Eftir nokkra stund taldi Óli sig hafa fundið einn stærsta galla leiksins, sem á að gerast skömmu fyrir árið núll. Það var þegar hann fann vörð í hvítum nærbuxum.
„Þegar þú ert í Egyptalandi er ekki eins og það séu þvottavélar í hverju húsi. Þá er maður ekki í skær-hvítum nærbuxum. Eða bara nærbuxum yfir höfuð,“ sagði Óli þegar hann sá vörð í nærbuxum.
Umræddar nærbuxur má sjá hér að neðan. Þar má einnig sjá strákana spila sig í gegnum Assassins Creed Origins.