Werdum kastaði bjúgverpli í Covington fyrir brasilísku þjóðina | Myndband Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. nóvember 2017 22:15 Covington hefur tekist á mettíma að verða hataðasti maðurinn hjá UFC. vísir/getty Veltivigtarkappinn Colby Covington er hataður í Brasilíu eftir að hann barðist þar á dögunum og kallaði íbúa landsins skítug dýr. Þungavigtarkappinn Fabricio Werdum frá Brasilíu rakst á Covington fyrir utan hótel UFC í Sydney í Ástralíu í gær og hjólaði í hann. Honum var haldið til baka frá Covington en það stöðvaði hann ekki frá því að kasta bjúgverpli [boomerang] í Covington. Kastið var gott því það fór í kinnina á ruslakjaftinum Covington.@FabricioWerdum attacks @ColbyCovMMA with a boomerang outside the hotel for UFC Sydney! pic.twitter.com/MCadJmCaXu — Dan Hangman Hooker (@danthehangman) November 16, 2017 Þá stigu menn á milli svo fjandinn yrði ekki laus. Covington var augljóslega hræddur eftir að hafa fengið bjúgverpilinn í sig en þegar það var kominn mannskapur á milli þá reif hann upp símann og fór í beina útsendingu á Instagram. Þar fór hann að rífa kjaft við Werdum. Kallaði hann aumingja og endurtók að Brasilíubúar væru skítug dýr. Hann laug því reyndar líka að Werdum hefði kýlt sig en eins og sést hér að ofan gerði Werdum það alls ekki. „Ef ég hefði náð að kýla hann þá væri hann á spítala núna. Þessi gaur er óþolandi. Ég vissi ekki hver hann var en er við mættumst sagði hann að ég væri skítugur Brasilíumaður. Ég var fljótur að svara og þá sparkaði hann í mig. Þá komust menn á milli og ég fór ekki í hann,“ sagði Werdum. Covington segist ætla að kæra Werdum en fáir reikna með því að svo fari. Werdum hefur án nokkurs vafa glatt landa sína með því að svara Covington. Werdum er að fara að berjast í Sydney um helgina en Covington er á meðal þeirra sem koma frá UFC til þess að hitta aðdáendur. Það er því ekki útilokað að þeim muni lenda saman aftur. MMA Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjá meira
Veltivigtarkappinn Colby Covington er hataður í Brasilíu eftir að hann barðist þar á dögunum og kallaði íbúa landsins skítug dýr. Þungavigtarkappinn Fabricio Werdum frá Brasilíu rakst á Covington fyrir utan hótel UFC í Sydney í Ástralíu í gær og hjólaði í hann. Honum var haldið til baka frá Covington en það stöðvaði hann ekki frá því að kasta bjúgverpli [boomerang] í Covington. Kastið var gott því það fór í kinnina á ruslakjaftinum Covington.@FabricioWerdum attacks @ColbyCovMMA with a boomerang outside the hotel for UFC Sydney! pic.twitter.com/MCadJmCaXu — Dan Hangman Hooker (@danthehangman) November 16, 2017 Þá stigu menn á milli svo fjandinn yrði ekki laus. Covington var augljóslega hræddur eftir að hafa fengið bjúgverpilinn í sig en þegar það var kominn mannskapur á milli þá reif hann upp símann og fór í beina útsendingu á Instagram. Þar fór hann að rífa kjaft við Werdum. Kallaði hann aumingja og endurtók að Brasilíubúar væru skítug dýr. Hann laug því reyndar líka að Werdum hefði kýlt sig en eins og sést hér að ofan gerði Werdum það alls ekki. „Ef ég hefði náð að kýla hann þá væri hann á spítala núna. Þessi gaur er óþolandi. Ég vissi ekki hver hann var en er við mættumst sagði hann að ég væri skítugur Brasilíumaður. Ég var fljótur að svara og þá sparkaði hann í mig. Þá komust menn á milli og ég fór ekki í hann,“ sagði Werdum. Covington segist ætla að kæra Werdum en fáir reikna með því að svo fari. Werdum hefur án nokkurs vafa glatt landa sína með því að svara Covington. Werdum er að fara að berjast í Sydney um helgina en Covington er á meðal þeirra sem koma frá UFC til þess að hitta aðdáendur. Það er því ekki útilokað að þeim muni lenda saman aftur.
MMA Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjá meira