samkeppnishæf. Sama hvað hver segir er oft erfitt fyrir þau að styrkja sig,“ segir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Domino’s-deildar liðs Hattar frá Egilsstöðum, um væntanlegu reglubreytinguna fyrir næstu leiktíð sem felur það í sér að íslensku liðin mega sækja sér eins marga „Bosman“-leikmenn (Evrópumenn) og þau vilja. Vegna dóms ESA þarf Domino’s-deildin nú að víkja frá 4+1 reglunni sem hefur gefið mörgum íslenskum leikmönnum stór tækifæri í deildinni en deilt hefur verið um hvort deildin sé nógu sterk án fleiri erlendra leikmanna. Ljóst er að þetta mun gera mikið fyrir lið á landsbyggðinni með ríka körfuboltahefð eins og Hött, Vestra á Ísafirði og Snæfell í Stykkishólmi svo dæmi séu tekin. Vestri var síðast í efstu deild fyrir fjórum árum, Höttur er nýliði í efstu deild og Snæfell féll síðasta vor.Gæti hjálpað til að fá íslenska „Hingað til hefur maður ekkert getað valið bara hvaða leikmann maður fær. Ég fæ mér ekki bara miðherja ef mig vantar miðherja. Ég þarf meira og minna bara að taka það sem býðst. Þetta mun breyta því hvernig félögin á landsbyggðinni sérstaklega geta byggt upp sín lið. Við höfum alltaf talað fyrir því að hafa þetta svona opið. Það eru miklar hömlur á 4+1 og ef þetta er ólöglegt verður að breyta þessu,“ segir Viðar Örn sem sér annan ljósan punkt í þessu fyrir liðin úti á landi sem eiga erfitt með að plata borgarbörnin í ævintýrin á landsbyggðinni. „Það er engin spurning um að þetta mun hjálpa körfuboltaplássunum úti á landi og mun skipta miklu máli. Svo er annað í þessu. Ef liðin á höfuðborgarsvæðinu fara að hrúga inn erlendum leikmönnum og fara að setja góða íslenska leikmenn aftar í röðina þá gæti það kannski ýtt þeim frekar út á land,“ segir Viðar. „Það skiptir okkur engu máli hvort leikmaðurinn er frá Spáni, Garðabæ eða hvaðan sem er. Við viljum fyrst og fremst hafa kjarna af uppöldum leikmönnum og fá svo aðra góða spilara til að byggja í kringum það,“ segir Viðar Örn.Passa upp á okkar stráka Viðar Örn, sem þjálfar einnig yngri landslið Íslands, leggur ríka áherslu á að íslensku liðin gleymi ekki að hugsa um sína stráka. Það þarf að horfa lengra fram í tímann. „Ég á eftir að skoða þessi leikmannamál fyrir mig persónulega þegar nær dregur en ég reyni nú aðeins að horfa fram í tímann þegar að þessu kemur. Vissulega mun þetta hjálpa landsbyggðarliðunum að semja því þau hafa þurft að borga meira fyrir íslensku strákana en liðin á höfuðborgarsvæðinu. Þannig er það nú bara. Svo verður þetta spurning um hvernig liðin vilja byggja þetta upp hjá sér,“ segir Viðar Örn sem finnst of mörg lið ætla sér of stóra hluti á hverri leiktíð og gleyma allri framtíðarsýn. „Það verða ekki tólf lið meistarar á hverju ári heldur bara eitt. Stundum er svolítið skrítið í íslensku deildinni að það ætlar kannski helmingur liðanna að verða Íslandsmeistarar. Ég vona að þetta verði ekki til þess að þessi lið fara að kaupa hinn og þennan til að taka þátt í einhverjum eltingarleik heldur horfi aðeins lengra fram í tímann. Það er gott að fá góða leikmenn en við verðum að nýta þessa reglubreytingu rétt og halda áfram að huga að yngri leikmönnum okkar og vinna með þá,“ segir Viðar Örn Hafsteinsson. Dominos-deild karla Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira
„Þetta mun gera landsbyggðarliðunum betur kleift að vera samkeppnishæf. Sama hvað hver segir er oft erfitt fyrir þau að styrkja sig,“ segir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Domino’s-deildar liðs Hattar frá Egilsstöðum, um væntanlegu reglubreytinguna fyrir næstu leiktíð sem felur það í sér að íslensku liðin mega sækja sér eins marga „Bosman“-leikmenn (Evrópumenn) og þau vilja. Vegna dóms ESA þarf Domino’s-deildin nú að víkja frá 4+1 reglunni sem hefur gefið mörgum íslenskum leikmönnum stór tækifæri í deildinni en deilt hefur verið um hvort deildin sé nógu sterk án fleiri erlendra leikmanna. Ljóst er að þetta mun gera mikið fyrir lið á landsbyggðinni með ríka körfuboltahefð eins og Hött, Vestra á Ísafirði og Snæfell í Stykkishólmi svo dæmi séu tekin. Vestri var síðast í efstu deild fyrir fjórum árum, Höttur er nýliði í efstu deild og Snæfell féll síðasta vor.Gæti hjálpað til að fá íslenska „Hingað til hefur maður ekkert getað valið bara hvaða leikmann maður fær. Ég fæ mér ekki bara miðherja ef mig vantar miðherja. Ég þarf meira og minna bara að taka það sem býðst. Þetta mun breyta því hvernig félögin á landsbyggðinni sérstaklega geta byggt upp sín lið. Við höfum alltaf talað fyrir því að hafa þetta svona opið. Það eru miklar hömlur á 4+1 og ef þetta er ólöglegt verður að breyta þessu,“ segir Viðar Örn sem sér annan ljósan punkt í þessu fyrir liðin úti á landi sem eiga erfitt með að plata borgarbörnin í ævintýrin á landsbyggðinni. „Það er engin spurning um að þetta mun hjálpa körfuboltaplássunum úti á landi og mun skipta miklu máli. Svo er annað í þessu. Ef liðin á höfuðborgarsvæðinu fara að hrúga inn erlendum leikmönnum og fara að setja góða íslenska leikmenn aftar í röðina þá gæti það kannski ýtt þeim frekar út á land,“ segir Viðar. „Það skiptir okkur engu máli hvort leikmaðurinn er frá Spáni, Garðabæ eða hvaðan sem er. Við viljum fyrst og fremst hafa kjarna af uppöldum leikmönnum og fá svo aðra góða spilara til að byggja í kringum það,“ segir Viðar Örn.Passa upp á okkar stráka Viðar Örn, sem þjálfar einnig yngri landslið Íslands, leggur ríka áherslu á að íslensku liðin gleymi ekki að hugsa um sína stráka. Það þarf að horfa lengra fram í tímann. „Ég á eftir að skoða þessi leikmannamál fyrir mig persónulega þegar nær dregur en ég reyni nú aðeins að horfa fram í tímann þegar að þessu kemur. Vissulega mun þetta hjálpa landsbyggðarliðunum að semja því þau hafa þurft að borga meira fyrir íslensku strákana en liðin á höfuðborgarsvæðinu. Þannig er það nú bara. Svo verður þetta spurning um hvernig liðin vilja byggja þetta upp hjá sér,“ segir Viðar Örn sem finnst of mörg lið ætla sér of stóra hluti á hverri leiktíð og gleyma allri framtíðarsýn. „Það verða ekki tólf lið meistarar á hverju ári heldur bara eitt. Stundum er svolítið skrítið í íslensku deildinni að það ætlar kannski helmingur liðanna að verða Íslandsmeistarar. Ég vona að þetta verði ekki til þess að þessi lið fara að kaupa hinn og þennan til að taka þátt í einhverjum eltingarleik heldur horfi aðeins lengra fram í tímann. Það er gott að fá góða leikmenn en við verðum að nýta þessa reglubreytingu rétt og halda áfram að huga að yngri leikmönnum okkar og vinna með þá,“ segir Viðar Örn Hafsteinsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira