Körfubolti

Kennarinn Curry: Ætlar að kenna körfubolta á netinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stephen Curry ætlar að miðla af reynslu sinni og þekkingu.
Stephen Curry ætlar að miðla af reynslu sinni og þekkingu. vísir/getty
Stephen Curry, leikmaður NBA-meistara Golden State Warriors, ætlar að byrja að kenna körfubolta á netinu á næsta ári.

Curry mun kenna körfuboltaáfanga í samstarfi við MasterClass. Fyrirtækið ætlar sér stóra hluti en það er einnig komið í samstarf við tennisstjörnuna Serenu Williams.

„Ef ég hefði haft aðgengi að svona námsefni þegar ég var 13 ára hefði það tekið mig skemmri tíma að verða betri leikmaður. Það tók mig tíma að læra hvernig á að æfa og gera æfingarnar rétt,“ sagði Curry í samtali við ESPN.

„Ég tel mig hafa mikið fram að færa þegar kemur að því hvað ég hef lært og hvernig leikurinn hefur breyst. Ég tel að fólk geti lært af mér og hvernig ég nálgast leikinn.“

Curry og félagar í Golden State eru efstir í Vesturdeildinni í NBA með 11 sigra og þrjú töp.

Curry er með 25,2 stig, 4,7 fráköst og 6,7 stoðsendingar að meðaltali í leik á tímabilinu.

NBA

Tengdar fréttir

Ótrúleg karfa Curry │ Myndband

Stephen Curry skoraði ótrúlega körfu með langskoti á æfingu Golden State Warriors um helgina, en hann notaði ekki hendurnar við skotið




Fleiri fréttir

Sjá meira


×