Erlent

Geimfari naut fegurðar jarðarinnar í geimgöngu

Kjartan Kjartansson skrifar
Fegurð jarðarinnar í biksvörtum geimnum eins og hún kom fyrir sjónir Bresnik í geimgöngu hans.
Fegurð jarðarinnar í biksvörtum geimnum eins og hún kom fyrir sjónir Bresnik í geimgöngu hans. Randy Bresnik
Bandaríski geimfarinn Randy Bresnik gat ekki stillt sig um að dást að útsýninu þegar hann fór í geimgöngu fyrir utan Alþjóðlegu geimstöðina á braut um jörðu á dögunum. Myndband sem hann tók af jörðinni úr geimnum hefur verið deilt af þúsundum netverja.

Tilgangur geimgöngku Bresnik var að lagfæra vélarm utan á geimstöðinni. Á leiðinni beindi geimfarinn GoPro-myndavél sinni að jörðinni, hundruð kílómetra fyrir neðan hann.

„Stundum verður maður bara að taka tíma í að njóta fegurðar jarðarinnar okkar í #geimgöngu,“ tísti Bresnik með myndbandinu á mánudag.

Bresnik hefur verið um borð í geimstöðinni frá því í júlí, að því er segir í frétt Washington Post. Leiðangri hans þar lýkur í desember. Á meðan hann hefur verið um borð hefur hann oft deilt myndum af jörðinni sem teknar voru í geimstöðinni við hlið mynda af sömu stöðum á jörðu niðri undir myllumerkinu #EinnHeimurMörgSjónarhorn [e. #OneWorldManyViews]




Fleiri fréttir

Sjá meira


×