Sölvi býr við hliðina á Víkinni: „Ég vildi alltaf fara í Víking“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. nóvember 2017 06:00 Heima er best. Sölvi í Víkinni í gær. vísir/vilhelm Pepsi-deildarlið Víkings fékk mikinn liðsstyrk í gær er varnarmaðurinn Sölvi Geir Ottesen sneri aftur heim í Víkina eftir þrettán ár í atvinnumennsku. „Mér líður rosalega vel að vera kominn heim. Þetta er búinn að vera langur tími erlendis og ég er bara virkilega feginn að vera kominn heim,“ segir Sölvi Geir brosmildur en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Víkinga. Sá samningur tekur gildi um áramótin er samningur hans í Kína rennur út. Sölvi Geir hefur spilað 29 landsleiki og hefur víða komið við á ferlinum. Er hann fór frá Víkingi árið 2004 fór hann fyrst til Djurgården í Svíþjóð. Þaðan lá leiðin yfir til Danmerkur þar sem hann spilaði með SönderjyskE og FC KØbenhavn. Svo byrjaði ævintýramennskan. Árið 2013 samdi Sölvi við rússneska félagið Ural og þar lék hann í tvö ár áður en hann tók tilboði frá Jiangsu Sainty í Kína. Hann er búinn að vera í Asíu síðan og er nú að klára samning hjá Guangzhou R&F. Þó að hann sé enn samningsbundinn félaginu er tímabilinu lokið og hann þarf ekki að fara aftur út.Kannski síðasti samningurinn „Ég veit ekki hvort þetta er minn lokaáfangastaður á ferlinum en ef ég klára þennan samning þá verð ég orðinn 36 ára gamall. Það gæti því vel verið að þetta sé minn síðasti samningur. Ég hef ekkert pælt í því hvenær ég ætla að hætta og ætla bara að hlusta á líkamann. Ég er í fínu standi núna og finnst ég eiga nóg inni. Ég er þar af leiðandi ekkert að hugsa um endalokin í þessu,“ segir Sölvi Geir. Stóru liðin hér á landi reyndu eðlilega að fá hann í sínar raðir en Sölvi endaði þar sem hann vildi vera. „Ég var búinn að ræða við Víkinga áður en ég fór síðast til Kína og fara yfir málin með þeim. Ég vildi alltaf fara í Víking og þangað leitaði hugurinn. Þetta snerist bara um að ná saman og það heppnaðist allt saman,“ segir Sölvi, en hvað telur hann að Víkingur geti gert á komandi árum?Stefna á Evrópukeppni „Það er metnaður hjá félaginu að gera betur en síðustu ár og setja stefnuna á Evrópusæti. Við styrkjum okkur vonandi enn frekar á næstunni.“ Varnarmaðurinn sterki er tveggja barna faðir og hefur verið mikið fjarverandi frá börnunum sökum vinnu sinnar í Asíu og leynir því ekki að tilfinningin að vera alkominn heim sé ákaflega góð. „Tilfinningin er rosalega góð og ég hef getað undirbúið mig lengi að koma heim. Það er allt eins og ég hafði ímyndað mér það. Gott að koma heim til allra og ekki verra að ég bý hérna við hliðina á Víkinni. Ég get labbað á æfingar og sparað mér bensínkostnaðinn,“ segir Sölvi léttur og hlær dátt. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sölvi aftur orðinn Víkingur Sölvi Geir Ottesen er genginn í raðir Víkings R. og hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. 22. nóvember 2017 12:37 Sölvi Geir semur við Víkinga í dag Sölvi Geir Ottesen snýr aftur til síns gamla félags eftir þrettán ára atvinnumannaferil utan landsteinanna. 22. nóvember 2017 09:45 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum að horfa inn á við“ Leik lokið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Sjá meira
Pepsi-deildarlið Víkings fékk mikinn liðsstyrk í gær er varnarmaðurinn Sölvi Geir Ottesen sneri aftur heim í Víkina eftir þrettán ár í atvinnumennsku. „Mér líður rosalega vel að vera kominn heim. Þetta er búinn að vera langur tími erlendis og ég er bara virkilega feginn að vera kominn heim,“ segir Sölvi Geir brosmildur en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Víkinga. Sá samningur tekur gildi um áramótin er samningur hans í Kína rennur út. Sölvi Geir hefur spilað 29 landsleiki og hefur víða komið við á ferlinum. Er hann fór frá Víkingi árið 2004 fór hann fyrst til Djurgården í Svíþjóð. Þaðan lá leiðin yfir til Danmerkur þar sem hann spilaði með SönderjyskE og FC KØbenhavn. Svo byrjaði ævintýramennskan. Árið 2013 samdi Sölvi við rússneska félagið Ural og þar lék hann í tvö ár áður en hann tók tilboði frá Jiangsu Sainty í Kína. Hann er búinn að vera í Asíu síðan og er nú að klára samning hjá Guangzhou R&F. Þó að hann sé enn samningsbundinn félaginu er tímabilinu lokið og hann þarf ekki að fara aftur út.Kannski síðasti samningurinn „Ég veit ekki hvort þetta er minn lokaáfangastaður á ferlinum en ef ég klára þennan samning þá verð ég orðinn 36 ára gamall. Það gæti því vel verið að þetta sé minn síðasti samningur. Ég hef ekkert pælt í því hvenær ég ætla að hætta og ætla bara að hlusta á líkamann. Ég er í fínu standi núna og finnst ég eiga nóg inni. Ég er þar af leiðandi ekkert að hugsa um endalokin í þessu,“ segir Sölvi Geir. Stóru liðin hér á landi reyndu eðlilega að fá hann í sínar raðir en Sölvi endaði þar sem hann vildi vera. „Ég var búinn að ræða við Víkinga áður en ég fór síðast til Kína og fara yfir málin með þeim. Ég vildi alltaf fara í Víking og þangað leitaði hugurinn. Þetta snerist bara um að ná saman og það heppnaðist allt saman,“ segir Sölvi, en hvað telur hann að Víkingur geti gert á komandi árum?Stefna á Evrópukeppni „Það er metnaður hjá félaginu að gera betur en síðustu ár og setja stefnuna á Evrópusæti. Við styrkjum okkur vonandi enn frekar á næstunni.“ Varnarmaðurinn sterki er tveggja barna faðir og hefur verið mikið fjarverandi frá börnunum sökum vinnu sinnar í Asíu og leynir því ekki að tilfinningin að vera alkominn heim sé ákaflega góð. „Tilfinningin er rosalega góð og ég hef getað undirbúið mig lengi að koma heim. Það er allt eins og ég hafði ímyndað mér það. Gott að koma heim til allra og ekki verra að ég bý hérna við hliðina á Víkinni. Ég get labbað á æfingar og sparað mér bensínkostnaðinn,“ segir Sölvi léttur og hlær dátt.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sölvi aftur orðinn Víkingur Sölvi Geir Ottesen er genginn í raðir Víkings R. og hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. 22. nóvember 2017 12:37 Sölvi Geir semur við Víkinga í dag Sölvi Geir Ottesen snýr aftur til síns gamla félags eftir þrettán ára atvinnumannaferil utan landsteinanna. 22. nóvember 2017 09:45 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum að horfa inn á við“ Leik lokið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Sjá meira
Sölvi aftur orðinn Víkingur Sölvi Geir Ottesen er genginn í raðir Víkings R. og hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. 22. nóvember 2017 12:37
Sölvi Geir semur við Víkinga í dag Sölvi Geir Ottesen snýr aftur til síns gamla félags eftir þrettán ára atvinnumannaferil utan landsteinanna. 22. nóvember 2017 09:45