Lengi langað að heimsækja Ísland Guðný Hrönn skrifar 23. nóvember 2017 13:45 Ky-Mani ætlar að heiðra minningu föður síns með tónleikaferðalagi sem hefst á Íslandi. NORDICOHOTOS/GETTY „Ísland hefur lengi verið ofarlega yfir staði sem mig langar að heimsækja,“ segir tónlistarmaðurinn Ky-Mani Marley, stundum kallaður Maestro Marley, sem heldur tónleika hér á landi í janúar en Ísland er fyrsti áfangastaðurinn á tónleikaferðalagi sem hann setti á laggirnar til að heiðra minningu föður síns. Ky-Mani er sonur reggígoðsagnarinnar Bobs Marley en tónlist hans á sér marga aðdáendur hér á landi og Ky-Mani þykir vænt um það. „Þegar ég frétti að margir Íslendingar kunni vel að meta tónlist föður míns, þá fann ég að ég var tilbúinn,“ útskýrir hann.Bob Marley hefði orðið 73 ára í febrúar á næsta ári hefði hann lifað.NORDICPHOTOS/GETTY„Nafn mitt, Ky-Mani, er austur-afrískt að uppruna og þýðir „ferðamaður sem þyrstir í ævintýri“,“ segir Ky-Mani sem elskar að ferðast. Eftir Íslandsheimsóknina verður förinni svo heitið til Mið-Austurlanda og Afríku. Spurður út í hvort hann ætli sér að verja einhverjum tíma á Íslandi í að skoða landið svarar hann játandi. „Klárlega. Ég myndi gjarnan vilja fá tækifæri til að skoða alla fallegu staðina sem ég hef séð í tímaritum og á netinu.“ Planið var ekki að fara í tónlistÞegar Ky-Mani var yngri áttu íþróttir hug hans og hjarta og hann ætlaði sér ekki að feta í fótspor föður síns og vinna við tónlist. En hlutirnir æxluðust þannig að hann fór í tónlist og leiklist.„Í dag er það mér mikill heiður að hafa þessi tengsl við arfleifð hans og tónlist.“ Aðspurður hvort hann álíti sína tónlist eiga mikið skylt við tónlist pabba síns kveðst Ky-Mani í það minnsta vinna með sömu skilaboð og Bob Marley: „One love, one heart, one destiny.“ Ky-Mani tekur fram að tónlist hans eigi sér engin landamæri og ekki sé hægt að flokka hann eingöngu sem reggítónlistarmann. „Ég hef stundum verið skilgreindur sem tónlistarmaður án takmarka vegna þess að ég vinn með svo fjölbreyttar tónlistarstefnur.“ Eins og áður sagði hefur Ky-Mani líka tekist á við leiklist og leikið í nokkrum kvimyndum og þáttum. „Ég nýt þess að vinna í hvoru tveggja [tónlist og leiklist], vegna þess að ég fæ að segja sögur sem ég vona að veiti aðdáendum mínum innblástur. Ég vil hafa bóg fyrir stafni og vera skapandi,“ segi Ky-Mani sem er þessa stundina að vinna að nýrri tónlist ásamt því að skrifa handrit að kvikmynd. „Ég er að skrifa mitt fyrsta handrit og ég hlakka til að byrja í tökum.“ Tónlist Mest lesið Felix kveður Eurovision Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
„Ísland hefur lengi verið ofarlega yfir staði sem mig langar að heimsækja,“ segir tónlistarmaðurinn Ky-Mani Marley, stundum kallaður Maestro Marley, sem heldur tónleika hér á landi í janúar en Ísland er fyrsti áfangastaðurinn á tónleikaferðalagi sem hann setti á laggirnar til að heiðra minningu föður síns. Ky-Mani er sonur reggígoðsagnarinnar Bobs Marley en tónlist hans á sér marga aðdáendur hér á landi og Ky-Mani þykir vænt um það. „Þegar ég frétti að margir Íslendingar kunni vel að meta tónlist föður míns, þá fann ég að ég var tilbúinn,“ útskýrir hann.Bob Marley hefði orðið 73 ára í febrúar á næsta ári hefði hann lifað.NORDICPHOTOS/GETTY„Nafn mitt, Ky-Mani, er austur-afrískt að uppruna og þýðir „ferðamaður sem þyrstir í ævintýri“,“ segir Ky-Mani sem elskar að ferðast. Eftir Íslandsheimsóknina verður förinni svo heitið til Mið-Austurlanda og Afríku. Spurður út í hvort hann ætli sér að verja einhverjum tíma á Íslandi í að skoða landið svarar hann játandi. „Klárlega. Ég myndi gjarnan vilja fá tækifæri til að skoða alla fallegu staðina sem ég hef séð í tímaritum og á netinu.“ Planið var ekki að fara í tónlistÞegar Ky-Mani var yngri áttu íþróttir hug hans og hjarta og hann ætlaði sér ekki að feta í fótspor föður síns og vinna við tónlist. En hlutirnir æxluðust þannig að hann fór í tónlist og leiklist.„Í dag er það mér mikill heiður að hafa þessi tengsl við arfleifð hans og tónlist.“ Aðspurður hvort hann álíti sína tónlist eiga mikið skylt við tónlist pabba síns kveðst Ky-Mani í það minnsta vinna með sömu skilaboð og Bob Marley: „One love, one heart, one destiny.“ Ky-Mani tekur fram að tónlist hans eigi sér engin landamæri og ekki sé hægt að flokka hann eingöngu sem reggítónlistarmann. „Ég hef stundum verið skilgreindur sem tónlistarmaður án takmarka vegna þess að ég vinn með svo fjölbreyttar tónlistarstefnur.“ Eins og áður sagði hefur Ky-Mani líka tekist á við leiklist og leikið í nokkrum kvimyndum og þáttum. „Ég nýt þess að vinna í hvoru tveggja [tónlist og leiklist], vegna þess að ég fæ að segja sögur sem ég vona að veiti aðdáendum mínum innblástur. Ég vil hafa bóg fyrir stafni og vera skapandi,“ segi Ky-Mani sem er þessa stundina að vinna að nýrri tónlist ásamt því að skrifa handrit að kvikmynd. „Ég er að skrifa mitt fyrsta handrit og ég hlakka til að byrja í tökum.“
Tónlist Mest lesið Felix kveður Eurovision Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira