Sakaður um að káfa á sofandi konu Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2017 18:15 Al Franken, öldungadeildaþingmaður Demókrataflokksins. Vísir/AFP Útvarpskonan Leeann Tweeden segir öldungadeildarþingmanninn Al Franken hafa káfað á sér þegar hún var sofandi og kysst hana gegn vilja hennar. Hún segir það hafa gerst árið 2006 þegar þau voru að skemmta hermönnum Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum. Franken, sem var þá einn af rithöfundum Saturday Night Live, hafði skrifað atriði sem þau áttu að leika fyrir hermennina. Í einu atriðinu hafði Franken skrifað að þau myndu kyssast. Þegar fyrsta sýning þeirra nálgaðist segir Tweeden að Franken hafi farið fram á að þau myndu æfa kossinn. Hún segist hafa hunsað hann en hann hafi ítrekað að þau þyrftu að æfa sig. „Ég sagði eitthvað eins og: Rólegur Al, þetta er ekki SNL. Við þurfum ekkert að æfa kossinn,“ skrifaði Tweeden á KABC.com. „Hann hélt áfram að krefjast æfingar og mér var farið að líða illa. Hann sagði að leikarar þyrftu að æfa allt og að við yrðum að æfa kossinn.“ Þá segist Tweeden hafa sagt já til að fá Franken til að hætta þessum spurningum. „Við sögðum setningarnar okkar sem leiddu að kossinum og þá gekk hann að mér, setti aðra höndina aftan á höfðið á mér, klessti vörum sínum að mínum og stakk tungunni upp í mig. Ég ýtti honum strax frá mér og sagði að ef hann myndi gera þetta aftur myndi ég ekki taka því vel.“ „Mér leið ógeðslega og eins og hann hefði brotið á mér.“ Tweeden segist ekki hafa sagt þeim sem stóðu að sýningunum frá þessu og að hún hafi forðast samskipti við Franken eftir þetta. Þegar sýningarnar voru búnar og þau voru aftur á leið heim til Bandaríkjanna. Tweeden segist hafa verið mjög þreytt og hún hafi sofnað í flugvélinni um leið og tekið var á loft í Afganistan. Þar segir hún að Franken hafi káfað á brjóstum sínum á meðan hún var sofandi. „Það var ekki fyrr en ég var komin aftur til Bandaríkjanna og var að skoða myndirnar sem við fengum frá ljósmyndaranum, sem ég sá þessa.“ I've decided it's time to tell my story. #MeToohttps://t.co/TqTgfvzkZg— Leeann Tweeden (@LeeannTweeden) November 16, 2017 Í yfirlýsingu til NBC News segir Franken að hann muni ekki eftir því að umrædd æfing hafi verið eins og Tweeden lýsi henni. „Ég sendi Leeann innilega afsökunarbeiðni. Varðandi myndina, var henni augljóslega ætlað að vera fyndin en hún var það ekki. Ég hefði ekki átt að gera það.“ Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeildinni, hefur kallað eftir því að siðferðismálanefnd þingsins muni taka atvikið og Franken fyrir. Charles Schumer, leiðtogi Demókrataflokksins, segist sammála því. Franken hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann biðst afsökunar og segist ætla að starfa með siðferðismálanefndinni. „Ég virði konur. Ég virði ekki menn, sem virða ekki konur. Sú staðreynd að gjörðir mínar hafa gefið fólki ástæðu til að efast um það, veldur mér skömm,“ sagði Franken í yfirlýsingunni. BREAKING: McConnell calls for Ethics review of @alfranken in light of groping allegations pic.twitter.com/XiwDTGA2xB— Seung Min Kim (@seungminkim) November 16, 2017 Til stendur að skikka þingmenn og starfsmenn beggja deilda Bandaríkjaþings til þess að fara á námskeið varðandi kynferðislegt áreiti. Fyrr í vikunni sögðu kvenkyns þingmenn á fulltrúadeildinni frá áreitni sem þær hefðu orðið fyrir innan veggja þingsins, án þess þó að nefna nöfn. Svo virðist sem að áreitni sé umfangsmikið vandamál á þingi í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt Washington Post sögðu þingkonurnar meðal annars frá því að þingmenn og starfsmenn þingsins hafi sýnt kynfæri sín, káfað á konum og sagt mjög svo óviðeigandi hluti. Fréttin var uppfærð 18:15 og yfirlýsingu Franken bætt við. MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Útvarpskonan Leeann Tweeden segir öldungadeildarþingmanninn Al Franken hafa káfað á sér þegar hún var sofandi og kysst hana gegn vilja hennar. Hún segir það hafa gerst árið 2006 þegar þau voru að skemmta hermönnum Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum. Franken, sem var þá einn af rithöfundum Saturday Night Live, hafði skrifað atriði sem þau áttu að leika fyrir hermennina. Í einu atriðinu hafði Franken skrifað að þau myndu kyssast. Þegar fyrsta sýning þeirra nálgaðist segir Tweeden að Franken hafi farið fram á að þau myndu æfa kossinn. Hún segist hafa hunsað hann en hann hafi ítrekað að þau þyrftu að æfa sig. „Ég sagði eitthvað eins og: Rólegur Al, þetta er ekki SNL. Við þurfum ekkert að æfa kossinn,“ skrifaði Tweeden á KABC.com. „Hann hélt áfram að krefjast æfingar og mér var farið að líða illa. Hann sagði að leikarar þyrftu að æfa allt og að við yrðum að æfa kossinn.“ Þá segist Tweeden hafa sagt já til að fá Franken til að hætta þessum spurningum. „Við sögðum setningarnar okkar sem leiddu að kossinum og þá gekk hann að mér, setti aðra höndina aftan á höfðið á mér, klessti vörum sínum að mínum og stakk tungunni upp í mig. Ég ýtti honum strax frá mér og sagði að ef hann myndi gera þetta aftur myndi ég ekki taka því vel.“ „Mér leið ógeðslega og eins og hann hefði brotið á mér.“ Tweeden segist ekki hafa sagt þeim sem stóðu að sýningunum frá þessu og að hún hafi forðast samskipti við Franken eftir þetta. Þegar sýningarnar voru búnar og þau voru aftur á leið heim til Bandaríkjanna. Tweeden segist hafa verið mjög þreytt og hún hafi sofnað í flugvélinni um leið og tekið var á loft í Afganistan. Þar segir hún að Franken hafi káfað á brjóstum sínum á meðan hún var sofandi. „Það var ekki fyrr en ég var komin aftur til Bandaríkjanna og var að skoða myndirnar sem við fengum frá ljósmyndaranum, sem ég sá þessa.“ I've decided it's time to tell my story. #MeToohttps://t.co/TqTgfvzkZg— Leeann Tweeden (@LeeannTweeden) November 16, 2017 Í yfirlýsingu til NBC News segir Franken að hann muni ekki eftir því að umrædd æfing hafi verið eins og Tweeden lýsi henni. „Ég sendi Leeann innilega afsökunarbeiðni. Varðandi myndina, var henni augljóslega ætlað að vera fyndin en hún var það ekki. Ég hefði ekki átt að gera það.“ Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeildinni, hefur kallað eftir því að siðferðismálanefnd þingsins muni taka atvikið og Franken fyrir. Charles Schumer, leiðtogi Demókrataflokksins, segist sammála því. Franken hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann biðst afsökunar og segist ætla að starfa með siðferðismálanefndinni. „Ég virði konur. Ég virði ekki menn, sem virða ekki konur. Sú staðreynd að gjörðir mínar hafa gefið fólki ástæðu til að efast um það, veldur mér skömm,“ sagði Franken í yfirlýsingunni. BREAKING: McConnell calls for Ethics review of @alfranken in light of groping allegations pic.twitter.com/XiwDTGA2xB— Seung Min Kim (@seungminkim) November 16, 2017 Til stendur að skikka þingmenn og starfsmenn beggja deilda Bandaríkjaþings til þess að fara á námskeið varðandi kynferðislegt áreiti. Fyrr í vikunni sögðu kvenkyns þingmenn á fulltrúadeildinni frá áreitni sem þær hefðu orðið fyrir innan veggja þingsins, án þess þó að nefna nöfn. Svo virðist sem að áreitni sé umfangsmikið vandamál á þingi í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt Washington Post sögðu þingkonurnar meðal annars frá því að þingmenn og starfsmenn þingsins hafi sýnt kynfæri sín, káfað á konum og sagt mjög svo óviðeigandi hluti. Fréttin var uppfærð 18:15 og yfirlýsingu Franken bætt við.
MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira