Körfubolti

Tólfti sigur Boston í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Al Horford og félagar hafa unnið 12 leiki í röð.
Al Horford og félagar hafa unnið 12 leiki í röð. vísir/getty
Sigurganga Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta heldur áfram en í gær vann liðið Toronto Raptors með minnsta mun, 95-94, á heimavelli. Þetta var tólfti sigur Boston í röð.

Al Horford skoraði 21 stig fyrir Boston. Jaylen Brown kom næstur með 18 stig.

DeMar DeRozan skoraði 24 stig fyrir Toronto. Hann fékk tækifæri til að tryggja liðinu sigur á lokasekúndunum en skot hans geigaði.

Þrír aðrir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt.

Spútniklið Detroit Pistons lagði Miami Heat að velli, 112-103. Detroit hefur unnið 10 af fyrstu 13 leikjum sínum á tímabilinu.

Tobias Harris skoraði 25 stig fyrir Detroit og Avery Bradley 24. Hassan Whiteside var með 20 stig og 12 fráköst í liði Miami.

Houston Rockets, efsta lið Vesturdeildarinnar, bar sigurorð af Indiana Pacers, 95-118, á útivelli.

James Harden skoraði 26 stig og gaf 15 stoðsendingar í liði Houston sem hefur unnið 11 af 14 leikjum sínum í vetur. Clint Capela skoraði 20 stig og reif niður 17 fráköst.

Oklahoma City Thunder vann sinn annan leik í röð þegar liðið lagði Dallas Mavericks að velli, 112-99.

Paul George var stigahæstur í liði Oklahoma með 37 stig. Hann hefur skorað samtals 79 stig í síðustu tveimur leikjum Oklahoma.

Úrslitin í nótt:

Boston 95-94 Toronto

Detroit 112-103 Miami

Indiana 95-118 Houston

Oklahoma 112-99 Dallas

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×