Alfreð auglýsir íslenska reðursafnið í nýju viðtali í Þýskalandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2017 09:15 Alfreð Finnbogason. Vísir/Getty Alfreð Finnbogason hefur gert mjög góða hluti með Augsburg í Bundesligunni á þessu tímabili og er síðan auðvitað kominn með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi sem fer fram næsta sumar. Alfreð gat ekki hjálpað íslenska landsliðinu á æfingamótinu í Katar vegna meiðsla en verður vonandi orðinn klár í slaginn þegar þýska deildin hefst á ný. Alfreð er kominn með fimm mörk í tíu deildarleikjum á þessu tímabili en þar á meðal er þrenna á móti Köln. Alfreð var tekinn í viðtal í DW Kickoff þættinum á Deutsche Welle sjónvarpstöðinni þar sem hann ræddi meðal annars árangur íslenska landsliðsins sem er nú með á HM í fótbolta í fyrsta sinn. „Við erum ein stór fjölskylda á Íslandi. Sex til sjö af bestu vinum mínum eru sem dæmi með mér í landsliðinu. Það sést líka á leik okkar því við erum að berjast fyrir hvern annan og það vita líka allir í dag að við förum í alla leiki til að vinna og þá skiptir það ekki máli þótt að við séum að spila við England, Brasilíu eða Króatíu,“ sagði Alfreð í þessu viðtali. „Þetta er hugarfar okkar Íslendinga. Sumir kalla okkur kannski vitleysinga að halda að við getum unnið alla en það er bara hluti af okkar DNA,“ sagði Alfreð. Alfreð var spurður út í heimkomuna ógleymanlegu eftir Evrópumótið og svo að sjálfsögðu hið heimsfræga Víkingaklapp. „Þótt að við höfum ekki planað það þannig þá var Víkingaklappið snilldar markaðsherferð fyrir liðið. Það héldu mjög margir með okkar liði og flestir hrifust líka af því hversu tengdir við vorum stuðningsfólki okkar,“ sagði Alfreð. Alfreð segist ekki vera mikill aðdáandi þýska matarins en tekur það jafnframt fram að það sé margt gott í Þýkalandi. Alfreð er líka spurður út í hluti tengdum Íslandi í viðtalinu og þá sérstaklega það sem spyrlinum þóttu skrítnir. Þar segir Alfreð skoðun sína á þorramat, álfum og síðast en ekki síst þá auglýsir íslenski landsliðsframherjinn íslenska reðursafnið í þessu viðtali. Hvort þýskum gestum fjölgi í safninu á næstunni verður hinsvegar bara að koma í ljós. Það má sjá allt viðtalið við Alfreð hér fyrir neðan. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Þýski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Sjá meira
Alfreð Finnbogason hefur gert mjög góða hluti með Augsburg í Bundesligunni á þessu tímabili og er síðan auðvitað kominn með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi sem fer fram næsta sumar. Alfreð gat ekki hjálpað íslenska landsliðinu á æfingamótinu í Katar vegna meiðsla en verður vonandi orðinn klár í slaginn þegar þýska deildin hefst á ný. Alfreð er kominn með fimm mörk í tíu deildarleikjum á þessu tímabili en þar á meðal er þrenna á móti Köln. Alfreð var tekinn í viðtal í DW Kickoff þættinum á Deutsche Welle sjónvarpstöðinni þar sem hann ræddi meðal annars árangur íslenska landsliðsins sem er nú með á HM í fótbolta í fyrsta sinn. „Við erum ein stór fjölskylda á Íslandi. Sex til sjö af bestu vinum mínum eru sem dæmi með mér í landsliðinu. Það sést líka á leik okkar því við erum að berjast fyrir hvern annan og það vita líka allir í dag að við förum í alla leiki til að vinna og þá skiptir það ekki máli þótt að við séum að spila við England, Brasilíu eða Króatíu,“ sagði Alfreð í þessu viðtali. „Þetta er hugarfar okkar Íslendinga. Sumir kalla okkur kannski vitleysinga að halda að við getum unnið alla en það er bara hluti af okkar DNA,“ sagði Alfreð. Alfreð var spurður út í heimkomuna ógleymanlegu eftir Evrópumótið og svo að sjálfsögðu hið heimsfræga Víkingaklapp. „Þótt að við höfum ekki planað það þannig þá var Víkingaklappið snilldar markaðsherferð fyrir liðið. Það héldu mjög margir með okkar liði og flestir hrifust líka af því hversu tengdir við vorum stuðningsfólki okkar,“ sagði Alfreð. Alfreð segist ekki vera mikill aðdáandi þýska matarins en tekur það jafnframt fram að það sé margt gott í Þýkalandi. Alfreð er líka spurður út í hluti tengdum Íslandi í viðtalinu og þá sérstaklega það sem spyrlinum þóttu skrítnir. Þar segir Alfreð skoðun sína á þorramat, álfum og síðast en ekki síst þá auglýsir íslenski landsliðsframherjinn íslenska reðursafnið í þessu viðtali. Hvort þýskum gestum fjölgi í safninu á næstunni verður hinsvegar bara að koma í ljós. Það má sjá allt viðtalið við Alfreð hér fyrir neðan.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Þýski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Sjá meira