Barcelona situr á toppi deildarinnar með 35 stig, fjórum stigum á undan Valencia sem er í 2. sætinu.
Lionel Messi skoraði eftir hálftíma en markið var ekki dæmt gilt þótt boltinn væri greinilega kominn inn fyrir línuna.
Barcelona bætti í sóknina eftir þetta og þegar átta mínútur voru til leiksloka jafnaði Jordi Alba metin eftir frábæra sendingu frá Messi. Lokatölur 1-1 í hörkuleik.