Zúistar vilja fleiri en upplýsa ekki fjárhag Garðar Örn Úlfarsson skrifar 25. nóvember 2017 07:00 Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, lofar liðsmönnum trúfélagsins áframhaldandi útgreiðslu sóknargjalda. Ágúst Arnar Ágústsson, formaður zúista, svarar engum spurningum um fjárhag trúfélagsins sem auglýsir nú eftir nýjum félögum á Facebook og með bæklingum sem bornir eru í hús. Fólk er beðið að skrá sig fyrir 1. desember. Við þann dag miðast útgreiðsla sóknargjalda næstu tólf mánuðina. Zúistar greiddu fyrr í þessum mánuði 19.976 krónur til þeirra meðlima félagsins sem um það sóttu fyrir 15. nóvember síðastliðinn. Um er að ræða endurgreiðslu á sóknargjöldum frá ríkinu sem forverar Ágústs við stjórnvölinn í trúfélaginu lofuðu meðlimum sem gengu til liðs við zúista í stríðum straumum fyrir um tveimur árum. Ágúst segir upphæðina miðast við sóknargjöldin allt árið 2016 og það sem af er árinu 2017. Útkljáð var í byrjun október að Ágúst færi með forræði zúista. Tók hann þá við um 53 milljónum króna í sóknargjöld sem haldið hafði verið eftir í ríkissjóði á meðan greitt var úr því hver færi fyrir félaginu. Ágúst segir að tilkynnt hafi verið 24. október að zúistar myndu hefja endurgreiðslur í nóvember.Auglýst er eftir nýjum zúistum á Facebook og með bæklingum í hús.„Þann 3. nóvember var svo tilkynnt að opnað hafi verið fyrir umsóknir um endurgreiðslu,“ segir í svari Ágústs. Hann vísar á bug gagnrýni um að skammur tími hafi gefist fyrir félagsmenn til að sækja um endurgreiðslu. Lokað var fyrir umsóknir 15. nóvember. „Það umsóknarferli stóð yfir í tvær vikur og fengu allar þessar tilkynningar mikla fréttaumfjöllun á öllum helstu fjölmiðlum landsins. Umsóknarformið var hannað til að vera auðvelt að fylla út og auðskiljanlegt. Einnig hafa tilkynningarnar verið birtar á heimasíðu félagsins og Facebook-síðu félagsins,“ bendir Ágúst á. Vel yfir tvö þúsund manns voru skráðir sem zúistar þegar endurgreiðslurnar hófust. Ágúst svarar því ekki hversu margir sóttu um endurgreiðslu og hversu margir af þeim fengu ekki greiðslu. Ágúst segir mikið af villandi upplýsingum hafa verið í umferð. „Hefur félagið reynt að koma réttum upplýsingum á framfæri og loka ótengdum síðum sem hafa verið að dreifa slíku undir ímynd félagsins,“ segir forstöðumaðurinn. Félagsmenn zúista gátu valið að sóknargjöld þeirra rynnu til góðgerðarmála í staðinn fyrir að fara inn á þeirra eigin bankareikning. „Í kringum sjö prósent völdu þann möguleika,“ svarar Ágúst. Tvær og hálf milljón króna hafi verið lögð til hliðar vegna þessa. Barnaspítali Hringsins fékk 1,1 milljón króna frá zúistum í lok október. Sem fyrir segir fást ekki upplýsingar um heildarmyndina af fjárhag zúista, að minnsta kosti ekki að svo stöddu. „Skoðað verður að gefa út nákvæmari tölur síðar,“ segir Ágúst. Boðað hafði verið að þeir sem myndu sækja um endurgreiðslu án þess að eiga tilkall til hennar kynnu að verða kærðir til lögreglu. „Nei, ég á ekki von á því, umsóknarferlið gekk mjög vel,“ svarar Ágúst aðspurður hvort einhverjir verði kærðir. Hins vegar hafði Ágúst boðað að kæra kynni að verða lögð fram á hendur starfsmanni sýslumannsins á Norðurlandi eystra vegna stjórnsýslu hans. „Ég get staðfest það að félagið hefur einnig kært starfsmann sýslumanns til lögreglunar og vísum við í fyrri tilkynningu vegna frekari upplýsinga.“ Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Ágúst Arnar Ágústsson, formaður zúista, svarar engum spurningum um fjárhag trúfélagsins sem auglýsir nú eftir nýjum félögum á Facebook og með bæklingum sem bornir eru í hús. Fólk er beðið að skrá sig fyrir 1. desember. Við þann dag miðast útgreiðsla sóknargjalda næstu tólf mánuðina. Zúistar greiddu fyrr í þessum mánuði 19.976 krónur til þeirra meðlima félagsins sem um það sóttu fyrir 15. nóvember síðastliðinn. Um er að ræða endurgreiðslu á sóknargjöldum frá ríkinu sem forverar Ágústs við stjórnvölinn í trúfélaginu lofuðu meðlimum sem gengu til liðs við zúista í stríðum straumum fyrir um tveimur árum. Ágúst segir upphæðina miðast við sóknargjöldin allt árið 2016 og það sem af er árinu 2017. Útkljáð var í byrjun október að Ágúst færi með forræði zúista. Tók hann þá við um 53 milljónum króna í sóknargjöld sem haldið hafði verið eftir í ríkissjóði á meðan greitt var úr því hver færi fyrir félaginu. Ágúst segir að tilkynnt hafi verið 24. október að zúistar myndu hefja endurgreiðslur í nóvember.Auglýst er eftir nýjum zúistum á Facebook og með bæklingum í hús.„Þann 3. nóvember var svo tilkynnt að opnað hafi verið fyrir umsóknir um endurgreiðslu,“ segir í svari Ágústs. Hann vísar á bug gagnrýni um að skammur tími hafi gefist fyrir félagsmenn til að sækja um endurgreiðslu. Lokað var fyrir umsóknir 15. nóvember. „Það umsóknarferli stóð yfir í tvær vikur og fengu allar þessar tilkynningar mikla fréttaumfjöllun á öllum helstu fjölmiðlum landsins. Umsóknarformið var hannað til að vera auðvelt að fylla út og auðskiljanlegt. Einnig hafa tilkynningarnar verið birtar á heimasíðu félagsins og Facebook-síðu félagsins,“ bendir Ágúst á. Vel yfir tvö þúsund manns voru skráðir sem zúistar þegar endurgreiðslurnar hófust. Ágúst svarar því ekki hversu margir sóttu um endurgreiðslu og hversu margir af þeim fengu ekki greiðslu. Ágúst segir mikið af villandi upplýsingum hafa verið í umferð. „Hefur félagið reynt að koma réttum upplýsingum á framfæri og loka ótengdum síðum sem hafa verið að dreifa slíku undir ímynd félagsins,“ segir forstöðumaðurinn. Félagsmenn zúista gátu valið að sóknargjöld þeirra rynnu til góðgerðarmála í staðinn fyrir að fara inn á þeirra eigin bankareikning. „Í kringum sjö prósent völdu þann möguleika,“ svarar Ágúst. Tvær og hálf milljón króna hafi verið lögð til hliðar vegna þessa. Barnaspítali Hringsins fékk 1,1 milljón króna frá zúistum í lok október. Sem fyrir segir fást ekki upplýsingar um heildarmyndina af fjárhag zúista, að minnsta kosti ekki að svo stöddu. „Skoðað verður að gefa út nákvæmari tölur síðar,“ segir Ágúst. Boðað hafði verið að þeir sem myndu sækja um endurgreiðslu án þess að eiga tilkall til hennar kynnu að verða kærðir til lögreglu. „Nei, ég á ekki von á því, umsóknarferlið gekk mjög vel,“ svarar Ágúst aðspurður hvort einhverjir verði kærðir. Hins vegar hafði Ágúst boðað að kæra kynni að verða lögð fram á hendur starfsmanni sýslumannsins á Norðurlandi eystra vegna stjórnsýslu hans. „Ég get staðfest það að félagið hefur einnig kært starfsmann sýslumanns til lögreglunar og vísum við í fyrri tilkynningu vegna frekari upplýsinga.“
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira