Körfubolti

Ball ætlar að gefa Trump skó

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
LaVar Ball er búinn að gera Donald Trump brjálaðan.
LaVar Ball er búinn að gera Donald Trump brjálaðan. vísir/getty
Körfuboltapabbinn yfirlýsingaglaði, LaVar Ball, ætlar að senda Donald Trump Bandaríkjaforseta körfuboltaskó til að reyna að róa hann aðeins eftir deilu þeirra síðustu daga.

Ball og Trump hafa deilt um hversu mikinn þátt forsetinn átti í fá son Balls, LiAngelo Ball, lausan úr fangelsi í Kína. LiAngelo og tveir félagar hans voru handteknir fyrir að stela sólgleraugum úr verslun í Hangzhou í Kína.

Ball gerði lítið úr þætti Trump í fá syni sínum sleppt. Forsetinn gerði hins vegar mikið úr sínum þætti og kallaði gamla Ball öllum illum nöfnum á Twitter. Trump sagði jafnframt að hann hefði átt að skilja strákana eftir í fangelsi.

Ball á íþróttavörufyrirtækið Big Baller Brand og samkvæmt TMZ Sports ætlar hann að gefa Trump skó sem voru sérstaklega hannaðir fyrir Lonzo Ball sem leikur með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni.

Spurningin er þá bara hvort Trump muni þiggja þessa sáttagjöf Balls eða hvort deila þeirra haldi áfram frammi fyrir opnum tjöldum.


Tengdar fréttir

Fékk rúman milljarð í fría auglýsingu frá Trump

Er Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að ráðast á körfuboltapabbann LaVar Ball með látum á Twitter gerði hann sér líklega ekki grein fyrir því að hann væri í raun að gera Ball risastóran greiða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×