Björn Lúkas keppir til úrslita um heimsmeistaratitilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2017 13:25 Björn Lúkas Haraldsson. Mynd/Mjölnir Bardagamaðurinn Björn Lúkas Haraldsson heldur áfram sigurgöngu sinni á heimsmeistaramóti áhugamanna í blönduðum bardagaíþróttum en hann var áðan að vinna undanúrslitabardaga á móti Ástrala. Björn Lúkas kláraði Ástralann Joseph Luciano strax í fyrstu lotu með armlás. Hann hefur nú unnið tvo bardaga í röð með því taki. „Ástralinn byrjaði á að taka Björn Lúkas niður en okkar maður var ekki lengi að snúa stöðunni sér í vil og tók bakið á Luciano. Þar reyndi hann að finna opnanir til að klára bardagann en Luciano varðist vel,“ segir í frétt um bardaganna á MMA fréttum. Þar heldur lýsingin áfram: „Ástralanum tókst að standa upp en Björn kastaði honum niður skömmu siður með fallegu júdó kasti. Aftur náði hann bakinu en í stað þess að fara í henginguna sótti hann í armlás. Björn náði að rétta alveg úr hönd Luciano og stöðvaði dómarinn bardagann. Luciano tappaði ekki út en hugsanlega hefur hann gefið dómaranum merki þess efnis að stöðva bardagann,“ segir á mmafrettir.is. Björn Lúkas er búinn að klára alla fjóra bardaga sína í mótinu strax í fyrstu lotu sem sýnir styrk hans. Nú fær okkar maður eins dags frí til að safna kröftum fyrir úrslitabardagann um heimsmeistaratitilinn sem verður á laugardaginn. Björn er nú búinn að slá út menn frá Spáni, Írlandi, Nýja-Sjálandi og Ástralíu. Björn mætti Spánverjanum Ian Kuchler í fyrstu umferð og sigraði með armlás í fyrstu lotu þegar tvær mínútur voru liðnar af bardaganum. Í annarri umferðinni í gær vann Björn Lúkas Fionn Healy-Magwa frá Írlandi og tryggði sér sigurinn með tæknilegu rothöggi. Björn Lúkas mætti svo Stacy Waikato frá Nýja-Sjálandi í átta manna úrslitum í dag og sigraði með armlás. Björn Lúkas Haraldsson.Mynd/Mjölnir MMA Tengdar fréttir Björn Lúkas í undanúrslit á HM Björn Lúkas Haraldsson, bardagakappi úr Mjölni, heldur áfram að sýna styrk sinn í búrinu en hann er kominn í undanúrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í blönduðum bardagaíþróttum. 15. nóvember 2017 14:54 Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Björn Lúkas Haraldsson er kominn áfram í 8-manna úrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA. Björn hefur unnið tvo bardaga á fyrstu tveimur dögum mótsins. 14. nóvember 2017 17:15 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Sjá meira
Bardagamaðurinn Björn Lúkas Haraldsson heldur áfram sigurgöngu sinni á heimsmeistaramóti áhugamanna í blönduðum bardagaíþróttum en hann var áðan að vinna undanúrslitabardaga á móti Ástrala. Björn Lúkas kláraði Ástralann Joseph Luciano strax í fyrstu lotu með armlás. Hann hefur nú unnið tvo bardaga í röð með því taki. „Ástralinn byrjaði á að taka Björn Lúkas niður en okkar maður var ekki lengi að snúa stöðunni sér í vil og tók bakið á Luciano. Þar reyndi hann að finna opnanir til að klára bardagann en Luciano varðist vel,“ segir í frétt um bardaganna á MMA fréttum. Þar heldur lýsingin áfram: „Ástralanum tókst að standa upp en Björn kastaði honum niður skömmu siður með fallegu júdó kasti. Aftur náði hann bakinu en í stað þess að fara í henginguna sótti hann í armlás. Björn náði að rétta alveg úr hönd Luciano og stöðvaði dómarinn bardagann. Luciano tappaði ekki út en hugsanlega hefur hann gefið dómaranum merki þess efnis að stöðva bardagann,“ segir á mmafrettir.is. Björn Lúkas er búinn að klára alla fjóra bardaga sína í mótinu strax í fyrstu lotu sem sýnir styrk hans. Nú fær okkar maður eins dags frí til að safna kröftum fyrir úrslitabardagann um heimsmeistaratitilinn sem verður á laugardaginn. Björn er nú búinn að slá út menn frá Spáni, Írlandi, Nýja-Sjálandi og Ástralíu. Björn mætti Spánverjanum Ian Kuchler í fyrstu umferð og sigraði með armlás í fyrstu lotu þegar tvær mínútur voru liðnar af bardaganum. Í annarri umferðinni í gær vann Björn Lúkas Fionn Healy-Magwa frá Írlandi og tryggði sér sigurinn með tæknilegu rothöggi. Björn Lúkas mætti svo Stacy Waikato frá Nýja-Sjálandi í átta manna úrslitum í dag og sigraði með armlás. Björn Lúkas Haraldsson.Mynd/Mjölnir
MMA Tengdar fréttir Björn Lúkas í undanúrslit á HM Björn Lúkas Haraldsson, bardagakappi úr Mjölni, heldur áfram að sýna styrk sinn í búrinu en hann er kominn í undanúrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í blönduðum bardagaíþróttum. 15. nóvember 2017 14:54 Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Björn Lúkas Haraldsson er kominn áfram í 8-manna úrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA. Björn hefur unnið tvo bardaga á fyrstu tveimur dögum mótsins. 14. nóvember 2017 17:15 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Sjá meira
Björn Lúkas í undanúrslit á HM Björn Lúkas Haraldsson, bardagakappi úr Mjölni, heldur áfram að sýna styrk sinn í búrinu en hann er kominn í undanúrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í blönduðum bardagaíþróttum. 15. nóvember 2017 14:54
Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Björn Lúkas Haraldsson er kominn áfram í 8-manna úrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA. Björn hefur unnið tvo bardaga á fyrstu tveimur dögum mótsins. 14. nóvember 2017 17:15