Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 13. nóvember 2017 14:14 Katrín Jakobsdóttir í þinghúsinu í dag. vísir/anton brink Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. Með því megi reyna að skapa sátt um ákveðna uppbyggingu í samfélaginu sem Vinstri græn leggja áherslu á ef farið yrði í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki en eins og greint var frá fyrr í dag samþykkti meirihluti þingflokks VG að fara í formlegar viðræður við þá flokka. Katrín segir að það sé samhljómur hjá flokkunum þremur um að takast á við þau stóru verkefni sem hún telji að hafi ekki aðeins verið aðalmálið í kosningunum nú heldur einnig fyrir ári síðan. Stóru línurnar séu innviðauppbygging og stöðugleiki á vinnumarkaði. Of snemmt að segja til um hvort að hún verði forsætisráðherra „Við töluðum um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins, þar sem við töluðum um menntakerfið, kjör aldraðra og öryrkja og koma á ákveðnum stöðugleika í samfélaginu. Nú erum við búin að kjósa tvö ár í röð og ég tel að þær aðstæður sem uppi eru í stjórnmálum kalli hugsanlega á það að við hugsum út fyrir rammann og jafnvel skoðum samstarf við flokka sem sögulega séð eru auðvitað algjörlega á öndverðum meiði við okkur í Vinstri grænum til að reyna að skapa sátt um þessa samfélagsuppbyggingu og að við setjum þá hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum,“ sagði Katrín eftir þingflokksfundinn í dag þar sem samþykkt var að fara í formlegar viðræður. Vinstri græn hafa ellefu þingmenn á Alþingi en níu þingmenn flokksins samþykktu tillögu Katrínar og Svandísar Svavarsdóttur, þingflokksformanns, um að fara í formlegar viðræður. Tveir þingmenn kusu gegn tillögunni, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson. „Níu þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni og það felur bara í sér að láta á það reyna hvort það sé hægt að ná málefnalega saman um stjórnarsamstarf þessara flokka. Náist slíkur samningur kemur hann svo til skoðunar og afgreiðslu þingflokks og flokksráðs Vinstri grænna sem eru þær stofnanir hreyfingarinnar sem ráða þessu,“ sagði Katrín. Aðspurð hvort að hún yrði forsætisráðherra í ríkisstjórn þessara þriggja flokka, verði hún mynduð, sagði Katrín það ekkert launungarmál að VG vilji leiða stjórnina. Hins vegar sé alltof snemmt að segja til um hvort að það verði raunin. Fréttin hefur verið uppfærð. Að neðan má sjá klippu af því þegar þingmenn flokkanna þriggja funduðu í þinghúsinu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn í morgun en Vinstri græn og Framsókn í hádeginu. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43 Treystir ekki Framsókn og Sjálfstæðisflokki Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00 Telur meiri líkur en minni á því að VG fari í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að það líti hins vegar út fyrir að Katrín Jakobsdóttir þurfi að sannfæra einhverja í þingflokknum um að fara í slíkar viðræður enda mjög erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í slíkt stjórnarsamstarf. 13. nóvember 2017 11:15 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. Með því megi reyna að skapa sátt um ákveðna uppbyggingu í samfélaginu sem Vinstri græn leggja áherslu á ef farið yrði í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki en eins og greint var frá fyrr í dag samþykkti meirihluti þingflokks VG að fara í formlegar viðræður við þá flokka. Katrín segir að það sé samhljómur hjá flokkunum þremur um að takast á við þau stóru verkefni sem hún telji að hafi ekki aðeins verið aðalmálið í kosningunum nú heldur einnig fyrir ári síðan. Stóru línurnar séu innviðauppbygging og stöðugleiki á vinnumarkaði. Of snemmt að segja til um hvort að hún verði forsætisráðherra „Við töluðum um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins, þar sem við töluðum um menntakerfið, kjör aldraðra og öryrkja og koma á ákveðnum stöðugleika í samfélaginu. Nú erum við búin að kjósa tvö ár í röð og ég tel að þær aðstæður sem uppi eru í stjórnmálum kalli hugsanlega á það að við hugsum út fyrir rammann og jafnvel skoðum samstarf við flokka sem sögulega séð eru auðvitað algjörlega á öndverðum meiði við okkur í Vinstri grænum til að reyna að skapa sátt um þessa samfélagsuppbyggingu og að við setjum þá hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum,“ sagði Katrín eftir þingflokksfundinn í dag þar sem samþykkt var að fara í formlegar viðræður. Vinstri græn hafa ellefu þingmenn á Alþingi en níu þingmenn flokksins samþykktu tillögu Katrínar og Svandísar Svavarsdóttur, þingflokksformanns, um að fara í formlegar viðræður. Tveir þingmenn kusu gegn tillögunni, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson. „Níu þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni og það felur bara í sér að láta á það reyna hvort það sé hægt að ná málefnalega saman um stjórnarsamstarf þessara flokka. Náist slíkur samningur kemur hann svo til skoðunar og afgreiðslu þingflokks og flokksráðs Vinstri grænna sem eru þær stofnanir hreyfingarinnar sem ráða þessu,“ sagði Katrín. Aðspurð hvort að hún yrði forsætisráðherra í ríkisstjórn þessara þriggja flokka, verði hún mynduð, sagði Katrín það ekkert launungarmál að VG vilji leiða stjórnina. Hins vegar sé alltof snemmt að segja til um hvort að það verði raunin. Fréttin hefur verið uppfærð. Að neðan má sjá klippu af því þegar þingmenn flokkanna þriggja funduðu í þinghúsinu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn í morgun en Vinstri græn og Framsókn í hádeginu.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43 Treystir ekki Framsókn og Sjálfstæðisflokki Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00 Telur meiri líkur en minni á því að VG fari í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að það líti hins vegar út fyrir að Katrín Jakobsdóttir þurfi að sannfæra einhverja í þingflokknum um að fara í slíkar viðræður enda mjög erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í slíkt stjórnarsamstarf. 13. nóvember 2017 11:15 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43
Treystir ekki Framsókn og Sjálfstæðisflokki Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00
Telur meiri líkur en minni á því að VG fari í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að það líti hins vegar út fyrir að Katrín Jakobsdóttir þurfi að sannfæra einhverja í þingflokknum um að fara í slíkar viðræður enda mjög erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í slíkt stjórnarsamstarf. 13. nóvember 2017 11:15