Brynjar um stjórnarslitin: „Sennilega stærstu pólitísku mistök lýðveldisins“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 12:45 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Valhöll daginn eftir að stjórnin sprakk í september síðastliðnum. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist telja að reynt fólk í pólitík hefði ekki gert það sem Björt framtíð gerði í haust, það er að slíta ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. „Ég held að þau hljóti að þau hljóti að átta sig á því í dag allavega. Þetta eru sennilega stærstu pólitísku mistök lýðveldisins,“ sagði Brynjar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna og annað í pólitíkinni ásamt Helga Hrafni Gunnarssyni, Pírata. Helgi Hrafn tók ekki undir það að Björt framtíð hefði verið reynslulítill flokkur á þingi þegar þau settust í ríkisstjórn enda hefði flokkurinn átt þingmenn áður. Aðspurður hvernig honum litist á Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, sem forsætisráðherra sagðist Brynjar hafa unnið með Katrínu og að hann viti hvað hún getur. „Þetta er bráðgreind kona, fljót að átta sig á hlutum. Eini gallinn við hana er að hún er ekki með nógu góðar skoðanir en ég get ekki ætlast til þess að allir hafi sömu skoðanir og ég. Hún er allavega skynsöm og þegar fólk er skynsamt þá nær það svona langt þó að skoðanir séu á flakki.“En hefur hann áhyggjur af málum sem kunna að koma upp, eftir að búið er að rita stjórnarsáttmála, sem geta valdið deilum á milli flokkanna þriggja? „Jú, það er auðvitað alltaf hættan. Það er kannski eina vandamálið þegar menn eru svona á sitthvorum pólnum en það getur líka alveg gerst á milli annarra flokka. Reynt fólk bara leysir það einhvern veginn. Það eru stóru hagsmunirnir sem fólk á að hugsa um,“ sagði Brynjar. Helgi Hrafn var spurður að því af hvejru hann hefði mestar áhyggjur í ríkisstjórnarsamstarfi þessara þriggja flokka. „Ég hef mestar áhyggjur af því að þetta verði frekar íhaldssamt og lítið um mikilvægar breytingar. Auðvitað hefur enginn þessara flokka nema Vinstri græn á köflum barist fyrir því að það verði einhverjar alvöru kerfisbreytingar hérna. [...] Ég óttast að það verði meiri feimni við meira frjálslyndi, til dæmis í vímuefnamálum sem okkur er mjög annt um að verði og að vinnu við það haldi áfram,“ sagði Helgi Hrafn. Hlusta má á spjall þeirra Brynjars í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00 Óttarr segir Bjarta eiga framtíðina fyrir sér Stefna Bjartrar framtíðar eigi enn ríkt erindi en þegar menn séu farnir að þvælast fyrir sé rétt að þeir dragi sig í hlé. 31. október 2017 19:30 Tíu vikna atburðarás sem lauk með ríkisstjórn sem sprakk eftir 247 daga Tíu dagar eru nú liðnir frá því að landsmenn kusu til Alþingis í annað skiptið á einu ári. Vísir rifjar því upp atburðarásina í kringum stjórnarmyndunarviðræðurnar í fyrra sem voru nokkuð ólíkar þeim sem fara fram núna, að minnsta kosti enn sem komið er. 8. nóvember 2017 13:45 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist telja að reynt fólk í pólitík hefði ekki gert það sem Björt framtíð gerði í haust, það er að slíta ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. „Ég held að þau hljóti að þau hljóti að átta sig á því í dag allavega. Þetta eru sennilega stærstu pólitísku mistök lýðveldisins,“ sagði Brynjar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna og annað í pólitíkinni ásamt Helga Hrafni Gunnarssyni, Pírata. Helgi Hrafn tók ekki undir það að Björt framtíð hefði verið reynslulítill flokkur á þingi þegar þau settust í ríkisstjórn enda hefði flokkurinn átt þingmenn áður. Aðspurður hvernig honum litist á Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, sem forsætisráðherra sagðist Brynjar hafa unnið með Katrínu og að hann viti hvað hún getur. „Þetta er bráðgreind kona, fljót að átta sig á hlutum. Eini gallinn við hana er að hún er ekki með nógu góðar skoðanir en ég get ekki ætlast til þess að allir hafi sömu skoðanir og ég. Hún er allavega skynsöm og þegar fólk er skynsamt þá nær það svona langt þó að skoðanir séu á flakki.“En hefur hann áhyggjur af málum sem kunna að koma upp, eftir að búið er að rita stjórnarsáttmála, sem geta valdið deilum á milli flokkanna þriggja? „Jú, það er auðvitað alltaf hættan. Það er kannski eina vandamálið þegar menn eru svona á sitthvorum pólnum en það getur líka alveg gerst á milli annarra flokka. Reynt fólk bara leysir það einhvern veginn. Það eru stóru hagsmunirnir sem fólk á að hugsa um,“ sagði Brynjar. Helgi Hrafn var spurður að því af hvejru hann hefði mestar áhyggjur í ríkisstjórnarsamstarfi þessara þriggja flokka. „Ég hef mestar áhyggjur af því að þetta verði frekar íhaldssamt og lítið um mikilvægar breytingar. Auðvitað hefur enginn þessara flokka nema Vinstri græn á köflum barist fyrir því að það verði einhverjar alvöru kerfisbreytingar hérna. [...] Ég óttast að það verði meiri feimni við meira frjálslyndi, til dæmis í vímuefnamálum sem okkur er mjög annt um að verði og að vinnu við það haldi áfram,“ sagði Helgi Hrafn. Hlusta má á spjall þeirra Brynjars í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00 Óttarr segir Bjarta eiga framtíðina fyrir sér Stefna Bjartrar framtíðar eigi enn ríkt erindi en þegar menn séu farnir að þvælast fyrir sé rétt að þeir dragi sig í hlé. 31. október 2017 19:30 Tíu vikna atburðarás sem lauk með ríkisstjórn sem sprakk eftir 247 daga Tíu dagar eru nú liðnir frá því að landsmenn kusu til Alþingis í annað skiptið á einu ári. Vísir rifjar því upp atburðarásina í kringum stjórnarmyndunarviðræðurnar í fyrra sem voru nokkuð ólíkar þeim sem fara fram núna, að minnsta kosti enn sem komið er. 8. nóvember 2017 13:45 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00
Óttarr segir Bjarta eiga framtíðina fyrir sér Stefna Bjartrar framtíðar eigi enn ríkt erindi en þegar menn séu farnir að þvælast fyrir sé rétt að þeir dragi sig í hlé. 31. október 2017 19:30
Tíu vikna atburðarás sem lauk með ríkisstjórn sem sprakk eftir 247 daga Tíu dagar eru nú liðnir frá því að landsmenn kusu til Alþingis í annað skiptið á einu ári. Vísir rifjar því upp atburðarásina í kringum stjórnarmyndunarviðræðurnar í fyrra sem voru nokkuð ólíkar þeim sem fara fram núna, að minnsta kosti enn sem komið er. 8. nóvember 2017 13:45