Leikkonur í One Tree Hill saka framleiðanda um áreitni: „Ég er búin að vera reið í áratug“ Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2017 10:24 Mark Schwahn (til vinstri) var framleiðandi þáttanna One Tree Hill. Á myndinni hægra megin má sjá nokkra aðalleikara þáttanna, Chad Michael Murray, Sophia Bush, Bethany Joy Lenz, Hilarie Burton og James Lafferty árið 2005. Vísir/Getty Fjöldi leikkvenna og starfsmanna bandarísku unglingaþáttanna One Tree Hill hafa ritað bréf þar sem framleiðandinn Mark Schwahn er borinn þungum sökum og er meðal annars sakaður um að hafa áreitt þær kynferðislega. Í bréfinu lýsa þær sömuleiðis yfir stuðningi við fyrrum samstarfskonu sína, Audrey Wauchope. Leikkonurnar Sophia Bush, Hilarie Burton og Bethany Joy Lenz eru í hópi þeirra sem skrifa undir bréfið sem birt var á síðu Variety í gær. Segjast þær hafa valið þennan vettvang til að standa saman og til að styðja við bakið á handritshöfundinum Wauchope sem sakaði á laugardaginn Schwahn um að hafa áreitt sig kynferðislega. One Tree Hill var einn vinsælasti unglingaþátturinn á fyrstu árum aldarinnar, en alls voru framleiddar níu þáttaraðir á árunum 2003 til 2012. Glíma við áfallastreituröskun Í bréfinu stíga átján konur, sem allar unnu að gerð þáttanna, fram og saka Schwahn um að hafa verið valdur sálrænu og tilfinningalegu tjóni hjá konunum. Margar þeirra hafa þurft að glíma við áfallastreituröskun vegna hegðunar Schwahn sem sumar kljást enn við. Á Twitter-síðu sinni sagði Wauchope Schwahn ítrekað hafa snert hana óumbeðinn og þá hafi Schwann sýnt samstarfsmönnum nektarmynd af leikkonu, sem hann sagðist eiga í kynferðislegu sambandi við, án vitundar konunnar. Wauchope sakaði Schwahn einnig um að hafa kallað aðra samstarfskonu inn á skrifstofu til að þrýsta á hana að hætta við að ganga í hjónaband og byrja þess í stað með honum. Hilarie Burton, sem fór með hlutverk Peyton Sawyer í þáttunum, segir á Twitter-síðu sinni að hún hafi verið reið í áratug vegna málsins og birtir hlekk á grein Variety. I have been angry for a decade. Today, my sisters take back what was rightfully ours. #burnitdownsis #fuckyoursorry https://t.co/QMZBzwqm7g— Hilarie Burton (@HilarieBurton) November 14, 2017 Lesa má bréf leikkvenna og starfsfólks One Tree Hill á heimasíðu Variety. MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Fjöldi leikkvenna og starfsmanna bandarísku unglingaþáttanna One Tree Hill hafa ritað bréf þar sem framleiðandinn Mark Schwahn er borinn þungum sökum og er meðal annars sakaður um að hafa áreitt þær kynferðislega. Í bréfinu lýsa þær sömuleiðis yfir stuðningi við fyrrum samstarfskonu sína, Audrey Wauchope. Leikkonurnar Sophia Bush, Hilarie Burton og Bethany Joy Lenz eru í hópi þeirra sem skrifa undir bréfið sem birt var á síðu Variety í gær. Segjast þær hafa valið þennan vettvang til að standa saman og til að styðja við bakið á handritshöfundinum Wauchope sem sakaði á laugardaginn Schwahn um að hafa áreitt sig kynferðislega. One Tree Hill var einn vinsælasti unglingaþátturinn á fyrstu árum aldarinnar, en alls voru framleiddar níu þáttaraðir á árunum 2003 til 2012. Glíma við áfallastreituröskun Í bréfinu stíga átján konur, sem allar unnu að gerð þáttanna, fram og saka Schwahn um að hafa verið valdur sálrænu og tilfinningalegu tjóni hjá konunum. Margar þeirra hafa þurft að glíma við áfallastreituröskun vegna hegðunar Schwahn sem sumar kljást enn við. Á Twitter-síðu sinni sagði Wauchope Schwahn ítrekað hafa snert hana óumbeðinn og þá hafi Schwann sýnt samstarfsmönnum nektarmynd af leikkonu, sem hann sagðist eiga í kynferðislegu sambandi við, án vitundar konunnar. Wauchope sakaði Schwahn einnig um að hafa kallað aðra samstarfskonu inn á skrifstofu til að þrýsta á hana að hætta við að ganga í hjónaband og byrja þess í stað með honum. Hilarie Burton, sem fór með hlutverk Peyton Sawyer í þáttunum, segir á Twitter-síðu sinni að hún hafi verið reið í áratug vegna málsins og birtir hlekk á grein Variety. I have been angry for a decade. Today, my sisters take back what was rightfully ours. #burnitdownsis #fuckyoursorry https://t.co/QMZBzwqm7g— Hilarie Burton (@HilarieBurton) November 14, 2017 Lesa má bréf leikkvenna og starfsfólks One Tree Hill á heimasíðu Variety.
MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira