Erlent

Valdarán í Luhansk

Samúel Karl Ólason skrifar
Igor Plotnistsky, leiðtogi Lunanks lýðveldisins svokallaða, er sagður hafa flúið til Moskvu eftir að óeinkennisklæddir vopnaðir menn tóku yfir helstu opinberu byggingar Luhansk.
Igor Plotnistsky, leiðtogi Lunanks lýðveldisins svokallaða, er sagður hafa flúið til Moskvu eftir að óeinkennisklæddir vopnaðir menn tóku yfir helstu opinberu byggingar Luhansk. Vísir/AFP
Minnst fimm úkraínskir hermenn hafa fallið í bardögum við aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins. Herinn segir að átta aðskilnaðarsinnar hafi verið felldir í bardaga nærri þorpinu Krymske sem er skammt frá Luhansk. Í Luhansk hafa deilur átt sér stað á milli leiðtoga aðskilnaðarsinnanna, sem studdir eru af Rússlandi.

Igor Plotnistsky, leiðtogi Lunanks lýðveldisins svokallaða, er sagður hafa flúið til Moskvu eftir að óeinkennisklæddir vopnaðir menn tóku yfir helstu opinberu byggingar Luhansk. Plotnitsky hafði þá skömmu áður rekið „innanríkisráðherra“ héraðsins. Hann skipaði mönnunum að yfirgefa borgina en þeir neituðu. Mennirnir eru sagðir vera hliðhollir ráðherranum sem heitir Igor Kornet.



Tilvera Lúhansk lýðveldisins hefur einkennst af valdabaráttu á milli aðskilnaðarsinna og hafa nokkrir leiðtogar þeirra verið ráðnir af dögum á undanförnum árum.

Kornet neitaði af láta af svokölluðu embætti sínu þegar Plotnitsky rak hann og segir nú að nánustu samstarfsmenn Plotnitsky séu útsendarar yfirvalda í Kænugarði. Nokkrir af samstarfsmönnum Plotnistsky hafa verið handteknir af mönnum sem eru hliðhollir Kornet.

Samkvæmt frétt BBC áætla Sameinuðu þjóðirnar að minnst tíu þúsund manns hafi dáið í átökunum í Úkraínu sem hófust í apríl 2104, eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga, og að 1,6 milljón manna hafi þurft að yfirgefa heimili sín.

Yfirvöld Úkraínu og vestrænna ríkja hafa lengi sakað Rússa um að styðja við bakið á aðskilnaðarsinnana með mönnum, vopnum, birgðum og öðru. Rússar hafa neitað því en viðurkenna að „sjálfboðaliðar“ frá Rússlandi berjist með aðskilnaðarsinnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×