Viðræður Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa borið árangur og hafa formenn flokkanna kynnt málefnasamninginn fyrir þingmönnum sínum í gær.
Ekki liggur fyrir hvernig flokkarnir skipti með sér ráðuneytum. Þó liggur fyrir að í viðræðunum hefur verið lagt upp með að Katrín yrði forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn.
Hér fyrir neðan má sjá upptöku af því þegar Katrín kom á Bessastaði.