Í auglýsingunni er fylgst með ímyndunarafli ungs drengs sem sér einhverja furðuveru undir rúminu sínu. Til að byrja með er drengurinn nokkuð smeykur við veruna en að lokum verða þeir félagarnir góðir vinir.
John Lewis leggur ávallt gríðarlega mikið upp úr jólaauglýsingum og hefur nú í raun skapast sú hefð í Bretlandi og víðar að fólk einfaldlega bíður eftir auglýsingunni ár hvert.