Skór sem Michael Jordan spilaði í þegar hann kom aftur til baka eftir meiðsli 1985-86 tímabilið seldust fyrir 55 þúsund dollara eða 5,7 milljónir íslenskra króna. Aldrei áður hefur verið borgað svo mikið fyrir skó úr Air Jordan I línunni.
Game-worn Air Jordan, altered to create ankle support for his 1986 injury return, sold for $55,000 by @HeritageAuction, record price for Air Jordan I. pic.twitter.com/kkL0DOuJ39
— Darren Rovell (@darrenrovell) November 20, 2017
Jordan missti af 64 leikjum á 1985-86 tímabilinu en spilaði fyrsta leikinn eftir meiðslin 15, mars 1986 á móti Milwaukee Bucks. Chicago Bulls tapaði þeim leik með 9 stigum en Jordan var með 12 stig á 13 mínútum.
Jordan spilaði einn frægasta leikinn sinn þetta tímabil eða þegar hann skoraði 63 stig í leik í úrslitakeppninni á móti Boston Celtics í Boston Garden. Chicago Bulls tapaði þar fyrir verðandi meisturum Boston Celtics en eftir leikinn talaði Larry Bird um að þetta hafi verið guð dulbúinn sem Michael Jordan.
Jordan skoraði 49 stig í fyrsta leiknum, 63 stig í öðrum leiknum og 19 stig í þriðja leiknum þar sem hann var einnig með 10 fráköst og 9 stoðsendingar. Boston Celtics vann hinsvegar alla þrjá leikina.