Blikarnir halda áfram að koma á óvart | Öll úrslit kvöldsins Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. nóvember 2017 21:05 Ivory Crawford var stigahæst hjá Keflavík. vísir/eyþór Nýliðar Breiðabliks undir stjórn Hildar Sigurðardóttur halda áfram að koma á óvart í Domino´s-deild kvenna í körfubolta. Blikarnir, sem eru nú þegar búnir að fella risa á borð við Keflavík og Hauka, gerðu sér lítið fyrir og unnu eins stigs sigur, 74-72, á toppliði Vals í Smáranum í kvöld. Bandaríkjamaðurinn Ivory Crawford tryggði Blikunum sigurinn með tveimur skotum á vítalínunni þegar að 30 sekúndur voru eftir en Valskonur náðu ekki að koma sér í framlengingu eða hreinlega vinna leikinn í síðustu sókninni sinni. Valskonur halda toppsætinu þar sem að Stjarnan vann Hauka í dramatískum leik í Garðabænum í kvöld. Leikurinn var í beinni útsendingu á Vísi og má lesa meira um hann hér. Keflavík vann Snæfell, 100-91, í uppgjöri liðanna sem mættust í úrslitum síðastliðið vor en Keflavíkurstúlkur hafa aðeins verið að ranka við sér eftir skelfilega byrjun. Brittany Dinkins skoraði 35 stig fyrir Keflavík og tók þrettán fráköst en THelma Dís Ágústsdóttir skoraði 27 og og Emelía Ósk Gunnarsdóttir skoraði 22 stig. Hin kyngimagnaða Kristin McCarthy átti magnaðan leik fyrir Snæfell en hún skoraði 50 stig og fiskaði ellefu villur. Hún hitti úr 14 af 24 skotum sínum úr teignum, var með 33 prósent þriggja stiga nýtingu og hitti úr þrettán af fjórtán vítaskotum sínum. Keflavík er í fimmta sæti deildarinnar með átta stig eins og Blikarnir en Snæfell er með sex stig. Á botninum er svo Njarðvík án stiga en Ljónynjurnar töpuðu 86-79 fyrir Skallagrími í Borgarnesi í kvöld. Carmen Tyson-Thomas, sem var rekin frá Njarðvík á síðustu leiktíð, hefndi sín á gömlu félögunum og skoraði 47 stig auk þess sem hún tók þrettán fráköst og gaf sex stoðsendingar. Skallagrímur er með tíu stig í fjórða sætinu eftir leiki kvöldsins.Stjarnan-Haukar 76-75 (27-15, 11-21, 18-18, 20-21)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 26/13 fráköst/7 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 15/11 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 13/14 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 13/7 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 5/4 fráköst, Jenný Harðardóttir 4.Haukar: Cherise Michelle Daniel 19/4 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Helena Sverrisdóttir 19/20 fráköst/6 stoðsendingar, Rósa Björk Pétursdóttir 14/9 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 7, Anna Lóa Óskarsdóttir 7, Sigrún Björg Ólafsdóttir 6, Þóra Kristín Jónsdóttir 3/5 fráköst.Skallagrímur-Njarðvík 86-79 (20-25, 14-15, 25-12, 27-27)Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 47/13 fráköst/6 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 19/10 fráköst/6 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 12/4 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 5/6 fráköst, Jeanne Lois Figueroa Sicat 2, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 1/4 fráköst.Njarðvík: Shalonda R. Winton 35/17 fráköst, Björk Gunnarsdótir 9/4 fráköst, Hrund Skúladóttir 8/5 fráköst, Ína María Einarsdóttir 8, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 7/5 fráköst, Erna Freydís Traustadóttir 5, María Jónsdóttir 3/8 fráköst, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 2/4 fráköst.Keflavík-Snæfell 100-91 (26-23, 23-24, 26-28, 25-16)Keflavík: Brittanny Dinkins 35/12 fráköst/13 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 27/12 fráköst/5 stoðsendingar, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 22, Þóranna Kika Hodge-Carr 6, Birna Valgerður Benónýsdóttir 4, Katla Rún Garðarsdóttir 2, Irena Sól Jónsdóttir 2, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 50/6 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 17/8 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 10, Sara Diljá Sigurðardóttir 8/5 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 4, Júlia Scheving Steindórsdóttir 2/6 fráköst.Breiðablik-Valur 74-72 (15-19, 23-19, 19-18, 17-16)Breiðablik: Ivory Crawford 23/5 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 13/4 fráköst/5 stoðsendingar, Auður Íris Ólafsdóttir 11/7 fráköst, Lovísa Falsdóttir 9, Marín Laufey Davíðsdóttir 8, Isabella Ósk Sigurðardóttir 7/10 fráköst, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 3, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0/5 fráköst/6 stolnir.Valur: Alexandra Petersen 25/10 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 13, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 12/10 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 9/14 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 4, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 3/8 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 3, Kristrún Sigurjónsdóttir 3. Dominos-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Toppleikur á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Leik lokið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Sjá meira
Nýliðar Breiðabliks undir stjórn Hildar Sigurðardóttur halda áfram að koma á óvart í Domino´s-deild kvenna í körfubolta. Blikarnir, sem eru nú þegar búnir að fella risa á borð við Keflavík og Hauka, gerðu sér lítið fyrir og unnu eins stigs sigur, 74-72, á toppliði Vals í Smáranum í kvöld. Bandaríkjamaðurinn Ivory Crawford tryggði Blikunum sigurinn með tveimur skotum á vítalínunni þegar að 30 sekúndur voru eftir en Valskonur náðu ekki að koma sér í framlengingu eða hreinlega vinna leikinn í síðustu sókninni sinni. Valskonur halda toppsætinu þar sem að Stjarnan vann Hauka í dramatískum leik í Garðabænum í kvöld. Leikurinn var í beinni útsendingu á Vísi og má lesa meira um hann hér. Keflavík vann Snæfell, 100-91, í uppgjöri liðanna sem mættust í úrslitum síðastliðið vor en Keflavíkurstúlkur hafa aðeins verið að ranka við sér eftir skelfilega byrjun. Brittany Dinkins skoraði 35 stig fyrir Keflavík og tók þrettán fráköst en THelma Dís Ágústsdóttir skoraði 27 og og Emelía Ósk Gunnarsdóttir skoraði 22 stig. Hin kyngimagnaða Kristin McCarthy átti magnaðan leik fyrir Snæfell en hún skoraði 50 stig og fiskaði ellefu villur. Hún hitti úr 14 af 24 skotum sínum úr teignum, var með 33 prósent þriggja stiga nýtingu og hitti úr þrettán af fjórtán vítaskotum sínum. Keflavík er í fimmta sæti deildarinnar með átta stig eins og Blikarnir en Snæfell er með sex stig. Á botninum er svo Njarðvík án stiga en Ljónynjurnar töpuðu 86-79 fyrir Skallagrími í Borgarnesi í kvöld. Carmen Tyson-Thomas, sem var rekin frá Njarðvík á síðustu leiktíð, hefndi sín á gömlu félögunum og skoraði 47 stig auk þess sem hún tók þrettán fráköst og gaf sex stoðsendingar. Skallagrímur er með tíu stig í fjórða sætinu eftir leiki kvöldsins.Stjarnan-Haukar 76-75 (27-15, 11-21, 18-18, 20-21)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 26/13 fráköst/7 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 15/11 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 13/14 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 13/7 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 5/4 fráköst, Jenný Harðardóttir 4.Haukar: Cherise Michelle Daniel 19/4 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Helena Sverrisdóttir 19/20 fráköst/6 stoðsendingar, Rósa Björk Pétursdóttir 14/9 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 7, Anna Lóa Óskarsdóttir 7, Sigrún Björg Ólafsdóttir 6, Þóra Kristín Jónsdóttir 3/5 fráköst.Skallagrímur-Njarðvík 86-79 (20-25, 14-15, 25-12, 27-27)Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 47/13 fráköst/6 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 19/10 fráköst/6 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 12/4 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 5/6 fráköst, Jeanne Lois Figueroa Sicat 2, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 1/4 fráköst.Njarðvík: Shalonda R. Winton 35/17 fráköst, Björk Gunnarsdótir 9/4 fráköst, Hrund Skúladóttir 8/5 fráköst, Ína María Einarsdóttir 8, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 7/5 fráköst, Erna Freydís Traustadóttir 5, María Jónsdóttir 3/8 fráköst, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 2/4 fráköst.Keflavík-Snæfell 100-91 (26-23, 23-24, 26-28, 25-16)Keflavík: Brittanny Dinkins 35/12 fráköst/13 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 27/12 fráköst/5 stoðsendingar, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 22, Þóranna Kika Hodge-Carr 6, Birna Valgerður Benónýsdóttir 4, Katla Rún Garðarsdóttir 2, Irena Sól Jónsdóttir 2, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 50/6 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 17/8 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 10, Sara Diljá Sigurðardóttir 8/5 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 4, Júlia Scheving Steindórsdóttir 2/6 fráköst.Breiðablik-Valur 74-72 (15-19, 23-19, 19-18, 17-16)Breiðablik: Ivory Crawford 23/5 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 13/4 fráköst/5 stoðsendingar, Auður Íris Ólafsdóttir 11/7 fráköst, Lovísa Falsdóttir 9, Marín Laufey Davíðsdóttir 8, Isabella Ósk Sigurðardóttir 7/10 fráköst, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 3, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0/5 fráköst/6 stolnir.Valur: Alexandra Petersen 25/10 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 13, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 12/10 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 9/14 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 4, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 3/8 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 3, Kristrún Sigurjónsdóttir 3.
Dominos-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Toppleikur á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Leik lokið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Sjá meira