Útlit fyrir metlosun gróðurhúsalofttegunda á þessu ári Kjartan Kjartansson skrifar 13. nóvember 2017 11:25 Menn hafa bætt í bruna á jarðefnaeldsneyti á sama tíma og þörf er á hröðum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Vísir/AFP Losun manna á gróðurhúsalofttegundum stefnir í að vaxa á milli ára á þessu ári eftir tveggja ára stöðnun. Útblásturinn hefur aldrei verið meiri og útlit er fyrir að hann aukist áfram á næsta ári samkvæmt nýjum tölum sem kynntar voru á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í dag. Aukning losunar á þessu ári stefnir í að verða 2% miðað við árið í fyrra. Hún verði um 37 milljarðar tonna af koltvísýringi samkvæmt mati Global Carbon Project sem Washington Post segir frá. Grein um matið birtist einnig í Environmental Research Letters. Frá 2014 til 2016 hafði losunin haldist meira eða minna óbreytt í um 36 milljörðum tonna þrátt fyrir hagvöxt í heiminum. Það hafði vakið von í brjósti manna um að losunin hefði náð hámarki sínu. Nýja matið þýðir að enn erfiðara verður að ná markmiðum um að takmarka hlýnun jarðar á þessari öld til að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Orsök aukningarinnar nú er meðal annars meiri bruni Kínverja og fleiri þjóða á jarðefnaeldsneyti. „Við höfum verið heppin að losunin hefur flast út síðustu þrjú árin án þess að nokkur raunveruleg stefna búi það að baki. Ef við viljum tryggja að losunin fletjist áfram út verðum við að móta stefnu...og annað skrefið er að byrja að minnka losunina,“ segir Glen Peters, einn af höfundum skýrslunnar frá Alþjóðlegu loftslagsrannsóknastofnunarinnar í Osló. Til þess að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan við 2°C, og helst 1,5°C, miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu þarf losun gróðurhúsalofttegunda að dragast hratt saman á allra næstu árum og áratugum. Því meiri sem losunin er nú, því róttækari aðgerðir þarf í framtíðinni til að minnka losun."It's sort of, lose one year now, you have to pick up five years later" https://t.co/ctZP76hGt4 pic.twitter.com/GFN5BOzJHZ— Chris Mooney (@chriscmooney) November 13, 2017 Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslagsbreytingar munu hrekja tugi milljóna manna á flótta Þegar svæði Afríku verða harðbýlari af völdum loftslagsbreytinga á næstu áratugum spá sérfræðingar að tugir milljóna manna muni streyma yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. 3. nóvember 2017 10:17 Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58 Sýrlendingar búnir að skrifa undir Parísarsáttmálann Bandaríkin eru nú eina ríki heims sem ekki styður Parísarsáttmálann. 7. nóvember 2017 15:27 Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Losun manna á gróðurhúsalofttegundum stefnir í að vaxa á milli ára á þessu ári eftir tveggja ára stöðnun. Útblásturinn hefur aldrei verið meiri og útlit er fyrir að hann aukist áfram á næsta ári samkvæmt nýjum tölum sem kynntar voru á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í dag. Aukning losunar á þessu ári stefnir í að verða 2% miðað við árið í fyrra. Hún verði um 37 milljarðar tonna af koltvísýringi samkvæmt mati Global Carbon Project sem Washington Post segir frá. Grein um matið birtist einnig í Environmental Research Letters. Frá 2014 til 2016 hafði losunin haldist meira eða minna óbreytt í um 36 milljörðum tonna þrátt fyrir hagvöxt í heiminum. Það hafði vakið von í brjósti manna um að losunin hefði náð hámarki sínu. Nýja matið þýðir að enn erfiðara verður að ná markmiðum um að takmarka hlýnun jarðar á þessari öld til að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Orsök aukningarinnar nú er meðal annars meiri bruni Kínverja og fleiri þjóða á jarðefnaeldsneyti. „Við höfum verið heppin að losunin hefur flast út síðustu þrjú árin án þess að nokkur raunveruleg stefna búi það að baki. Ef við viljum tryggja að losunin fletjist áfram út verðum við að móta stefnu...og annað skrefið er að byrja að minnka losunina,“ segir Glen Peters, einn af höfundum skýrslunnar frá Alþjóðlegu loftslagsrannsóknastofnunarinnar í Osló. Til þess að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan við 2°C, og helst 1,5°C, miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu þarf losun gróðurhúsalofttegunda að dragast hratt saman á allra næstu árum og áratugum. Því meiri sem losunin er nú, því róttækari aðgerðir þarf í framtíðinni til að minnka losun."It's sort of, lose one year now, you have to pick up five years later" https://t.co/ctZP76hGt4 pic.twitter.com/GFN5BOzJHZ— Chris Mooney (@chriscmooney) November 13, 2017
Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslagsbreytingar munu hrekja tugi milljóna manna á flótta Þegar svæði Afríku verða harðbýlari af völdum loftslagsbreytinga á næstu áratugum spá sérfræðingar að tugir milljóna manna muni streyma yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. 3. nóvember 2017 10:17 Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58 Sýrlendingar búnir að skrifa undir Parísarsáttmálann Bandaríkin eru nú eina ríki heims sem ekki styður Parísarsáttmálann. 7. nóvember 2017 15:27 Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Loftslagsbreytingar munu hrekja tugi milljóna manna á flótta Þegar svæði Afríku verða harðbýlari af völdum loftslagsbreytinga á næstu áratugum spá sérfræðingar að tugir milljóna manna muni streyma yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. 3. nóvember 2017 10:17
Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58
Sýrlendingar búnir að skrifa undir Parísarsáttmálann Bandaríkin eru nú eina ríki heims sem ekki styður Parísarsáttmálann. 7. nóvember 2017 15:27
Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39