Mögulega lífvænlegur hnöttur í rólegu hverfi Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2017 16:00 Teikning listamanns af Ross 128b og rauða dvergnum sem fjarreikistjarnan gengur um. Vísir/AFP Reikistjarna sem stjörnufræðingar hafa fundið á braut um stjörnu í ellefu ljósára fjarlægð frá jörðinni gæti verið heppilegri fyrir líf en margar aðrar fjarreikistjörnur sem menn hafa fundið. Móðurstjarna hennar er rólegri í tíðinni um sumar aðrar sem gæti aukið möguleikana á að líf hafi náð að þróast á reikistjörnunni. Undanfarin ár hafa fréttir borist af fundi fjölda fjarreikistjarna í svonefndu lífbelti stjarna. Lífbelti er það svæði í kringum stjörnur þar sem aðstæður er hvorki of svalar né heitar þannig að fljótandi vatn gæti verið staðar á yfirborði reikistjörnu. Fljótandi vatn er talið grunnforsenda lífs. Gallinn við margar þessar fjarreikistjörnur er að móðurstjörnur þeirra eru virkar og spúa orkumiklum geislum út í sólkerfið. Sólvindar þeirra geta hreinlega blásið í burtu lofthjúpi þeirra og þar með útilokað möguleikann á fljótandi vatni á yfirborði þeirra. Fjarreikistjarnan Proxima b, sem fannst á braut um nálægustu stjörnuna við sólina í fyrra, er þannig líklega undir þess sök seld, að því er kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC.Gas úr iðrum gæti hafa endurnýjað lofthjúpinn Ross 128 virðist hins vegar vera mun rólegri stjarna sem er laus við öflug sólgos. Það vekur mönnum von í brjósti um að Ross 128b, reikistjarna sem er gróflega á stærð við jörðina og sú eina sem gengur um stjörnuna, gæti hafa haldið lofthjúpi sínum og að þar gæti verið að finna fljótandi vatn. Líkindin við jörðina eru þó ekki alger. Nokkur óvissumörk eru um stærð Ross 128b. Hún er talin hafa rúmlega þriðjungi meiri massa en jörðin en gæti hæglega verið allt að tvöfalt massameiri, að því er kemur fram í umfjöllun New York Times.Þá er Ross 128b miklu nær móðurstjörnu sinni en jörðin er sólinni. Hún er aðeins 7,4 milljón kílómetrum frá stjörnunni. Til samanburðar er Merkúríus, innsta reikistjarnan í sólkerfi okkar um 58 milljón kílómetrum frá sólinni. Ross 128 er hins vegar rauður dvergur og því nokkuð svalari en sólin okkar. Hitastigið við yfirborð fjarreikistjörnunnar er því talið vera á því bili að fljótandi vatn gæti verið þar, á bilinu -60 til 20°C. Stjarnan er talin vera að minnsta kosti fimm milljarða ára gömul og hugsanlega allt að því tíu milljarða ára gömul. Jafnvel þó að hún hafi verið virkari fyrr á líftíma sínum og blásið burt lofthjúpi Ross 128b telja vísindamenn að gas úr iðrum reikistjörnunnar hefði getað myndað nýjan. Aðeins Proxima b er nær jörðinni en Ross 128b af þeim þúsundum fjarreikistjarna sem menn hafa fundið fram að þessu.Veltur á samsetningu og örlögum lofthjúps Töluverð óvissa ríkir einnig um hversu lífvænleg Ross 128b gæti verið. Það ræðst að miklu leyti af samsetningu lofthjúpsins sem menn vonast til að geta rannsakað í framtíðinni. „Við þurfum enn komast að því hvernig lofthjúpur Ross 128b er í raun. Allt eftir efnasamsetningunni og endurvörpun skýja í lofthjúpnum gæti reikistjarnan verið lífvænleg með fljótandi vatni eins og jörðin eða dauðhreinsuð eins og Venus,“ segir Nicola Astudillo-Defru frá Genfarathugunarstöðninni í Sviss sem átti þátt í fundinum við BBC. Þá varar Vladimir Airapetian, stjarneðlisfræðingur hjá Goddard-geimmiðstöð NASA, við að Ross 128 sé ekki endilega eins róleg og hún virðist. „Jafnvel þó að hún sé róleg getur útgeislun hennar á röntgengeislum og öflugum útfjólubláum geislum verið tífalt meiri en sólarinnar,“ segir Airapetian við New York Times. Sú geislun gæti dugað til að eyða lofthjúpi reikistjörnu. Vísindi Tengdar fréttir Bæta tæknina til að finna fjarlægar jarðir Guðmundur Kári Stefánsson vinnur að því að gera mælitæki nákvæmari svo hægt verði að finna lífvænlega hnetti á braut um aðrar stjörnur. 26. september 2017 21:00 Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina Stjörnufræðingar hafa fundið sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. 22. febrúar 2017 18:00 Fundu ummerki um vatn í sólkerfinu Trappist-1 Sólkerfið þótti mjög lífvænlegt og var talið mögulegt að vatn gæti fundist í fljótandi formi á minnst þremur reikistjörnum innan lífbeltisins. 31. ágúst 2017 20:52 Ákjósanleg fjarreikistjarna til að leita að lífi fundin Fjarreikistjarnan LHS 1140b gæti hafa haldið í lofthjúp sinn og boðið upp á lífvænlegar aðstæður. Vísindamenn telja hana heppilegasta kostinn til að leita að merkjum um líf utan jarðarinnar. 20. apríl 2017 12:45 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Reikistjarna sem stjörnufræðingar hafa fundið á braut um stjörnu í ellefu ljósára fjarlægð frá jörðinni gæti verið heppilegri fyrir líf en margar aðrar fjarreikistjörnur sem menn hafa fundið. Móðurstjarna hennar er rólegri í tíðinni um sumar aðrar sem gæti aukið möguleikana á að líf hafi náð að þróast á reikistjörnunni. Undanfarin ár hafa fréttir borist af fundi fjölda fjarreikistjarna í svonefndu lífbelti stjarna. Lífbelti er það svæði í kringum stjörnur þar sem aðstæður er hvorki of svalar né heitar þannig að fljótandi vatn gæti verið staðar á yfirborði reikistjörnu. Fljótandi vatn er talið grunnforsenda lífs. Gallinn við margar þessar fjarreikistjörnur er að móðurstjörnur þeirra eru virkar og spúa orkumiklum geislum út í sólkerfið. Sólvindar þeirra geta hreinlega blásið í burtu lofthjúpi þeirra og þar með útilokað möguleikann á fljótandi vatni á yfirborði þeirra. Fjarreikistjarnan Proxima b, sem fannst á braut um nálægustu stjörnuna við sólina í fyrra, er þannig líklega undir þess sök seld, að því er kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC.Gas úr iðrum gæti hafa endurnýjað lofthjúpinn Ross 128 virðist hins vegar vera mun rólegri stjarna sem er laus við öflug sólgos. Það vekur mönnum von í brjósti um að Ross 128b, reikistjarna sem er gróflega á stærð við jörðina og sú eina sem gengur um stjörnuna, gæti hafa haldið lofthjúpi sínum og að þar gæti verið að finna fljótandi vatn. Líkindin við jörðina eru þó ekki alger. Nokkur óvissumörk eru um stærð Ross 128b. Hún er talin hafa rúmlega þriðjungi meiri massa en jörðin en gæti hæglega verið allt að tvöfalt massameiri, að því er kemur fram í umfjöllun New York Times.Þá er Ross 128b miklu nær móðurstjörnu sinni en jörðin er sólinni. Hún er aðeins 7,4 milljón kílómetrum frá stjörnunni. Til samanburðar er Merkúríus, innsta reikistjarnan í sólkerfi okkar um 58 milljón kílómetrum frá sólinni. Ross 128 er hins vegar rauður dvergur og því nokkuð svalari en sólin okkar. Hitastigið við yfirborð fjarreikistjörnunnar er því talið vera á því bili að fljótandi vatn gæti verið þar, á bilinu -60 til 20°C. Stjarnan er talin vera að minnsta kosti fimm milljarða ára gömul og hugsanlega allt að því tíu milljarða ára gömul. Jafnvel þó að hún hafi verið virkari fyrr á líftíma sínum og blásið burt lofthjúpi Ross 128b telja vísindamenn að gas úr iðrum reikistjörnunnar hefði getað myndað nýjan. Aðeins Proxima b er nær jörðinni en Ross 128b af þeim þúsundum fjarreikistjarna sem menn hafa fundið fram að þessu.Veltur á samsetningu og örlögum lofthjúps Töluverð óvissa ríkir einnig um hversu lífvænleg Ross 128b gæti verið. Það ræðst að miklu leyti af samsetningu lofthjúpsins sem menn vonast til að geta rannsakað í framtíðinni. „Við þurfum enn komast að því hvernig lofthjúpur Ross 128b er í raun. Allt eftir efnasamsetningunni og endurvörpun skýja í lofthjúpnum gæti reikistjarnan verið lífvænleg með fljótandi vatni eins og jörðin eða dauðhreinsuð eins og Venus,“ segir Nicola Astudillo-Defru frá Genfarathugunarstöðninni í Sviss sem átti þátt í fundinum við BBC. Þá varar Vladimir Airapetian, stjarneðlisfræðingur hjá Goddard-geimmiðstöð NASA, við að Ross 128 sé ekki endilega eins róleg og hún virðist. „Jafnvel þó að hún sé róleg getur útgeislun hennar á röntgengeislum og öflugum útfjólubláum geislum verið tífalt meiri en sólarinnar,“ segir Airapetian við New York Times. Sú geislun gæti dugað til að eyða lofthjúpi reikistjörnu.
Vísindi Tengdar fréttir Bæta tæknina til að finna fjarlægar jarðir Guðmundur Kári Stefánsson vinnur að því að gera mælitæki nákvæmari svo hægt verði að finna lífvænlega hnetti á braut um aðrar stjörnur. 26. september 2017 21:00 Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina Stjörnufræðingar hafa fundið sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. 22. febrúar 2017 18:00 Fundu ummerki um vatn í sólkerfinu Trappist-1 Sólkerfið þótti mjög lífvænlegt og var talið mögulegt að vatn gæti fundist í fljótandi formi á minnst þremur reikistjörnum innan lífbeltisins. 31. ágúst 2017 20:52 Ákjósanleg fjarreikistjarna til að leita að lífi fundin Fjarreikistjarnan LHS 1140b gæti hafa haldið í lofthjúp sinn og boðið upp á lífvænlegar aðstæður. Vísindamenn telja hana heppilegasta kostinn til að leita að merkjum um líf utan jarðarinnar. 20. apríl 2017 12:45 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Bæta tæknina til að finna fjarlægar jarðir Guðmundur Kári Stefánsson vinnur að því að gera mælitæki nákvæmari svo hægt verði að finna lífvænlega hnetti á braut um aðrar stjörnur. 26. september 2017 21:00
Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina Stjörnufræðingar hafa fundið sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. 22. febrúar 2017 18:00
Fundu ummerki um vatn í sólkerfinu Trappist-1 Sólkerfið þótti mjög lífvænlegt og var talið mögulegt að vatn gæti fundist í fljótandi formi á minnst þremur reikistjörnum innan lífbeltisins. 31. ágúst 2017 20:52
Ákjósanleg fjarreikistjarna til að leita að lífi fundin Fjarreikistjarnan LHS 1140b gæti hafa haldið í lofthjúp sinn og boðið upp á lífvænlegar aðstæður. Vísindamenn telja hana heppilegasta kostinn til að leita að merkjum um líf utan jarðarinnar. 20. apríl 2017 12:45