Eins og vart hefur farið fram hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins snjóaði ansi hressilega í gærkvöldi, nótt og morgun og er þetta fyrsti almennilegi snjórinn sem fellur þennan veturinn á suðvesturhorninu.
Þingmenn komu því til funda í snjónum í morgun og náðu ljósmyndarar Vísis og Fréttablaðsins, þeir Eyþór Árnason og Vilhelm Gunnarsson, nokkrum skemmtilegum myndum af þingmönnunum og snjónum. Þær má sjá í syrpunni hér fyrir neðan.






